Enski boltinn

Terry: Ekki nóg að segja takk

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
John Terry, fyrirliði Chelsea, segir að gærdagurinn hafi verið sorglegur fyrir félagið en það ákvað þá að segja Jose Mourinho upp störfum.

„Mun sakna þín, stjóri,“ skrifaði Terry á Instagram-síðuna sína. „Sá allra besti sem ég hef nokkru sinni starfað með. Við eigum ótrúlegar minningar saman.“

Cesc Fabregas þakkaði einnig Mourinho fyrir samstarfið á sinni síðu og segist hann standa í þakkarskuld við Portúgalann.

Færslur þeirra má sjá hér fyrir neðan, sem og kveðju Cesar Azpilicueta á Facebook í gær.

Today is a sad day. I would publicly like to thank José Mourinho for his contribution to this club and for everything he...

Posted by Cesar Azpilicueta on Thursday, December 17, 2015

Tengdar fréttir

Chelsea leitar aftur til Hiddink

The Telegraph fullyrðir að Chelsea sé búið að ganga frá skammtímasamningi við Hollendinginn Guus Hiddink.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×