Segja árásarmanninn vera á móti fóstureyðingum Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2015 21:00 Kransar og blóm hafa verið lögð við heilsugæslustöðina. Vísir/Getty Forsvarsmenn samtakanna Planned Parenthood segja mann sem myrti þrjá á heilsugæslustöð þeirra í Colorado Springs á föstudaginn, vera mótfallinn fóstureyðingum. Þegar hann var handtekinn af lögreglu mun hann hafa sagt „No more baby parts“, eða „ekki fleiri líkamshluta barna“. Maðurinn gekk inn á heilsugæslustöð samtakanna, þar sem fóstureyðingar eru meðal annars framkvæmdar, og hóf skothríð. Planned parenthood hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni síðustu misseri eftir að samtök sem berjast gegn fóstureyðingum birtu myndband sem þeir segja að sýni starfsmenn PP ræða um sölu fóstra vegna læknisfræðilegra rannsókna. Það er ólöglegt í Bandaríkjunum en þessum ásökunum hefur verið neitað af PP. Robert Lewis Dear myrti þrjá og særði nokkra í árás sinni.Vísir/EPA Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hefur hótunum gegn heilsugæslustöðvum PP fjölgað í kjölfar birtingar myndbandsins. Planned parenthood eru góðgerðarsamtök sem reka um 700 heilsugæslustöðvar fyrir konur víðsvegar í Bandaríkjunum. Þar fara meðal annars fram fóstureyðingar og krabbameinsleit. Ríkisstjóri Colorado hefur biðlað til deiluaðila að draga úr áróðri sínum. John Hickenlooper telur að þessi árás og önnur atvik megi rekja til áróðurs aðila á báðum hliðum málsins. Árásarmaðurinn heitir Robert Lewis Dear og er 57 ára gamall. Nágranna hans lýsa honum sem einfara. Hann er sagður forðast augnsamband við annað fólk. Þá varaði hann fólk við því að ríkisstjórn Bandaríkjanna njósnaði um þau. Tengdar fréttir Þrír létu lífið og níu særðust Vopnaður maður ruddist inn á heilsugæslustöð þar sem fóstureyðingar eru framkvæmdar í gær og hóf skothríð. 28. nóvember 2015 10:12 Fjórir lögregluþjónar særðir í Colorado Ekki er vitað hve margir særðust í heildina eftir að byssumaður hóf skothríð nærri heilsugæslustöð kvenna. 27. nóvember 2015 22:00 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Sjá meira
Forsvarsmenn samtakanna Planned Parenthood segja mann sem myrti þrjá á heilsugæslustöð þeirra í Colorado Springs á föstudaginn, vera mótfallinn fóstureyðingum. Þegar hann var handtekinn af lögreglu mun hann hafa sagt „No more baby parts“, eða „ekki fleiri líkamshluta barna“. Maðurinn gekk inn á heilsugæslustöð samtakanna, þar sem fóstureyðingar eru meðal annars framkvæmdar, og hóf skothríð. Planned parenthood hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni síðustu misseri eftir að samtök sem berjast gegn fóstureyðingum birtu myndband sem þeir segja að sýni starfsmenn PP ræða um sölu fóstra vegna læknisfræðilegra rannsókna. Það er ólöglegt í Bandaríkjunum en þessum ásökunum hefur verið neitað af PP. Robert Lewis Dear myrti þrjá og særði nokkra í árás sinni.Vísir/EPA Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hefur hótunum gegn heilsugæslustöðvum PP fjölgað í kjölfar birtingar myndbandsins. Planned parenthood eru góðgerðarsamtök sem reka um 700 heilsugæslustöðvar fyrir konur víðsvegar í Bandaríkjunum. Þar fara meðal annars fram fóstureyðingar og krabbameinsleit. Ríkisstjóri Colorado hefur biðlað til deiluaðila að draga úr áróðri sínum. John Hickenlooper telur að þessi árás og önnur atvik megi rekja til áróðurs aðila á báðum hliðum málsins. Árásarmaðurinn heitir Robert Lewis Dear og er 57 ára gamall. Nágranna hans lýsa honum sem einfara. Hann er sagður forðast augnsamband við annað fólk. Þá varaði hann fólk við því að ríkisstjórn Bandaríkjanna njósnaði um þau.
Tengdar fréttir Þrír létu lífið og níu særðust Vopnaður maður ruddist inn á heilsugæslustöð þar sem fóstureyðingar eru framkvæmdar í gær og hóf skothríð. 28. nóvember 2015 10:12 Fjórir lögregluþjónar særðir í Colorado Ekki er vitað hve margir særðust í heildina eftir að byssumaður hóf skothríð nærri heilsugæslustöð kvenna. 27. nóvember 2015 22:00 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Sjá meira
Þrír létu lífið og níu særðust Vopnaður maður ruddist inn á heilsugæslustöð þar sem fóstureyðingar eru framkvæmdar í gær og hóf skothríð. 28. nóvember 2015 10:12
Fjórir lögregluþjónar særðir í Colorado Ekki er vitað hve margir særðust í heildina eftir að byssumaður hóf skothríð nærri heilsugæslustöð kvenna. 27. nóvember 2015 22:00