Hryðjuverkahópurinn ISIS hefur birt myndband þar sem því er hótað að taka tvo japanska gísla af lífi ef að Japan borgar ekki lausnargjald fyrir þá.
Í myndbandinu gagnrýnir meðlimur hryðjuverkahópsins japönsk stjórnvöld fyrir að hjálpa löndum sem berjast gegn ISIS.
Maðurinn segir að hann muni drepa gíslana tvo sem krjúpa fyrir framan hann ef lausnargjald upp á 200 milljónir dollara verður ekki greitt innan 72 klukkutíma.
Japanska utanríkisráðuneytið sagði við fréttastofu BBC að það vissi af myndbandinu en neitaði að tjá sig frekar um málið.
Hóta að taka japanska gísla af lífi
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
