Enski boltinn

Fimm martraðarmínútur fyrir Everton-liðið | Myndbönd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Enner Valencia fagnar marki sínu.
Enner Valencia fagnar marki sínu. Vísir/Getty
West Ham og Everton mætast í kvöld í endurteknum leik í 3. umferð ensku bikarkeppninnar en liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Goodison Park.  Everton lenti marki undir og missti mann af velli á fimm mínútna kafla í leiknum.

Enner Valencia kom West Ham í 1-0 á Boleyn Ground en markið skoraði hann eftir undirbúning Andy Carroll.

Mark Enner Valencia kom á 51. mínútu leiksins og nú er að sjá hvort West Ham tekst að halda út. Romelu Lukaku tryggði Everton aukaleik með því að jafna metin í uppbótartíma.

Enner Valencia er á sínu fyrsta tímabili með West Ham og hann var þarna að skora sitt fyrsta mark í enska bikarnum.

Valencia er búinn að skora þrjú mörk í ensku úrvalsdeildinni en hann hafði ekki skorað fyrir West Ham síðan 1. nóvember. Hann er þar með búinn að skora jafnmörg fyrir landslið Ekvador og West ham síðan að tímabilið hófst.

Það er hægt að sjá mark Enner Valencia hér fyrir neðan sem og rauða spjaldið sem Everton-maðurinn Aiden McGeady fékk aðeins fimm mínútum síðar. Everton er því bæði marki og manni undir í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×