Ungverska girðingin hefur dugað skammt Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. ágúst 2015 07:00 Flóttamaður skríður undir girðingu á landamærum Ungverjalands og Serbíu. Nordicphotos/AFP Þýskaland Flóttafólk hélt áfram að streyma yfir landamærin til Ungverjalands frá Serbíu í gær þrátt fyrir rammgerða víggirðingu sem Ungverjar hafa reist á landamærunum. Slóvakía hefur einnig byrjað að reisa slíka girðingu á sínum landamærum í þeim tilgangi að halda flóttafólki frá. Breska þingið hefur nú til meðferðar frumvarp um hertar reglur gagnvart ólöglegum innflytjendum. Innanríkisráðherra Þýskalands hefur sömuleiðis lagt til hertar reglur um flóttafólk. Þýsk og frönsk stjórnvöld vilja hins vegar að gerðar verði breytingar á reglum Evrópusambandsins um móttöku flóttamanna, þannig að flóttafólki verði deilt niður á aðildarlöndin í hlutfalli við mannfjölda og efnahag. Angela Merkel Þýskalandskanslari skrapp í gær til bæjarins Heidenau, skammt frá Dresden, þar sem íbúar hafa undanfarið látið óspart í ljós andstöðu sína við búðir flóttamanna, stundum með ofbeldi, hótunum og ólátum af ýmsu tagi. Merkel gagnrýndi harðlega ofbeldi og fordóma íbúanna gagnvart flóttafólkinu: „Við höfum ekkert umburðarlyndi gagnvart þeim, sem ekki vilja veita hjálp þegar það er bæði lagaleg og mannleg skylda okkar að koma til hjálpar," sagði hún. „Því fleiri, sem gera öðrum þetta ljóst, því sterkari verðum við." Mannfjöldi hafði safnast saman í bænum og gerði hróp að Merkel. Francois Crépeau, mannréttindafulltrúi flóttamanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Evrópusambandið verði að fara nýjar leiðir gagnvart flóttafólki, sem leitar á náðir aðildarríkjanna. Líta þurfi á hreyfanleika fólks yfir landamæri sem eftirsóknarverðan, einungis þannig geti aðildarríkin náð að stjórna landamærum sínum í raun. „Yfirráð yfir landsvæði snúast um að hafa eftirlit með landamærum, að vita hver kemur inn og hver fer í burtu. Það hefur aldrei snúist um að loka landamærunum fyrir fólksflutningum," sagði Crépeau í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær. „Við skulum ekki láta eins og það sem Evrópusambandið og aðildarríki þess eru að gera sé að virka,“ segir hann. „Eðli sínu samkvæmt eru landamæri götótt. Einungis er hægt að tryggja eftirlit með því að bjóða flóttafólki og hælisleitendum löglegar og öruggar leiðir til að fara ferða sinna.“ Í gær fundust um 50 lík í flóttamannabát út af ströndum Líbíu. Áður hafði meira en 400 manns verið bjargað úr bátnum. Flóttamenn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Þýskaland Flóttafólk hélt áfram að streyma yfir landamærin til Ungverjalands frá Serbíu í gær þrátt fyrir rammgerða víggirðingu sem Ungverjar hafa reist á landamærunum. Slóvakía hefur einnig byrjað að reisa slíka girðingu á sínum landamærum í þeim tilgangi að halda flóttafólki frá. Breska þingið hefur nú til meðferðar frumvarp um hertar reglur gagnvart ólöglegum innflytjendum. Innanríkisráðherra Þýskalands hefur sömuleiðis lagt til hertar reglur um flóttafólk. Þýsk og frönsk stjórnvöld vilja hins vegar að gerðar verði breytingar á reglum Evrópusambandsins um móttöku flóttamanna, þannig að flóttafólki verði deilt niður á aðildarlöndin í hlutfalli við mannfjölda og efnahag. Angela Merkel Þýskalandskanslari skrapp í gær til bæjarins Heidenau, skammt frá Dresden, þar sem íbúar hafa undanfarið látið óspart í ljós andstöðu sína við búðir flóttamanna, stundum með ofbeldi, hótunum og ólátum af ýmsu tagi. Merkel gagnrýndi harðlega ofbeldi og fordóma íbúanna gagnvart flóttafólkinu: „Við höfum ekkert umburðarlyndi gagnvart þeim, sem ekki vilja veita hjálp þegar það er bæði lagaleg og mannleg skylda okkar að koma til hjálpar," sagði hún. „Því fleiri, sem gera öðrum þetta ljóst, því sterkari verðum við." Mannfjöldi hafði safnast saman í bænum og gerði hróp að Merkel. Francois Crépeau, mannréttindafulltrúi flóttamanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Evrópusambandið verði að fara nýjar leiðir gagnvart flóttafólki, sem leitar á náðir aðildarríkjanna. Líta þurfi á hreyfanleika fólks yfir landamæri sem eftirsóknarverðan, einungis þannig geti aðildarríkin náð að stjórna landamærum sínum í raun. „Yfirráð yfir landsvæði snúast um að hafa eftirlit með landamærum, að vita hver kemur inn og hver fer í burtu. Það hefur aldrei snúist um að loka landamærunum fyrir fólksflutningum," sagði Crépeau í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær. „Við skulum ekki láta eins og það sem Evrópusambandið og aðildarríki þess eru að gera sé að virka,“ segir hann. „Eðli sínu samkvæmt eru landamæri götótt. Einungis er hægt að tryggja eftirlit með því að bjóða flóttafólki og hælisleitendum löglegar og öruggar leiðir til að fara ferða sinna.“ Í gær fundust um 50 lík í flóttamannabát út af ströndum Líbíu. Áður hafði meira en 400 manns verið bjargað úr bátnum.
Flóttamenn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira