Mourinho rekinn frá Chelsea Eiríkur Stefán Ásgerisson skrifar 17. desember 2015 14:46 Mourinho stígur úr stjórastólnum. Vísir/Getty Franskir og enskir fjölmiðlar fullyrða að Jose Mourinho hafi verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri Engladsmeistara Chelsea. Franski fréttavefurinn Info Sport Plus greindi frá þessu fyrst en enskir fjölmiðlar, eins og BBC og Daily Mail, staðfesti það stuttu síðar.Uppfært 15.19: Chelsea hefur nú staðfest á heimasíðu sinni að Mourinho sé hættur og fullyrða að það hafi verið sameiginleg ákvörðun aðila. „Félagið vill gera öllum ljóst að Jose fer frá okkur í góðu og verður ávallt í miklum metum hjá Chelsea,“ segir í yfirlýsingunni. Mourinho skrifaði undir nýjan samning við Chelsea fyrir aðeins fjórum mánuðum síðan og samkvæmt enskum fjölmiðlum þarf félagið að greiða honum 40 milljónir punda, jafnvirði 7,8 milljarða króna, við uppsögnina.Sjá einnig: Stjórn Chelsea á neyðarfund vegna Mourinho Ekkert hefur gengið hjá Chelsea í ár en Englandsmeistararnir hafa unnið fjóra af sextán leiki sína til þessa á tímabilinu og er aðeins einu stigi frá fallsæti. Mourinho gerði Chelsea að Englandsmeisturunum fyrir aðeins sjö mánuðum síðan en Chelsea endaði með átta stiga forystu á næsta lið. Lokaleikur hans með liðið var á mánudagskvöldið er liðið tapaði fyrir Leicester, 2-1.Eva Carneiro hleypur inn á völlinn þegar Eden Hazard meiðist gegn Swansea þann 8. ágúst. Mourinho trylltist vegna þessa og úr varð mikið fjölmiðlafár.Vísir/GettyEftir leikinn gagnrýndi Mourinho leikmenn sína harkalega og sagði að þeir hefðu með frammistöðu sinni í leiknum svikið sig. Síðustu daga hefur verið fullyrt í enskum miðlum að Mourinho hafi að undanförnu misst traust leikmanna sinna.Sjá einnig: Sjáðu umdeilt viðtal við Mourinho Tímabilið byrjaði illa strax í haust og deilur hans við lækna liðsins, allra helst Evu Carneiro, voru afar áberandi í fjölmiðlum strax í ágúst. Engu að síður hélt Roman Abramovich, eigandi Chelsea, og stjórn félagsins, tryggð við Mourinho en hún er nú á þrotum.Sjá einnig: Chelsea segist vera með rétta knattspyrnustjórann Samkvæmt BBC þykja þeir Pep Guardiola, Guus Hiddink, Brendan Rodgers og Juande Ramos líklegastir til að taka við starfinu.Mourinho tapaði fyrir Leicester, 2-1, í sínum síðasta leik með Chelsea.Vísir/GettyMourinho stýrði Chelsea fyrst frá 2004-2007 og vann þá tvo Englandsmeistaratitla með félaginu. Hann sneri svo aftur til Lundúna 2013 og vann þriðja titilinn nú í vor, sem fyrr segir.Sjá einnig: Mourinho: Ég er rétti maðurin fyrir starfið Chelsea er þrátt fyrir allt komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mun mæta franska stórliðinu PSG í febrúar og mars á næsta ári. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Sjá meira
Franskir og enskir fjölmiðlar fullyrða að Jose Mourinho hafi verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri Engladsmeistara Chelsea. Franski fréttavefurinn Info Sport Plus greindi frá þessu fyrst en enskir fjölmiðlar, eins og BBC og Daily Mail, staðfesti það stuttu síðar.Uppfært 15.19: Chelsea hefur nú staðfest á heimasíðu sinni að Mourinho sé hættur og fullyrða að það hafi verið sameiginleg ákvörðun aðila. „Félagið vill gera öllum ljóst að Jose fer frá okkur í góðu og verður ávallt í miklum metum hjá Chelsea,“ segir í yfirlýsingunni. Mourinho skrifaði undir nýjan samning við Chelsea fyrir aðeins fjórum mánuðum síðan og samkvæmt enskum fjölmiðlum þarf félagið að greiða honum 40 milljónir punda, jafnvirði 7,8 milljarða króna, við uppsögnina.Sjá einnig: Stjórn Chelsea á neyðarfund vegna Mourinho Ekkert hefur gengið hjá Chelsea í ár en Englandsmeistararnir hafa unnið fjóra af sextán leiki sína til þessa á tímabilinu og er aðeins einu stigi frá fallsæti. Mourinho gerði Chelsea að Englandsmeisturunum fyrir aðeins sjö mánuðum síðan en Chelsea endaði með átta stiga forystu á næsta lið. Lokaleikur hans með liðið var á mánudagskvöldið er liðið tapaði fyrir Leicester, 2-1.Eva Carneiro hleypur inn á völlinn þegar Eden Hazard meiðist gegn Swansea þann 8. ágúst. Mourinho trylltist vegna þessa og úr varð mikið fjölmiðlafár.Vísir/GettyEftir leikinn gagnrýndi Mourinho leikmenn sína harkalega og sagði að þeir hefðu með frammistöðu sinni í leiknum svikið sig. Síðustu daga hefur verið fullyrt í enskum miðlum að Mourinho hafi að undanförnu misst traust leikmanna sinna.Sjá einnig: Sjáðu umdeilt viðtal við Mourinho Tímabilið byrjaði illa strax í haust og deilur hans við lækna liðsins, allra helst Evu Carneiro, voru afar áberandi í fjölmiðlum strax í ágúst. Engu að síður hélt Roman Abramovich, eigandi Chelsea, og stjórn félagsins, tryggð við Mourinho en hún er nú á þrotum.Sjá einnig: Chelsea segist vera með rétta knattspyrnustjórann Samkvæmt BBC þykja þeir Pep Guardiola, Guus Hiddink, Brendan Rodgers og Juande Ramos líklegastir til að taka við starfinu.Mourinho tapaði fyrir Leicester, 2-1, í sínum síðasta leik með Chelsea.Vísir/GettyMourinho stýrði Chelsea fyrst frá 2004-2007 og vann þá tvo Englandsmeistaratitla með félaginu. Hann sneri svo aftur til Lundúna 2013 og vann þriðja titilinn nú í vor, sem fyrr segir.Sjá einnig: Mourinho: Ég er rétti maðurin fyrir starfið Chelsea er þrátt fyrir allt komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mun mæta franska stórliðinu PSG í febrúar og mars á næsta ári.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Sjá meira