Innlent

Enginn íslenskur ráðherra í París

Samúel Karl Ólason skrifar
Francois Hollande, forseti Frakklands, leiðir gönguna.
Francois Hollande, forseti Frakklands, leiðir gönguna. Vísir/AFP
Enginn íslenskur ráðherra fór á samstöðufundinn í París, þar sem allt að milljón manns hafa nú komið saman. Þar eru einnig þjóðarleiðtogar víðsvegar að úr heiminum. Rúmlega 40 þjóðarleiðtogar gengu hönd í hönd um götur borgarinnar.

Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París, sem og kóngafólk og háttsettir embættismenn ESB.

Þjóðarleiðtogarnir leiða gífurlega stóra göngu um París vegna ódæðisverkana þar í vikunni. Með þeim gengu fjölskyldumeðlimir þeirra sautján sem létu lífið í árásunum.

Uppfært:

Í fyrstu stóð að enginn fulltrúi íslenskra stjórnvalda væri í París. Vísir hefur fengið ábendingu um að Nína Björk Jónsdóttir sendiráðunautur í París sé fulltrúi Íslands í göngunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×