Ermarsundsgarpurinn Sigrún: Mikið hlegið og grátið í bátnum á leiðinni heim Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. ágúst 2015 10:24 „Ég á svolítið erfitt með að tala núna þar sem munnurinn á mér allur í salti en ég geri mitt besta,“ segir Sigrún Þuríður Geirsdóttir en hún varð í gær fyrsta íslenska konan til að synda einsömul yfir Ermarsundið. Sundið tók Sigrúnu 23 klukkustundir og 30 mínútur. Þetta var í þriðja skiptið sem hún fer yfir sundið en í fyrri tvö skiptin synti hún með boðsundsveit. Þar til í gær hafði Benedikt Hjartarson verið eini Íslendingurinn til að ná þeim áfanga en það gerði hann árið 2008. Stysta leið yfir sundið er 34 kílómetrar í beinni loftlínu en vegalengdin sem Sigrún synti var sennilega tvöfalt lengri þar sem öldur og straumar hafsins báru hana af leið. „Þetta var svo miklu, miklu meira en ég hafði búist við. Til að mynda síðustu 300 metrarnir í land, ég held það hafi tekið mig um eina og hálfa klukkustund að ljúka þeim því straumurinn ýtti mér alltaf aftur til baka.“Fékk í magann eftir fimm klukkustundir Þeir sem þreyta sundið mega ekki snerta bátinn sem fylgir þeim og er því réttur matur með veiðistöng. Það bætti ekki úr skák að eftir um fimm klukkustunda sund fékk Sigrún í magann og hélt litlu niðri. Til að fá einhverja næringu borðaði hún súkkulaði og drakk kók til að ljúka sundinu. „Líkaminn er svo ótrúlegur. Þegar maður er við það að gefast upp og manni finnist eins og maður eigi ekkert eftir þá finnst alltaf einhver örlítill dropi til að keyra sig áfram,“ segir hún en bætir við að í dag sé hún alveg búin á því. Til að mynda finni hún sama sem ekkert fyrir höndunum.Ætlar ekki aftur einsömul Er sundinu lauk tók við sigling aftur til Dover og segir Sigrún að það hafi verið miklar tilfinningar á leiðinni aftur yfir. „Við sátum saman í bátnum og hlógum og grétum á víxl. Þetta var í raun ólýsanlegt. Ég er viss um að þetta hefði ekki tekist hefði ég ekki verið með svona stórkostlegt fólk með mér allan tímann til að styðja við mig.“ „Það var líka frábært að koma heim og sjá öll skeytin og heillaóskirnar frá fólki heima í gegnum Facebook. Hláturinn og gráturinn héldu áfram þegar á hótelherbergið var komið,“ segir Sigrún. Fram undan er verðskulduð hvíld og frí en Sigrún gerir ráð fyrir því að snúa aftur heim til Íslands á þriðjudag. Líkt og áður hefur komið fram var þetta í þriðja sinn sem Sigrún tekst á við Ermarsundið en í fyrsta skipti einsömul. Því er ekki úr vegi að spyrja hvort hún ætli sér að fara aðra ferð yfir. „Nei. Það held ég ekki. Ég held ég geri þetta ekki aftur. Einu sinni er nóg fyrir mig,“ bætir hún við hlæjandi að lokum. Tengdar fréttir Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Sigrún Þuríður Geirsdóttir var 23 klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni en hún náði þessu í fyrstu tilraun. 8. ágúst 2015 21:38 Íslenskar sækýr synda yfir Ermarsund í júní Sex íslenskar konur hyggjast synda boðsund yfir Ermarsund og til baka í júní. Þær nefna hópinn Sækýrnar. Liðsstjórinn kveður þær þrautreynda "dísilmótora“. Gera á heimildarmynd um sundið sem gæti varað 30 tíma. "Leynivinir“ styrkja hópinn. 22. janúar 2013 07:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Sjá meira
