Ricky Gervais fordæmir grindadráp Færeyinga Bjarki Ármannsson skrifar 24. júlí 2015 20:50 Breski grínistinn Ricky Gervais gerir grindadráp Færeyinga að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í dag. Vísir Breski grínistinn Ricky Gervais gerir grindadráp Færeyinga að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í dag, en fyrr í dag birtu samtökin Sea Shepherd myndband af veiðunum. „Hörmuleg hvalaslátrun í Færeyjunum,“ skrifar Gervais með mynd af grindadrápi. „Eins gott að við fundum nýja Jörð, því við erum alveg að rústa þessari.“ Gervais er einn allra vinsælasti grínisti heims og rúmlega þrjár milljónir manna fylgjast með Facebook-síðu hans. Þar gagnrýnir hann reglulega slæma meðferð dýra hvaðanæva að úr heiminum. Grindaveiðar í Færeyjum eru alls ekki óumdeildar, en Færeyingar hafa stundað þær í mörg hundruð ár. Veiðiaðferðin felst í því að grindhvalahjörð er króuð af og rekin að landi þar sem dýrunum er slátrað með krókum og hnífum. Iðjan er bönnuð í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Líkt og sést á myndbandi Sea Shepherd, litast sjórinn af blóði við veiðarnar en hvalkjötið þykir betra eftir því sem meira blóð rennur úr hræinu. Vekur sjónin óhug hjá mörgum en Færeyingar segja veiðarnar bæði mikilvægan hluta af menningu þeirra og nauðsynlegar til fæðuöflunar.Tragic whale slaughter in Faroe Islands. It's good we've found a twin Earth because we're really fucking up this one.Posted by Ricky Gervais on 24. júlí 2015 Tengdar fréttir Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Breski grínistinn Ricky Gervais gerir grindadráp Færeyinga að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í dag, en fyrr í dag birtu samtökin Sea Shepherd myndband af veiðunum. „Hörmuleg hvalaslátrun í Færeyjunum,“ skrifar Gervais með mynd af grindadrápi. „Eins gott að við fundum nýja Jörð, því við erum alveg að rústa þessari.“ Gervais er einn allra vinsælasti grínisti heims og rúmlega þrjár milljónir manna fylgjast með Facebook-síðu hans. Þar gagnrýnir hann reglulega slæma meðferð dýra hvaðanæva að úr heiminum. Grindaveiðar í Færeyjum eru alls ekki óumdeildar, en Færeyingar hafa stundað þær í mörg hundruð ár. Veiðiaðferðin felst í því að grindhvalahjörð er króuð af og rekin að landi þar sem dýrunum er slátrað með krókum og hnífum. Iðjan er bönnuð í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Líkt og sést á myndbandi Sea Shepherd, litast sjórinn af blóði við veiðarnar en hvalkjötið þykir betra eftir því sem meira blóð rennur úr hræinu. Vekur sjónin óhug hjá mörgum en Færeyingar segja veiðarnar bæði mikilvægan hluta af menningu þeirra og nauðsynlegar til fæðuöflunar.Tragic whale slaughter in Faroe Islands. It's good we've found a twin Earth because we're really fucking up this one.Posted by Ricky Gervais on 24. júlí 2015
Tengdar fréttir Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48