Segja árásarmanninn vera á móti fóstureyðingum Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2015 21:00 Kransar og blóm hafa verið lögð við heilsugæslustöðina. Vísir/Getty Forsvarsmenn samtakanna Planned Parenthood segja mann sem myrti þrjá á heilsugæslustöð þeirra í Colorado Springs á föstudaginn, vera mótfallinn fóstureyðingum. Þegar hann var handtekinn af lögreglu mun hann hafa sagt „No more baby parts“, eða „ekki fleiri líkamshluta barna“. Maðurinn gekk inn á heilsugæslustöð samtakanna, þar sem fóstureyðingar eru meðal annars framkvæmdar, og hóf skothríð. Planned parenthood hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni síðustu misseri eftir að samtök sem berjast gegn fóstureyðingum birtu myndband sem þeir segja að sýni starfsmenn PP ræða um sölu fóstra vegna læknisfræðilegra rannsókna. Það er ólöglegt í Bandaríkjunum en þessum ásökunum hefur verið neitað af PP. Robert Lewis Dear myrti þrjá og særði nokkra í árás sinni.Vísir/EPA Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hefur hótunum gegn heilsugæslustöðvum PP fjölgað í kjölfar birtingar myndbandsins. Planned parenthood eru góðgerðarsamtök sem reka um 700 heilsugæslustöðvar fyrir konur víðsvegar í Bandaríkjunum. Þar fara meðal annars fram fóstureyðingar og krabbameinsleit. Ríkisstjóri Colorado hefur biðlað til deiluaðila að draga úr áróðri sínum. John Hickenlooper telur að þessi árás og önnur atvik megi rekja til áróðurs aðila á báðum hliðum málsins. Árásarmaðurinn heitir Robert Lewis Dear og er 57 ára gamall. Nágranna hans lýsa honum sem einfara. Hann er sagður forðast augnsamband við annað fólk. Þá varaði hann fólk við því að ríkisstjórn Bandaríkjanna njósnaði um þau. Tengdar fréttir Þrír létu lífið og níu særðust Vopnaður maður ruddist inn á heilsugæslustöð þar sem fóstureyðingar eru framkvæmdar í gær og hóf skothríð. 28. nóvember 2015 10:12 Fjórir lögregluþjónar særðir í Colorado Ekki er vitað hve margir særðust í heildina eftir að byssumaður hóf skothríð nærri heilsugæslustöð kvenna. 27. nóvember 2015 22:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Forsvarsmenn samtakanna Planned Parenthood segja mann sem myrti þrjá á heilsugæslustöð þeirra í Colorado Springs á föstudaginn, vera mótfallinn fóstureyðingum. Þegar hann var handtekinn af lögreglu mun hann hafa sagt „No more baby parts“, eða „ekki fleiri líkamshluta barna“. Maðurinn gekk inn á heilsugæslustöð samtakanna, þar sem fóstureyðingar eru meðal annars framkvæmdar, og hóf skothríð. Planned parenthood hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni síðustu misseri eftir að samtök sem berjast gegn fóstureyðingum birtu myndband sem þeir segja að sýni starfsmenn PP ræða um sölu fóstra vegna læknisfræðilegra rannsókna. Það er ólöglegt í Bandaríkjunum en þessum ásökunum hefur verið neitað af PP. Robert Lewis Dear myrti þrjá og særði nokkra í árás sinni.Vísir/EPA Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hefur hótunum gegn heilsugæslustöðvum PP fjölgað í kjölfar birtingar myndbandsins. Planned parenthood eru góðgerðarsamtök sem reka um 700 heilsugæslustöðvar fyrir konur víðsvegar í Bandaríkjunum. Þar fara meðal annars fram fóstureyðingar og krabbameinsleit. Ríkisstjóri Colorado hefur biðlað til deiluaðila að draga úr áróðri sínum. John Hickenlooper telur að þessi árás og önnur atvik megi rekja til áróðurs aðila á báðum hliðum málsins. Árásarmaðurinn heitir Robert Lewis Dear og er 57 ára gamall. Nágranna hans lýsa honum sem einfara. Hann er sagður forðast augnsamband við annað fólk. Þá varaði hann fólk við því að ríkisstjórn Bandaríkjanna njósnaði um þau.
Tengdar fréttir Þrír létu lífið og níu særðust Vopnaður maður ruddist inn á heilsugæslustöð þar sem fóstureyðingar eru framkvæmdar í gær og hóf skothríð. 28. nóvember 2015 10:12 Fjórir lögregluþjónar særðir í Colorado Ekki er vitað hve margir særðust í heildina eftir að byssumaður hóf skothríð nærri heilsugæslustöð kvenna. 27. nóvember 2015 22:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Þrír létu lífið og níu særðust Vopnaður maður ruddist inn á heilsugæslustöð þar sem fóstureyðingar eru framkvæmdar í gær og hóf skothríð. 28. nóvember 2015 10:12
Fjórir lögregluþjónar særðir í Colorado Ekki er vitað hve margir særðust í heildina eftir að byssumaður hóf skothríð nærri heilsugæslustöð kvenna. 27. nóvember 2015 22:00