Vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að sameina deilendur við samningaborðið Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2015 13:06 Formaður VR tekur vel í hugmyndir forystu Samtaka atvinnulífsins um að allir deiluaðilar komi saman að samningaborðinu við lausn þeirra fjölda kjaradeilna sem nú standa yfir. En þá verði verkalýðsfélög hjá hinu opinbera einnig að koma að slíkri lausn. Lítil hreyfing er í þeim viðræðum sem eiga sér stað í kjaradeilum á almenna og opinbera vinnumarkaðnum og framundan eru verkföll fleiri verkalýðsfélaga. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í viðtölum við fréttastofuna í síðustu viku að eina leiðin til lausnar væri að allir deilendur kæmu saman að samningaborðinnu. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR tekur undir þetta sjónarmið, en félagið mun væntanlega hefja atkvæðagreiðslu fljótlega um verkfallsaðgerðir. „Ég held að það væri skynsamlegra ef við myndum ná hópunum okkar saman í slíkar viðræður. En það er ekki nóg að einungis hópar innan ASÍ taki einir þátt í þeirri vegferð. Þar þarf opinberi markaðurinn líka að koma að,“ segir Ólafía. Þar á hún bæði við BHM sem þegar er í aðgerðum og BSRB sem á eftir að hefja viðræður sem og ríki og sveitarfélög hinum megin samningaborðsins. Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM segir að þetta geti verið leið til lausnar kjaradeilunum. „Það verður auðvitað ekki gengið framhjá ákveðnum hlutum sem við erum að horfa á. Eins og hluti sem við erum búin að vera með áratugum saman, eins og að menntun sé metin til launa að einhverju leyti. Það verður einhvern veginn að skila sér inn í þetta. Það getur vel verið að allir verði að koma að sameiginlegu borði til að finna lausn. En það verður þá að taka tillit til fjölbreytileikans í hópnum sem um er að ræða,“ segir Páll. Þetta væri tilraunarinnar virði en þá dugi ekki að stokka bara upp í launatöflum. „Það myndi frekar gerast í gegnum stofnanasamningana,“ segir Páll. Þar sem glufa ef fjármunir fengjust í gerð slíkra saminga væri það möguleiki. Engin viðbrögð hafi hins vegar komið frá ríki og sveitarfélögum varðandi þessa kröfu. Það sé í raun alger pattstaða og taugastríð í gangi. Sigurður Bessason formaður Eflingar sem er innan Flóabandalagsins telur einnig að sameiginlegar viðræður gætu dregið heildardeilurnar í farveg þar sem öll deiluatriðin væru undir en þar þurfi þá að koma eitthvað innlegg frá viðsemjendum. „Og það er kannski það sem hefur vantað til að menn geti klárað samninga, hvort sem það er á almenna markaðnum eða opinbera markaðnum. Þannig að það er nú eiginlega skilyrði. Það er ekki nægjanlegt að koma mönnum bara í hús,“ segir Sigurður. „Það þarf að koma eitthvað inn sem getur hjálpað þessari stöðu sem er komin upp í deilunni. Það er nokkuð ljóst eins og hún er núna er hún bara föst og hún er föst á fleiri en einum stað. Það segir okkur bara að það vantar meira inn í til að hjálpa okkur að leysa þennan hnút,“ segir Sigurður Bessason. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Formaður VR tekur vel í hugmyndir forystu Samtaka atvinnulífsins um að allir deiluaðilar komi saman að samningaborðinu við lausn þeirra fjölda kjaradeilna sem nú standa yfir. En þá verði verkalýðsfélög hjá hinu opinbera einnig að koma að slíkri lausn. Lítil hreyfing er í þeim viðræðum sem eiga sér stað í kjaradeilum á almenna og opinbera vinnumarkaðnum og framundan eru verkföll fleiri verkalýðsfélaga. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í viðtölum við fréttastofuna í síðustu viku að eina leiðin til lausnar væri að allir deilendur kæmu saman að samningaborðinnu. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR tekur undir þetta sjónarmið, en félagið mun væntanlega hefja atkvæðagreiðslu fljótlega um verkfallsaðgerðir. „Ég held að það væri skynsamlegra ef við myndum ná hópunum okkar saman í slíkar viðræður. En það er ekki nóg að einungis hópar innan ASÍ taki einir þátt í þeirri vegferð. Þar þarf opinberi markaðurinn líka að koma að,“ segir Ólafía. Þar á hún bæði við BHM sem þegar er í aðgerðum og BSRB sem á eftir að hefja viðræður sem og ríki og sveitarfélög hinum megin samningaborðsins. Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM segir að þetta geti verið leið til lausnar kjaradeilunum. „Það verður auðvitað ekki gengið framhjá ákveðnum hlutum sem við erum að horfa á. Eins og hluti sem við erum búin að vera með áratugum saman, eins og að menntun sé metin til launa að einhverju leyti. Það verður einhvern veginn að skila sér inn í þetta. Það getur vel verið að allir verði að koma að sameiginlegu borði til að finna lausn. En það verður þá að taka tillit til fjölbreytileikans í hópnum sem um er að ræða,“ segir Páll. Þetta væri tilraunarinnar virði en þá dugi ekki að stokka bara upp í launatöflum. „Það myndi frekar gerast í gegnum stofnanasamningana,“ segir Páll. Þar sem glufa ef fjármunir fengjust í gerð slíkra saminga væri það möguleiki. Engin viðbrögð hafi hins vegar komið frá ríki og sveitarfélögum varðandi þessa kröfu. Það sé í raun alger pattstaða og taugastríð í gangi. Sigurður Bessason formaður Eflingar sem er innan Flóabandalagsins telur einnig að sameiginlegar viðræður gætu dregið heildardeilurnar í farveg þar sem öll deiluatriðin væru undir en þar þurfi þá að koma eitthvað innlegg frá viðsemjendum. „Og það er kannski það sem hefur vantað til að menn geti klárað samninga, hvort sem það er á almenna markaðnum eða opinbera markaðnum. Þannig að það er nú eiginlega skilyrði. Það er ekki nægjanlegt að koma mönnum bara í hús,“ segir Sigurður. „Það þarf að koma eitthvað inn sem getur hjálpað þessari stöðu sem er komin upp í deilunni. Það er nokkuð ljóst eins og hún er núna er hún bara föst og hún er föst á fleiri en einum stað. Það segir okkur bara að það vantar meira inn í til að hjálpa okkur að leysa þennan hnút,“ segir Sigurður Bessason.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira