Enski boltinn

Tilkynnt um ráðningu Hiddink í Ástralíu?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Eins og áður hefur verið greint frá er talið líklegast að Guus Hiddink muni taka við Chelsea og stýra liðinu til loka tímabilsins.

Jose Mourinho var rekinn frá Chelsea í gær eftir skelfilegt gengi liðsins í upphafi tímabilsins.

Sjá einnig: Mourinho rekinn frá Chelsea

Enska félagið hefur ekki enn tilkynnt um hver muni taka við liðinu en ástralska knattspyrnusambandið tilkynnti hins vegar á Twitter-síðu sinni að Hiddink væri á leið til Lundúna.

Hiddink var áður landsliðsþjálfari Ástralíu en áðurnefndri færslu var síðar eytt. Hiddink fór með Ástalíu á HM 2006 þar sem liðið komst áfram upp úr sínum riðli.

Hollendingurinn Guus Hiddink er 69 ára og var tímabundið við stjórn hjá félaginu árið 2009. Liðið varð þá enskur bikarmeistari undir hans stjórn.

Sjá einnig: Chelsea leitar aftur til Hiddink

Hann hætti þó með hollenska landsliðið í sumar eftir slæmt gengi í undankeppni EM 2016 en Hollendingum mistókst svo í haust að tryggja sér farseðilinn til Frakklands.

Mateja Kezman, fyrrum leikmaður Chelsea, fullyrti enn fremur í gær að Hiddink hafi sagt sér að hann væri á leið til Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×