Geta ekki tryggt að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfalls Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. apríl 2015 18:45 Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum getur ekki tryggt að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfalls Bandalags háskólamanna (BHM) á spítalanum. Hann segir ástandið á spítalanum við það að verða óviðráðanlegt. Sjúklingar á Landspítalanum finna í sífellt meiri mæli fyrir áhrifum verkfallsaðgerða BHM. Þrjár vikur er nú síðan að ríflega fimm hundruð starfsmenn á spítalanum fóru í verkfall. „Staðan verður alvarlegri með hverjum deginum,” segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum. „Það eru margir sjúklingar sem bíða eftir myndgreiningum. Það er reynt að koma í veg fyrir það að lyfjameðferð rofni en það hefur gerst í nokkrum tilvikum.” Gunnar Bjarni segir ástæðuna fyrir því að meðferð sjúklinganna hafi rofnað vera þá að þeir hafi ekki komist í myndgreiningarrannsókn. Hann segir miklar tafir hafa orðið víða á starfseminni. „Það er bið eftir meðferð á geisladeild og það eru um þrjátíu sem bíða umfram það sem hefur verið talið eðlilegt,“ segir Gunnar Bjarni. Þá segir hann verkfall BHM sem stendur nú hafa haft meiri áhrif á sína sjúklinga en læknaverkfallið. Röskun á starfseminni nú sé nokkuð ólík því sem var þá. „Þetta voru tímabundin verkföll. Það voru vopnahlé inn á milli,“ segir hann. „Á okkar deild reyndum við að tryggja það að það yrði ekki rof á krabbameinslyfjameðferð. Það varð einhver breyting á þjónustunni en það var hægt að vinna betur í kringum það, þannig að það var miklu viðráðanlegra ástand. Þetta er, liggur við, að verða óviðráðanlegt núna og við vitum ekki alveg hvað mun gerast næst.“ Hann segist ekki geta tryggt það að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfallsins. Þá segir hann erfitt að segja hvort að sjúklingar hafi þegar orðið fyrir skaða. „Það verður alltaf erfiðara með hverjum deginum. Þetta verkall er þegar orðið of langt.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Við munum standa í þessu svo lengi sem nauðsyn krefur“ Pattstaða er í samningaviðræðum Bandalags háskólamanna og ríkisins. Formaður BHM segir samningsvilja skorta hjá stjórnvöldum. 24. apríl 2015 19:43 „Stefnir í að ekki verði hægt að uppfylla lög um velferð dýra“ Svínaræktarfélag Íslands hefur miklar áhyggjur af verkfalli dýralækna hjá BHM og þeim afleiðingum sem það getur haft fyrir velferð dýranna og stöðu búanna. 25. apríl 2015 21:42 Stjórnvöld verða að sýna að þau meta menntun Á hverjum degi sinnum við, ég og samstarfsfólk mitt, verkefnum sem miða að því að tryggja endurhæfingu bráðveikra einstaklinga svo þeir komist sem allra fyrst út í samfélagið og þurfi ekki að liggja lengi á spítala. 28. apríl 2015 13:34 Þórunn nýr formaður BHM Þórunn Sveinbjarnardóttir var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna á aðalfundi félagsins sem var að ljúka. 22. apríl 2015 16:18 Vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að sameina deilendur við samningaborðið Formenn inn Flóans, VR og Starfsgreinasambandsins taka vel í hugmyndir um sameiginlegar samningaviðræður en þá verði ríki og atvinnurekendur að bjóða eitthvað í staðinn. 28. apríl 2015 13:06 Mikill uppsafnaður vandi á Landspítala Fólk sem er greint með krabbamein þarf að bíða eftir meðferð þar til verkfallsaðgerðum lýkur nema að veikindi þess teljist bráð. Skjólstæðingum spítalans sem hafa beðið lengur eftir aðgerð en þrjá mánuði hefur fjölgað um sextíu prósent. 21. apríl 2015 08:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum getur ekki tryggt að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfalls Bandalags háskólamanna (BHM) á spítalanum. Hann segir ástandið á spítalanum við það að verða óviðráðanlegt. Sjúklingar á Landspítalanum finna í sífellt meiri mæli fyrir áhrifum verkfallsaðgerða BHM. Þrjár vikur er nú síðan að ríflega fimm hundruð starfsmenn á spítalanum fóru í verkfall. „Staðan verður alvarlegri með hverjum deginum,” segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum. „Það eru margir sjúklingar sem bíða eftir myndgreiningum. Það er reynt að koma í veg fyrir það að lyfjameðferð rofni en það hefur gerst í nokkrum tilvikum.” Gunnar