„Ég á svolítið erfitt með að tala núna þar sem munnurinn á mér allur í salti en ég geri mitt besta,“ segir Sigrún Þuríður Geirsdóttir en hún varð í gær fyrsta íslenska konan til að synda einsömul yfir Ermarsundið. Sundið tók Sigrúnu 23 klukkustundir og 30 mínútur. Þetta var í þriðja skiptið sem hún fer yfir sundið en í fyrri tvö skiptin synti hún með boðsundsveit. Þar til í gær hafði Benedikt Hjartarson verið eini Íslendingurinn til að ná þeim áfanga en það gerði hann árið 2008. Stysta leið yfir sundið er 34 kílómetrar í beinni loftlínu en vegalengdin sem Sigrún synti var sennilega tvöfalt lengri þar sem öldur og straumar hafsins báru hana af leið. „Þetta var svo miklu, miklu meira en ég hafði búist við. Til að mynda síðustu 300 metrarnir í land, ég held það hafi tekið mig um eina og hálfa klukkustund að ljúka þeim því straumurinn ýtti mér alltaf aftur til baka.“Fékk í magann eftir fimm klukkustundir Þeir sem þreyta sundið mega ekki snerta bátinn sem fylgir þeim og er því réttur matur með veiðistöng. Það bætti ekki úr skák að eftir um fimm klukkustunda sund fékk Sigrún í magann og hélt litlu niðri. Til að fá einhverja næringu borðaði hún súkkulaði og drakk kók til að ljúka sundinu. „Líkaminn er svo ótrúlegur. Þegar maður er við það að gefast upp og manni finnist eins og maður eigi ekkert eftir þá finnst alltaf einhver örlítill dropi til að keyra sig áfram,“ segir hún en bætir við að í dag sé hún alveg búin á því. Til að mynda finni hún sama sem ekkert fyrir höndunum.Ætlar ekki aftur einsömul Er sundinu lauk tók við sigling aftur til Dover og segir Sigrún að það hafi verið miklar tilfinningar á leiðinni aftur yfir. „Við sátum saman í bátnum og hlógum og grétum á víxl. Þetta var í raun ólýsanlegt. Ég er viss um að þetta hefði ekki tekist hefði ég ekki verið með svona stórkostlegt fólk með mér allan tímann til að styðja við mig.“ „Það var líka frábært að koma heim og sjá öll skeytin og heillaóskirnar frá fólki heima í gegnum Facebook. Hláturinn og gráturinn héldu áfram þegar á hótelherbergið var komið,“ segir Sigrún. Fram undan er verðskulduð hvíld og frí en Sigrún gerir ráð fyrir því að snúa aftur heim til Íslands á þriðjudag. Líkt og áður hefur komið fram var þetta í þriðja sinn sem Sigrún tekst á við Ermarsundið en í fyrsta skipti einsömul. Því er ekki úr vegi að spyrja hvort hún ætli sér að fara aðra ferð yfir. „Nei. Það held ég ekki. Ég held ég geri þetta ekki aftur. Einu sinni er nóg fyrir mig,“ bætir hún við hlæjandi að lokum.
Tengdar fréttir Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Sigrún Þuríður Geirsdóttir var 23 klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni en hún náði þessu í fyrstu tilraun. 8. ágúst 2015 21:38 Íslenskar sækýr synda yfir Ermarsund í júní Sex íslenskar konur hyggjast synda boðsund yfir Ermarsund og til baka í júní. Þær nefna hópinn Sækýrnar. Liðsstjórinn kveður þær þrautreynda "dísilmótora“. Gera á heimildarmynd um sundið sem gæti varað 30 tíma. "Leynivinir“ styrkja hópinn. 22. janúar 2013 07:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Sjá meira
Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Sigrún Þuríður Geirsdóttir var 23 klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni en hún náði þessu í fyrstu tilraun. 8. ágúst 2015 21:38
Íslenskar sækýr synda yfir Ermarsund í júní Sex íslenskar konur hyggjast synda boðsund yfir Ermarsund og til baka í júní. Þær nefna hópinn Sækýrnar. Liðsstjórinn kveður þær þrautreynda "dísilmótora“. Gera á heimildarmynd um sundið sem gæti varað 30 tíma. "Leynivinir“ styrkja hópinn. 22. janúar 2013 07:00