Ungverska girðingin hefur dugað skammt Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. ágúst 2015 07:00 Flóttamaður skríður undir girðingu á landamærum Ungverjalands og Serbíu. Nordicphotos/AFP Þýskaland Flóttafólk hélt áfram að streyma yfir landamærin til Ungverjalands frá Serbíu í gær þrátt fyrir rammgerða víggirðingu sem Ungverjar hafa reist á landamærunum. Slóvakía hefur einnig byrjað að reisa slíka girðingu á sínum landamærum í þeim tilgangi að halda flóttafólki frá. Breska þingið hefur nú til meðferðar frumvarp um hertar reglur gagnvart ólöglegum innflytjendum. Innanríkisráðherra Þýskalands hefur sömuleiðis lagt til hertar reglur um flóttafólk. Þýsk og frönsk stjórnvöld vilja hins vegar að gerðar verði breytingar á reglum Evrópusambandsins um móttöku flóttamanna, þannig að flóttafólki verði deilt niður á aðildarlöndin í hlutfalli við mannfjölda og efnahag. Angela Merkel Þýskalandskanslari skrapp í gær til bæjarins Heidenau, skammt frá Dresden, þar sem íbúar hafa undanfarið látið óspart í ljós andstöðu sína við búðir flóttamanna, stundum með ofbeldi, hótunum og ólátum af ýmsu tagi. Merkel gagnrýndi harðlega ofbeldi og fordóma íbúanna gagnvart flóttafólkinu: „Við höfum ekkert umburðarlyndi gagnvart þeim, sem ekki vilja veita hjálp þegar það er bæði lagaleg og mannleg skylda okkar að koma til hjálpar," sagði hún. „Því fleiri, sem gera öðrum þetta ljóst, því sterkari verðum við." Mannfjöldi hafði safnast saman í bænum og gerði hróp að Merkel. Francois Crépeau, mannréttindafulltrúi flóttamanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Evrópusambandið verði að fara nýjar leiðir gagnvart flóttafólki, sem leitar á náðir aðildarríkjanna. Líta þurfi á hreyfanleika fólks yfir landamæri sem eftirsóknarverðan, einungis þannig geti aðildarríkin náð að stjórna landamærum sínum í raun. „Yfirráð yfir landsvæði snúast um að hafa eftirlit með landamærum, að vita hver kemur inn og hver fer í burtu. Það hefur aldrei snúist um að loka landamærunum fyrir fólksflutningum," sagði Crépeau í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær. „Við skulum ekki láta eins og það sem Evrópusambandið og aðildarríki þess eru að gera sé að virka,“ segir hann. „Eðli sínu samkvæmt eru landamæri götótt. Einungis er hægt að tryggja eftirlit með því að bjóða flóttafólki og hælisleitendum löglegar og öruggar leiðir til að fara ferða sinna.“ Í gær fundust um 50 lík í flóttamannabát út af ströndum Líbíu. Áður hafði meira en 400 manns verið bjargað úr bátnum. Flóttamenn Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Þýskaland Flóttafólk hélt áfram að streyma yfir landamærin til Ungverjalands frá Serbíu í gær þrátt fyrir rammgerða víggirðingu sem Ungverjar hafa reist á landamærunum. Slóvakía hefur einnig byrjað að reisa slíka girðingu á sínum landamærum í þeim tilgangi að halda flóttafólki frá. Breska þingið hefur nú til meðferðar frumvarp um hertar reglur gagnvart ólöglegum innflytjendum. Innanríkisráðherra Þýskalands hefur sömuleiðis lagt til hertar reglur um flóttafólk. Þýsk og frönsk stjórnvöld vilja hins vegar að gerðar verði breytingar á reglum Evrópusambandsins um móttöku flóttamanna, þannig að flóttafólki verði deilt niður á aðildarlöndin í hlutfalli við mannfjölda og efnahag. Angela Merkel Þýskalandskanslari skrapp í gær til bæjarins Heidenau, skammt frá Dresden, þar sem íbúar hafa undanfarið látið óspart í ljós andstöðu sína við búðir flóttamanna, stundum með ofbeldi, hótunum og ólátum af ýmsu tagi. Merkel gagnrýndi harðlega ofbeldi og fordóma íbúanna gagnvart flóttafólkinu: „Við höfum ekkert umburðarlyndi gagnvart þeim, sem ekki vilja veita hjálp þegar það er bæði lagaleg og mannleg skylda okkar að koma til hjálpar," sagði hún. „Því fleiri, sem gera öðrum þetta ljóst, því sterkari verðum við." Mannfjöldi hafði safnast saman í bænum og gerði hróp að Merkel. Francois Crépeau, mannréttindafulltrúi flóttamanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Evrópusambandið verði að fara nýjar leiðir gagnvart flóttafólki, sem leitar á náðir aðildarríkjanna. Líta þurfi á hreyfanleika fólks yfir landamæri sem eftirsóknarverðan, einungis þannig geti aðildarríkin náð að stjórna landamærum sínum í raun. „Yfirráð yfir landsvæði snúast um að hafa eftirlit með landamærum, að vita hver kemur inn og hver fer í burtu. Það hefur aldrei snúist um að loka landamærunum fyrir fólksflutningum," sagði Crépeau í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær. „Við skulum ekki láta eins og það sem Evrópusambandið og aðildarríki þess eru að gera sé að virka,“ segir hann. „Eðli sínu samkvæmt eru landamæri götótt. Einungis er hægt að tryggja eftirlit með því að bjóða flóttafólki og hælisleitendum löglegar og öruggar leiðir til að fara ferða sinna.“ Í gær fundust um 50 lík í flóttamannabát út af ströndum Líbíu. Áður hafði meira en 400 manns verið bjargað úr bátnum.
Flóttamenn Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira