Ermarsundsgarpurinn Sigrún: Mikið hlegið og grátið í bátnum á leiðinni heim Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. ágúst 2015 10:24 „Ég á svolítið erfitt með að tala núna þar sem munnurinn á mér allur í salti en ég geri mitt besta,“ segir Sigrún Þuríður Geirsdóttir en hún varð í gær fyrsta íslenska konan til að synda einsömul yfir Ermarsundið. Sundið tók Sigrúnu 23 klukkustundir og 30 mínútur. Þetta var í þriðja skiptið sem hún fer yfir sundið en í fyrri tvö skiptin synti hún með boðsundsveit. Þar til í gær hafði Benedikt Hjartarson verið eini Íslendingurinn til að ná þeim áfanga en það gerði hann árið 2008. Stysta leið yfir sundið er 34 kílómetrar í beinni loftlínu en vegalengdin sem Sigrún synti var sennilega tvöfalt lengri þar sem öldur og straumar hafsins báru hana af leið. „Þetta var svo miklu, miklu meira en ég hafði búist við. Til að mynda síðustu 300 metrarnir í land, ég held það hafi tekið mig um eina og hálfa klukkustund að ljúka þeim því straumurinn ýtti mér alltaf aftur til baka.“Fékk í magann eftir fimm klukkustundir Þeir sem þreyta sundið mega ekki snerta bátinn sem fylgir þeim og er því réttur matur með veiðistöng. Það bætti ekki úr skák að eftir um fimm klukkustunda sund fékk Sigrún í magann og hélt litlu niðri. Til að fá einhverja næringu borðaði hún súkkulaði og drakk kók til að ljúka sundinu. „Líkaminn er svo ótrúlegur. Þegar maður er við það að gefast upp og manni finnist eins og maður eigi ekkert eftir þá finnst alltaf einhver örlítill dropi til að keyra sig áfram,“ segir hún en bætir við að í dag sé hún alveg búin á því. Til að mynda finni hún sama sem ekkert fyrir höndunum.Ætlar ekki aftur einsömul Er sundinu lauk tók við sigling aftur til Dover og segir Sigrún að það hafi verið miklar tilfinningar á leiðinni aftur yfir. „Við sátum saman í bátnum og hlógum og grétum á víxl. Þetta var í raun ólýsanlegt. Ég er viss um að þetta hefði ekki tekist hefði ég ekki verið með svona stórkostlegt fólk með mér allan tímann til að styðja við mig.“ „Það var líka frábært að koma heim og sjá öll skeytin og heillaóskirnar frá fólki heima í gegnum Facebook. Hláturinn og gráturinn héldu áfram þegar á hótelherbergið var komið,“ segir Sigrún. Fram undan er verðskulduð hvíld og frí en Sigrún gerir ráð fyrir því að snúa aftur heim til Íslands á þriðjudag. Líkt og áður hefur komið fram var þetta í þriðja sinn sem Sigrún tekst á við Ermarsundið en í fyrsta skipti einsömul. Því er ekki úr vegi að spyrja hvort hún ætli sér að fara aðra ferð yfir. „Nei. Það held ég ekki. Ég held ég geri þetta ekki aftur. Einu sinni er nóg fyrir mig,“ bætir hún við hlæjandi að lokum. Tengdar fréttir Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Sigrún Þuríður Geirsdóttir var 23 klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni en hún náði þessu í fyrstu tilraun. 8. ágúst 2015 21:38 Íslenskar sækýr synda yfir Ermarsund í júní Sex íslenskar konur hyggjast synda boðsund yfir Ermarsund og til baka í júní. Þær nefna hópinn Sækýrnar. Liðsstjórinn kveður þær þrautreynda "dísilmótora“. Gera á heimildarmynd um sundið sem gæti varað 30 tíma. "Leynivinir“ styrkja hópinn. 