Bretar kjósa til þings guðsteinn bjarnason skrifar 7. maí 2015 07:00 Borgarstarfsmaður í London gerði í gær hreint fyrir dyrum forsætisráðherrabústaðarins að Downingstræti 10, daginn fyrir þingkosningar. nordicphotos/AFP Allt stefnir í óvenju flókna stöðu í breskum stjórnmálum þegar búið verður að telja úr kjörkössunum, sem kjósendur stinga seðlum sínum í nú í dag. Verkamannaflokki Eds Miliband hefur ekki tekist nýta sér fimm ár í stjórnarandstöðu til að tryggja sér sigur. Honum er ekki spáð nema rúmlega þriðjungi atkvæða, eða álíka miklu og Íhaldsflokki Davids Cameron, sem hefur skapað sér óvinsældir með ströngum sparnaðaraðgerðum sem ekkert lát er sjáanlegt á. Samstarfsflokkurinn í samsteypustjórn Camerons, Frjálslyndi flokkurinn, hefur farið illa út úr stjórnarsamstarfinu og virðist ekki ætla að fá nema níu prósent atkvæða, eða þar um bil. Nick Clegg, leiðtogi frjálslyndra, getur því varla einu sinni boðið Cameron eða Miliband upp á samstarf í samsteypustjórn, því tveggja flokka stjórn með frjálslyndum nær varla þingmeirihluta. Þá kemur væntanlega til kasta Skoska þjóðarflokksins, sem hefur samkvæmt skoðanakönnunum þvílíka yfirburðastöðu í Skotlandi að Nicola Sturgeon, leiðtogi flokksins, getur ráðið úrslitum um það hvort næsta stjórn verður starfhæf. Og hún hefur heitið því að koma Íhaldsflokknum frá völdum. Nýtt þing kemur saman 18. maí næstkomandi. Hafi Cameron þá ekki tekist að mynda stjórn er ætlast til þess að hann segi af sér. Ný stjórn þarf svo að vera tilbúin með lista yfir frumvörp, sem lögð verði fram á þingi næsta árið, fyrir 27. maí. Að minnsta kosti er fastlega reiknað með því að Elísabet drottning lesi þennan dag upp þennan lista í hinni árlegu ræðu sinni á þinginu, sem jafnframt er stefnuræða stjórnarinnar. Kosningakerfið í Bretlandi hefur oftast tryggt annaðhvort Íhaldsflokknum eða Verkamannaflokknum hreinan þingmeirihluta. Þetta virðist þó vera að bregðast annað skiptið í röð. Í síðustu kosningum, árið 2010, náði hvorugur flokkurinn meirihluta, þannig að Íhaldsflokkurinn átti ekki annars kost en að mynda samsteypustjórn með Frjálslynda flokknum. Þetta virðist sumsé ætla að endurtaka sig í dag. Frá því nokkru fyrir seinna stríð er aðeins eitt annað dæmi um að þingkosningar í Bretlandi hafi ekki skilað hreinum þingmeirihluta neins flokks, en það var árið 1974. Kjörstöðum verður lokað klukkan níu í kvöld að staðartíma, eða klukkan átta að íslenskum tíma. Búist er við fyrstu tölum fljótlega eftir það en að lokaniðurstöður verði ljósar síðdegis á morgun. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Allt stefnir í óvenju flókna stöðu í breskum stjórnmálum þegar búið verður að telja úr kjörkössunum, sem kjósendur stinga seðlum sínum í nú í dag. Verkamannaflokki Eds Miliband hefur ekki tekist nýta sér fimm ár í stjórnarandstöðu til að tryggja sér sigur. Honum er ekki spáð nema rúmlega þriðjungi atkvæða, eða álíka miklu og Íhaldsflokki Davids Cameron, sem hefur skapað sér óvinsældir með ströngum sparnaðaraðgerðum sem ekkert lát er sjáanlegt á. Samstarfsflokkurinn í samsteypustjórn Camerons, Frjálslyndi flokkurinn, hefur farið illa út úr stjórnarsamstarfinu og virðist ekki ætla að fá nema níu prósent atkvæða, eða þar um bil. Nick Clegg, leiðtogi frjálslyndra, getur því varla einu sinni boðið Cameron eða Miliband upp á samstarf í samsteypustjórn, því tveggja flokka stjórn með frjálslyndum nær varla þingmeirihluta. Þá kemur væntanlega til kasta Skoska þjóðarflokksins, sem hefur samkvæmt skoðanakönnunum þvílíka yfirburðastöðu í Skotlandi að Nicola Sturgeon, leiðtogi flokksins, getur ráðið úrslitum um það hvort næsta stjórn verður starfhæf. Og hún hefur heitið því að koma Íhaldsflokknum frá völdum. Nýtt þing kemur saman 18. maí næstkomandi. Hafi Cameron þá ekki tekist að mynda stjórn er ætlast til þess að hann segi af sér. Ný stjórn þarf svo að vera tilbúin með lista yfir frumvörp, sem lögð verði fram á þingi næsta árið, fyrir 27. maí. Að minnsta kosti er fastlega reiknað með því að Elísabet drottning lesi þennan dag upp þennan lista í hinni árlegu ræðu sinni á þinginu, sem jafnframt er stefnuræða stjórnarinnar. Kosningakerfið í Bretlandi hefur oftast tryggt annaðhvort Íhaldsflokknum eða Verkamannaflokknum hreinan þingmeirihluta. Þetta virðist þó vera að bregðast annað skiptið í röð. Í síðustu kosningum, árið 2010, náði hvorugur flokkurinn meirihluta, þannig að Íhaldsflokkurinn átti ekki annars kost en að mynda samsteypustjórn með Frjálslynda flokknum. Þetta virðist sumsé ætla að endurtaka sig í dag. Frá því nokkru fyrir seinna stríð er aðeins eitt annað dæmi um að þingkosningar í Bretlandi hafi ekki skilað hreinum þingmeirihluta neins flokks, en það var árið 1974. Kjörstöðum verður lokað klukkan níu í kvöld að staðartíma, eða klukkan átta að íslenskum tíma. Búist er við fyrstu tölum fljótlega eftir það en að lokaniðurstöður verði ljósar síðdegis á morgun.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira