Enski boltinn

Van Gaal: Bjóst við meira frá Depay

Stefán Árni Pálsson skrifar
Memphis Depay hefur ekki fylgt eftir góðri byrjun.
Memphis Depay hefur ekki fylgt eftir góðri byrjun. vísir/getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, segir í fjölmiðlum ytra að hann hafi búist við búist við meira frá samlanda sínum Memphis Depay.

Van Gaal segir einnig að leikmaðurinn verði að bæta sig töluvert til að ná sér í sæti í byrjunarliði United.

Þessi 21 árs leikmaður hefur ekki verið í byrjunarliði United síðan að liðið tapaði fyrir Arsenal, 3-0, í byrjun október.

„Auðvitað bjóst ég við honum sterkari, annars væri hann enn í byrjunarliðinum,“ sagði Van Gaal.

„Ég varð bara að leita eftir öðrum lausnum í liðinu og þar má nefna Jesse Lingard og Andreas Pereira. Depay lítur reyndar alltaf mjög vel út á æfingum og því alltaf möguleiki að hann fái tækifæri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×