„Mér finnst vera kominn tími á breytingar og það má alveg opna aðeins á umræðuna. Ég hef margar hugmyndir varðandi framtíðina.“
Þetta sagði Jónas Ýmir Jónasson við íþróttadeild 365 í dag, en hann var tekinn húsi í Suðurbæjarlaug þar sem hann starfar.
Jónas Ýmir hefur boðið sig fram til formanns KSÍ og fer því í framboð gegn sitjandi formanni, Geir Þorsteinssyni.
„Landsbyggðin er mér ofarlega í huga. Það þarf líka að fara að niðurgreiða ferðakostnað félaganna út á landi. Það þarf að semja um betri kjör á þessu,“ segir Jónas Ýmir um framtíð fótboltans hér heima.
„Ég hef miklar áhyggjur af fótboltanum úti á landi. Þar höfum við fengið marga atvinnumenn í gegnum tíðina og við þurfum að halda utan um landsbyggðina.“
Hann viðurkennir að næsta vika eða svo verði erfið þar sem Geir Þorsteinsson hefur verið formaður sambandsins í átta ár og starfað þar í 18 ár.
„Það er ekkert grín að fara að velta sitjandi formanni úr sessi sem er búinn að vera þarna í átta ár. Geir hefur unnið gott starf en mér finnst vanta smá endurnýjun. Það hafa bara verið þrír formenn KSÍ síðan 1970,“ segir Jónas Ýmir Jónasson.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Jónas Ýmir: Hef miklar áhyggjur af fótboltanum á landsbyggðinni
Tengdar fréttir

Jónas ætlar að fella Geir: Framboð mitt opnar á vissa umræðu
Jónas Ýmir Jónasson býður sig fram á móti Geir Þorsteinssyni sem formaður Knattspyrnusambands Íslands.

Jónas býður sig fram á móti Geir: Virðist vera svolítið lokuð klíka
Tæplega fertugur Hafnfirðingur býður sig fram á móti Geir Þorsteinssyni sem formaður KSÍ.

Geir fær mótframboð frá FH-ingi ársins 2014
Jónas Ýmir Jónasson ætlar upp á móti Geir Þorsteinssyni í formannskosningu Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi sambandsins.