Fórnarlamb Chelsea-rasistanna: Það á að fangelsa þessa menn Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. febrúar 2015 13:30 Þetta var ljótt að sjá. mynd/skjáskot Þeldökki Parísarbúinn sem varð fyrir kynþáttaníð af hálfu nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir leik enska liðsins og PSG á þriðjudagskvöldið hvetur yfirvöld til að refsa hópnum. Eftir leikinn var fórnarlambinu, Souleymane S., ýtt út úr neðanjarðarlest á Richelieu-Drouot lestarstöðinni af nokkrum stuðningsmönnum Chelsea sem sungu um leið að þeir væru rasistar og þannig vildu þeir hafa það. Atvikið náðist á myndband sem The Guardian birti í gær og hafa menn eðlilega keppst við að fordæma athæfi stuðningsmannanna. Sepp Blatter tjáði sig um málið í gær og þá vill enska knattspyrnusambandið hjálpa Chelsea að banna alla stuðningsmennina sem stóðu að þessu. „Ég vissi ekki að það væri verið að taka þetta upp á myndband. Það að allir eru að tala um atvikið hefur veitt mér hugrekki til að koma fram og tala við lögregluna. Það verður að finna þessa ensku stuðningsmenn, refsa þeim og læsa þá einni fyrir það sem þeir gerðu,“ segir Souleymane S. í viðtali við Le Parisien. „Ég vildi bara fara inn í lestina en hópur enskra stuðningsmanna stóð fyrir mér og ýtti mér út. Ég týndi símanum mínum í látunum. Þeir öskruðu á mig á ensku þannig ég skildi þá ekki alveg.“ „Ég áttaði mig samt á því að þetta voru stuðningsmenn Chelsea og þetta tengdist PSG-leiknum. Ég skildi líka að þeir voru að ráðast á mig vegna litarháttar míns. Þetta kom mér ekkert rosalega á óvart þar sem ég lifi með rasisma. Þetta er þó í fyrsta skiptið sem þetta kemur fyrir í neðanjarðarlestinni,“ segir Souleymane S. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15 Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Nokkrir stuðningsmenn Chelsea ýttu þeldökkum manni aðgang í neðanjarðarlest í gærkvöldi. 18. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Þeldökki Parísarbúinn sem varð fyrir kynþáttaníð af hálfu nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir leik enska liðsins og PSG á þriðjudagskvöldið hvetur yfirvöld til að refsa hópnum. Eftir leikinn var fórnarlambinu, Souleymane S., ýtt út úr neðanjarðarlest á Richelieu-Drouot lestarstöðinni af nokkrum stuðningsmönnum Chelsea sem sungu um leið að þeir væru rasistar og þannig vildu þeir hafa það. Atvikið náðist á myndband sem The Guardian birti í gær og hafa menn eðlilega keppst við að fordæma athæfi stuðningsmannanna. Sepp Blatter tjáði sig um málið í gær og þá vill enska knattspyrnusambandið hjálpa Chelsea að banna alla stuðningsmennina sem stóðu að þessu. „Ég vissi ekki að það væri verið að taka þetta upp á myndband. Það að allir eru að tala um atvikið hefur veitt mér hugrekki til að koma fram og tala við lögregluna. Það verður að finna þessa ensku stuðningsmenn, refsa þeim og læsa þá einni fyrir það sem þeir gerðu,“ segir Souleymane S. í viðtali við Le Parisien. „Ég vildi bara fara inn í lestina en hópur enskra stuðningsmanna stóð fyrir mér og ýtti mér út. Ég týndi símanum mínum í látunum. Þeir öskruðu á mig á ensku þannig ég skildi þá ekki alveg.“ „Ég áttaði mig samt á því að þetta voru stuðningsmenn Chelsea og þetta tengdist PSG-leiknum. Ég skildi líka að þeir voru að ráðast á mig vegna litarháttar míns. Þetta kom mér ekkert rosalega á óvart þar sem ég lifi með rasisma. Þetta er þó í fyrsta skiptið sem þetta kemur fyrir í neðanjarðarlestinni,“ segir Souleymane S.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15 Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Nokkrir stuðningsmenn Chelsea ýttu þeldökkum manni aðgang í neðanjarðarlest í gærkvöldi. 18. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15
Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Nokkrir stuðningsmenn Chelsea ýttu þeldökkum manni aðgang í neðanjarðarlest í gærkvöldi. 18. febrúar 2015 12:00