Bjarni segir ástæðuna fyrir því að meðferð sjúklinganna hafi rofnað vera þá að þeir hafi ekki komist í myndgreiningarrannsókn. Hann segir miklar tafir hafa orðið víða á starfseminni. „Það er bið eftir meðferð á geisladeild og það eru um þrjátíu sem bíða umfram það sem hefur verið talið eðlilegt,“ segir Gunnar Bjarni. Þá segir hann verkfall BHM sem stendur nú hafa haft meiri áhrif á sína sjúklinga en læknaverkfallið. Röskun á starfseminni nú sé nokkuð ólík því sem var þá. „Þetta voru tímabundin verkföll. Það voru vopnahlé inn á milli,“ segir hann. „Á okkar deild reyndum við að tryggja það að það yrði ekki rof á krabbameinslyfjameðferð. Það varð einhver breyting á þjónustunni en það var hægt að vinna betur í kringum það, þannig að það var miklu viðráðanlegra ástand. Þetta er, liggur við, að verða óviðráðanlegt núna og við vitum ekki alveg hvað mun gerast næst.“ Hann segist ekki geta tryggt það að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfallsins. Þá segir hann erfitt að segja hvort að sjúklingar hafi þegar orðið fyrir skaða. „Það verður alltaf erfiðara með hverjum deginum. Þetta verkall er þegar orðið of langt.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Við munum standa í þessu svo lengi sem nauðsyn krefur“ Pattstaða er í samningaviðræðum Bandalags háskólamanna og ríkisins. Formaður BHM segir samningsvilja skorta hjá stjórnvöldum. 24. apríl 2015 19:43 „Stefnir í að ekki verði hægt að uppfylla lög um velferð dýra“ Svínaræktarfélag Íslands hefur miklar áhyggjur af verkfalli dýralækna hjá BHM og þeim afleiðingum sem það getur haft fyrir velferð dýranna og stöðu búanna. 25. apríl 2015 21:42 Stjórnvöld verða að sýna að þau meta menntun Á hverjum degi sinnum við, ég og samstarfsfólk mitt, verkefnum sem miða að því að tryggja endurhæfingu bráðveikra einstaklinga svo þeir komist sem allra fyrst út í samfélagið og þurfi ekki að liggja lengi á spítala. 28. apríl 2015 13:34 Þórunn nýr formaður BHM Þórunn Sveinbjarnardóttir var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna á aðalfundi félagsins sem var að ljúka. 22. apríl 2015 16:18 Vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að sameina deilendur við samningaborðið Formenn inn Flóans, VR og Starfsgreinasambandsins taka vel í hugmyndir um sameiginlegar samningaviðræður en þá verði ríki og atvinnurekendur að bjóða eitthvað í staðinn. 28. apríl 2015 13:06 Mikill uppsafnaður vandi á Landspítala Fólk sem er greint með krabbamein þarf að bíða eftir meðferð þar til verkfallsaðgerðum lýkur nema að veikindi þess teljist bráð. Skjólstæðingum spítalans sem hafa beðið lengur eftir aðgerð en þrjá mánuði hefur fjölgað um sextíu prósent. 21. apríl 2015 08:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Við munum standa í þessu svo lengi sem nauðsyn krefur“ Pattstaða er í samningaviðræðum Bandalags háskólamanna og ríkisins. Formaður BHM segir samningsvilja skorta hjá stjórnvöldum. 24. apríl 2015 19:43
„Stefnir í að ekki verði hægt að uppfylla lög um velferð dýra“ Svínaræktarfélag Íslands hefur miklar áhyggjur af verkfalli dýralækna hjá BHM og þeim afleiðingum sem það getur haft fyrir velferð dýranna og stöðu búanna. 25. apríl 2015 21:42
Stjórnvöld verða að sýna að þau meta menntun Á hverjum degi sinnum við, ég og samstarfsfólk mitt, verkefnum sem miða að því að tryggja endurhæfingu bráðveikra einstaklinga svo þeir komist sem allra fyrst út í samfélagið og þurfi ekki að liggja lengi á spítala. 28. apríl 2015 13:34
Þórunn nýr formaður BHM Þórunn Sveinbjarnardóttir var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna á aðalfundi félagsins sem var að ljúka. 22. apríl 2015 16:18
Vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að sameina deilendur við samningaborðið Formenn inn Flóans, VR og Starfsgreinasambandsins taka vel í hugmyndir um sameiginlegar samningaviðræður en þá verði ríki og atvinnurekendur að bjóða eitthvað í staðinn. 28. apríl 2015 13:06
Mikill uppsafnaður vandi á Landspítala Fólk sem er greint með krabbamein þarf að bíða eftir meðferð þar til verkfallsaðgerðum lýkur nema að veikindi þess teljist bráð. Skjólstæðingum spítalans sem hafa beðið lengur eftir aðgerð en þrjá mánuði hefur fjölgað um sextíu prósent. 21. apríl 2015 08:30