Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. janúar 2015 14:02 Össur er ekki hrifinn af útskýringum á fjarveru Sigmundar Davíðs á samstöðufundinum í París í gær. „Þetta var ekki boðleg frammistaða af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook þar sem hann deilir frétt Vísis þar sem rætt var við upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, Sigurð Má Jónsson, um fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra frá samstöðufundinum í París í gær. Í yfirlýsingu sem barst frá forsætisráðuneytinu í gær kom fram að Sigmundur Davíð hefði ekki komist sökum skamms fyrirvara, dagskrár ráðherra og ferðatíma til Parísar. Sigurður Már vildi ekki gefa upp hvað það var á dagskrá Sigmundar sem gerði það að verkum að hann sá sér ekki fært að mæta á þennan samstöðufund sem margir háttsettir embættismenn sóttu.„Þynnri en lap“ „Skýringarnar sem gefnar voru seint í gærkvöldi voru nefnilega þynnri en lap, svo ekki sé meitlaðri íslenska brúkuð,“ skrifar Össur og segir forsætisráðuneytið eiga að geta leyst flóknari verkefni en það að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. „Og forsætisráðherra hefur þau forréttindi að geta breytt dagskrá sinni að vild – einsog hans eigin dæmi sanna – og ber vitaskuld að gera það þegar upp koma ófyrirséðir atburðir erlendis, sem krefjast þess að hann tjái vilja íslensku þjóðarinnnar með skýrum hætti,“ skrifar Össur.Frá samstöðufundinum í París í gær.APVerða að standa undir ábyrgðHann segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa verið löglega afsakaðan, en hann skipuleggur nú ráðstefnu um jafnrétti kynjanna í New York í Bandaríkjunum. Hins vegar var Nína Björk Jónsdóttir sendiráðunautur í París fulltrúi Íslendinga í göngunni. „En það voru átta aðrir ráðherrar til taks. Það eina sem þurfti var sæmileg dómgreind og eitt símtal. Menn sem kosnir eru í háar stöður verða að standa undir þeirri ábyrgð,“ skrifar Össur og spyr hvað hefði verið sagt ef Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði setið af sér sögulegan baráttufund á borð við þann sem var í París í gær með sömu skýringum og Sigmundur Davíð. „Hvernig halda menn að Sigmundur Davíð hefði brugðist við? Mér er ekki örgrannt um að hann hefði barið fótastokkinn, brutt skjaldarrendur og sopið hveljur af heilagri vandlætingu. Eðlilega.“ Post by Össur Skarphéðinsson. Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Indlandsför ástæða fjarveru Kerry Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Frakkland í vikunni til að sýna samstöðu. 12. janúar 2015 11:30 Forsætisráðherra ekki viðstaddur Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra voru viðstaddir friðargönguna í París í gær, vegna þeirra voðaverka sem dunið hafa yfir Parísarbúa síðustu sólarhringa. 12. janúar 2015 07:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
„Þetta var ekki boðleg frammistaða af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook þar sem hann deilir frétt Vísis þar sem rætt var við upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, Sigurð Má Jónsson, um fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra frá samstöðufundinum í París í gær. Í yfirlýsingu sem barst frá forsætisráðuneytinu í gær kom fram að Sigmundur Davíð hefði ekki komist sökum skamms fyrirvara, dagskrár ráðherra og ferðatíma til Parísar. Sigurður Már vildi ekki gefa upp hvað það var á dagskrá Sigmundar sem gerði það að verkum að hann sá sér ekki fært að mæta á þennan samstöðufund sem margir háttsettir embættismenn sóttu.„Þynnri en lap“ „Skýringarnar sem gefnar voru seint í gærkvöldi voru nefnilega þynnri en lap, svo ekki sé meitlaðri íslenska brúkuð,“ skrifar Össur og segir forsætisráðuneytið eiga að geta leyst flóknari verkefni en það að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. „Og forsætisráðherra hefur þau forréttindi að geta breytt dagskrá sinni að vild – einsog hans eigin dæmi sanna – og ber vitaskuld að gera það þegar upp koma ófyrirséðir atburðir erlendis, sem krefjast þess að hann tjái vilja íslensku þjóðarinnnar með skýrum hætti,“ skrifar Össur.Frá samstöðufundinum í París í gær.APVerða að standa undir ábyrgðHann segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa verið löglega afsakaðan, en hann skipuleggur nú ráðstefnu um jafnrétti kynjanna í New York í Bandaríkjunum. Hins vegar var Nína Björk Jónsdóttir sendiráðunautur í París fulltrúi Íslendinga í göngunni. „En það voru átta aðrir ráðherrar til taks. Það eina sem þurfti var sæmileg dómgreind og eitt símtal. Menn sem kosnir eru í háar stöður verða að standa undir þeirri ábyrgð,“ skrifar Össur og spyr hvað hefði verið sagt ef Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði setið af sér sögulegan baráttufund á borð við þann sem var í París í gær með sömu skýringum og Sigmundur Davíð. „Hvernig halda menn að Sigmundur Davíð hefði brugðist við? Mér er ekki örgrannt um að hann hefði barið fótastokkinn, brutt skjaldarrendur og sopið hveljur af heilagri vandlætingu. Eðlilega.“ Post by Össur Skarphéðinsson.
Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Indlandsför ástæða fjarveru Kerry Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Frakkland í vikunni til að sýna samstöðu. 12. janúar 2015 11:30 Forsætisráðherra ekki viðstaddur Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra voru viðstaddir friðargönguna í París í gær, vegna þeirra voðaverka sem dunið hafa yfir Parísarbúa síðustu sólarhringa. 12. janúar 2015 07:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19
Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25
Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45
Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22
Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30
Indlandsför ástæða fjarveru Kerry Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Frakkland í vikunni til að sýna samstöðu. 12. janúar 2015 11:30
Forsætisráðherra ekki viðstaddur Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra voru viðstaddir friðargönguna í París í gær, vegna þeirra voðaverka sem dunið hafa yfir Parísarbúa síðustu sólarhringa. 12. janúar 2015 07:00