Enski boltinn

Depay þakkar Giggs fyrir hjálpina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Memphis Depay var á skotskónum fyrir Manchester United í fyrsta sinn í sex leikjum þegar hann skoraði í 2-1 sigri United á Watford um helgina. Markið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Depay byrjaði tímabilið af miklum krafti eftir að hann kom frá PSV Eindhoven í sumar en gaf síðan eftir. Hann hefur greint frá því að Ryan Giggs, aðstoðarstjóri United, hafi hjálpað sér mikið.

„Ég held að allir ungir leikmenn gangi í gegnum svona lagað en ég held áfram að æfa og nýt þess,“ sagði Depay við fjölmiðla ytra. „Ég hef lært mikið og Ryan Giggs hefur gefið mér góð ráð. Ég hef unnið í ýmsum þáttum með honum.“

Sjá einnig: Van Gaal: Bjóst við meira frá Depay

„Maður þarf allan þann stuðning sem maður fær og að leggja sig fram á æfingum. Það er sérstaklega gott að fá aðstoð þegar hlutirnir ganga ekki nógu vel.“

Depay segir að það sé mikilvægt fyrir sig að skora mörk og að sigurinn um helgina hafi sent öðrum liðum skilaboð. „Það eru margir erfiðir leikir fram undan og við erum að glíma við alls konar meiðsli. En ef okkur tekst að vinna eins marga leiki og við getum um jólin verðum við í góðum málum.“


Tengdar fréttir

Van Gaal: Bjóst við meira frá Depay

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, segir í fjölmiðlum ytra að hann hafi búist við búist við meira frá samlanda sínum Memphis Depay.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×