22. janúar 2013 07:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Ég á svolítið erfitt með að tala núna þar sem munnurinn á mér allur í salti en ég geri mitt besta,“ segir Sigrún Þuríður Geirsdóttir en hún varð í gær fyrsta íslenska konan til að synda einsömul yfir Ermarsundið. Sundið tók Sigrúnu 23 klukkustundir og 30 mínútur. Þetta var í þriðja skiptið sem hún fer yfir sundið en í fyrri tvö skiptin synti hún með boðsundsveit. Þar til í gær hafði Benedikt Hjartarson verið eini Íslendingurinn til að ná þeim áfanga en það gerði hann árið 2008. Stysta leið yfir sundið er 34 kílómetrar í beinni loftlínu en vegalengdin sem Sigrún synti var sennilega tvöfalt lengri þar sem öldur og straumar hafsins báru hana af leið. „Þetta var svo miklu, miklu meira en ég hafði búist við. Til að mynda síðustu 300 metrarnir í land, ég held það hafi tekið mig um eina og hálfa klukkustund að ljúka þeim því straumurinn ýtti mér alltaf aftur til baka.“Fékk í magann eftir fimm klukkustundir Þeir sem þreyta sundið mega ekki snerta bátinn sem fylgir þeim og er því réttur matur með veiðistöng. Það bætti ekki úr skák að eftir um fimm klukkustunda sund fékk Sigrún í magann og hélt litlu niðri. Til að fá einhverja næringu borðaði hún súkkulaði og drakk kók til að ljúka sundinu. „Líkaminn er svo ótrúlegur. Þegar maður er við það að gefast upp og manni finnist eins og maður eigi ekkert eftir þá finnst alltaf einhver örlítill dropi til að keyra sig áfram,“ segir hún en bætir við að í dag sé hún alveg búin á því. Til að mynda finni hún sama sem ekkert fyrir höndunum.Ætlar ekki aftur einsömul Er sundinu lauk tók við sigling aftur til Dover og segir Sigrún að það hafi verið miklar tilfinningar á leiðinni aftur yfir. „Við sátum saman í bátnum og hlógum og grétum á víxl. Þetta var í raun ólýsanlegt. Ég er viss um að þetta hefði ekki tekist hefði ég ekki verið með svona stórkostlegt fólk með mér allan tímann til að styðja við mig.“ „Það var líka frábært að koma heim og sjá öll skeytin og heillaóskirnar frá fólki heima í gegnum Facebook. Hláturinn og gráturinn héldu áfram þegar á hótelherbergið var komið,“ segir Sigrún. Fram undan er verðskulduð hvíld og frí en Sigrún gerir ráð fyrir því að snúa aftur heim til Íslands á þriðjudag. Líkt og áður hefur komið fram var þetta í þriðja sinn sem Sigrún tekst á við Ermarsundið en í fyrsta skipti einsömul. Því er ekki úr vegi að spyrja hvort hún ætli sér að fara aðra ferð yfir. „Nei. Það held ég ekki. Ég held ég geri þetta ekki aftur. Einu sinni er nóg fyrir mig,“ bætir hún við hlæjandi að lokum.
Tengdar fréttir Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Sigrún Þuríður Geirsdóttir var 23 klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni en hún náði þessu í fyrstu tilraun. 8. ágúst 2015 21:38 Íslenskar sækýr synda yfir Ermarsund í júní Sex íslenskar konur hyggjast synda boðsund yfir Ermarsund og til baka í júní. Þær nefna hópinn Sækýrnar. Liðsstjórinn kveður þær þrautreynda "dísilmótora“. Gera á heimildarmynd um sundið sem gæti varað 30 tíma. "Leynivinir“ styrkja hópinn. 22. janúar 2013 07:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Sigrún Þuríður Geirsdóttir var 23 klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni en hún náði þessu í fyrstu tilraun. 8. ágúst 2015 21:38
Íslenskar sækýr synda yfir Ermarsund í júní Sex íslenskar konur hyggjast synda boðsund yfir Ermarsund og til baka í júní. Þær nefna hópinn Sækýrnar. Liðsstjórinn kveður þær þrautreynda "dísilmótora“. Gera á heimildarmynd um sundið sem gæti varað 30 tíma. "Leynivinir“ styrkja hópinn. 22. janúar 2013 07:00