Enski boltinn

Sherwood ráðinn til Villa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sherwood er tekinn við Villa.
Sherwood er tekinn við Villa. Vísir/Getty
Tim Sherwood hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Aston Villa fram til ársins 2018, en félagið staðfesti þetta í dag.

Sögusagnir hafa verið í gangi undanfarna daga að Sherwood ætti í viðræðum við Aston Villa og um hádegið var svo staðfest að hann hafi verið ráðinn til Villa.

Hann tekur við starfinu af Paul Lambert sem var rekinn í vikunni, en Aston Villa hefur gengið afleitlega í vetur. Villa er í átjándi sæti með 22 stig.

Sherwood er 46 ára gamall Englendingur sem spilaði þrjá A-landsleiki fyrir England á sínum tíma. Hann spilaði með Blackburn og Tottenham meðal annars, en hann þjálfaði Tottenham í hálft ár; frá desember 2013 til maí 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×