Enski boltinn

Ágreiningur Mourinho við leikmenn áþreifanlegur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Það kom ekki annað til greina en að reka Jose Mourinho að sögn Michael Emanalo, yfirmann tæknimála hjá Chelsea.

Mourinho gerði Chelsea að Englandsmeisturum fyrir aðeins sjö mánuðum síðan en liðið hefur aðeins unnið fjóra af fyrstu sextán leikjum sínum í ár og er einu stigi frá fallsæti.

Sjá einnig: Mourinho rekinn frá Chelsea

Mourinho var svo rekinn í gær en The Guardian greinir frá því að honum hafi verið tilkynnt ákvörðun félagsins á tíu mínútna fundi með stjórnarformanninum Bruce Buck og framkvæmdastjóranum Eugene Tenenbaum.

Fundurinn átti sér aðeins stuttu eftir að starfsmenn og leikmenn Chelsea hafi setið saman í sérstökum jólahádegisverði.

Emanalo ræddi svo ákvörðun félagsins að reka Mourinho í viðtali sem birtist á sjónvarpsstöð félagsins í gær.

„Svo virtist vera að það hafi verið áþreifanlegur ágreiningur á milli Mourinho og leikmannanna. Við töldum að það væri tímabært að grípa til aðgerða,“ sagði hann.

„Eigandinn þurfti að taka ákvörðun sem var mjög erfið en með hagsmuni félagsins í huga. Við erum einu stigi frá fallsæti og það er ekki nógu gott. Allir stuðningsmenn skilja að félagið er í vandræðu og eitthvað þurfti að gera.“

Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Chelsea leitar aftur til Hiddink

The Telegraph fullyrðir að Chelsea sé búið að ganga frá skammtímasamningi við Hollendinginn Guus Hiddink.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×