Vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að sameina deilendur við samningaborðið Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2015 13:06 Formaður VR tekur vel í hugmyndir forystu Samtaka atvinnulífsins um að allir deiluaðilar komi saman að samningaborðinu við lausn þeirra fjölda kjaradeilna sem nú standa yfir. En þá verði verkalýðsfélög hjá hinu opinbera einnig að koma að slíkri lausn. Lítil hreyfing er í þeim viðræðum sem eiga sér stað í kjaradeilum á almenna og opinbera vinnumarkaðnum og framundan eru verkföll fleiri verkalýðsfélaga. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í viðtölum við fréttastofuna í síðustu viku að eina leiðin til lausnar væri að allir deilendur kæmu saman að samningaborðinnu. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR tekur undir þetta sjónarmið, en félagið mun væntanlega hefja atkvæðagreiðslu fljótlega um verkfallsaðgerðir. „Ég held að það væri skynsamlegra ef við myndum ná hópunum okkar saman í slíkar viðræður. En það er ekki nóg að einungis hópar innan ASÍ taki einir þátt í þeirri vegferð. Þar þarf opinberi markaðurinn líka að koma að,“ segir Ólafía. Þar á hún bæði við BHM sem þegar er í aðgerðum og BSRB sem á eftir að hefja viðræður sem og ríki og sveitarfélög hinum megin samningaborðsins. Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM segir að þetta geti verið leið til lausnar kjaradeilunum. „Það verður auðvitað ekki gengið framhjá ákveðnum hlutum sem við erum að horfa á. Eins og hluti sem við erum búin að vera með áratugum saman, eins og að menntun sé metin til launa að einhverju leyti. Það verður einhvern veginn að skila sér inn í þetta. Það getur vel verið að allir verði að koma að sameiginlegu borði til að finna lausn. En það verður þá að taka tillit til fjölbreytileikans í hópnum sem um er að ræða,“ segir Páll. Þetta væri tilraunarinnar virði en þá dugi ekki að stokka bara upp í launatöflum. „Það myndi frekar gerast í gegnum stofnanasamningana,“ segir Páll. Þar sem glufa ef fjármunir fengjust í gerð slíkra saminga væri það möguleiki. Engin viðbrögð hafi hins vegar komið frá ríki og sveitarfélögum varðandi þessa kröfu. Það sé í raun alger pattstaða og taugastríð í gangi. Sigurður Bessason formaður Eflingar sem er innan Flóabandalagsins telur einnig að sameiginlegar viðræður gætu dregið heildardeilurnar í farveg þar sem öll deiluatriðin væru undir en þar þurfi þá að koma eitthvað innlegg frá viðsemjendum. „Og það er kannski það sem hefur vantað til að menn geti klárað samninga, hvort sem það er á almenna markaðnum eða opinbera markaðnum. Þannig að það er nú eiginlega skilyrði. Það er ekki nægjanlegt að koma mönnum bara í hús,“ segir Sigurður. „Það þarf að koma eitthvað inn sem getur hjálpað þessari stöðu sem er komin upp í deilunni. Það er nokkuð ljóst eins og hún er núna er hún bara föst og hún er föst á fleiri en einum stað. Það segir okkur bara að það vantar meira inn í til að hjálpa okkur að leysa þennan hnút,“ segir Sigurður Bessason. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Formaður VR tekur vel í hugmyndir forystu Samtaka atvinnulífsins um að allir deiluaðilar komi saman að samningaborðinu við lausn þeirra fjölda kjaradeilna sem nú standa yfir. En þá verði verkalýðsfélög hjá hinu opinbera einnig að koma að slíkri lausn. Lítil hreyfing er í þeim viðræðum sem eiga sér stað í kjaradeilum á almenna og opinbera vinnumarkaðnum og framundan eru verkföll fleiri verkalýðsfélaga. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í viðtölum við fréttastofuna í síðustu viku að eina leiðin til lausnar væri að allir deilendur kæmu saman að samningaborðinnu. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR tekur undir þetta sjónarmið, en félagið mun væntanlega hefja atkvæðagreiðslu fljótlega um verkfallsaðgerðir. „Ég held að það væri skynsamlegra ef við myndum ná hópunum okkar saman í slíkar viðræður. En það er ekki nóg að einungis hópar innan ASÍ taki einir þátt í þeirri vegferð. Þar þarf opinberi markaðurinn líka að koma að,“ segir Ólafía. Þar á hún bæði við BHM sem þegar er í aðgerðum og BSRB sem á eftir að hefja viðræður sem og ríki og sveitarfélög hinum megin samningaborðsins. Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM segir að þetta geti verið leið til lausnar kjaradeilunum. „Það verður auðvitað ekki gengið framhjá ákveðnum hlutum sem við erum að horfa á. Eins og hluti sem við erum búin að vera með áratugum saman, eins og að menntun sé metin til launa að einhverju leyti. Það verður einhvern veginn að skila sér inn í þetta. Það getur vel verið að allir verði að koma að sameiginlegu borði til að finna lausn. En það verður þá að taka tillit til fjölbreytileikans í hópnum sem um er að ræða,“ segir Páll. Þetta væri tilraunarinnar virði en þá dugi ekki að stokka bara upp í launatöflum. „Það myndi frekar gerast í gegnum stofnanasamningana,“ segir Páll. Þar sem glufa ef fjármunir fengjust í gerð slíkra saminga væri það möguleiki. Engin viðbrögð hafi hins vegar komið frá ríki og sveitarfélögum varðandi þessa kröfu. Það sé í raun alger pattstaða og taugastríð í gangi. Sigurður Bessason formaður Eflingar sem er innan Flóabandalagsins telur einnig að sameiginlegar viðræður gætu dregið heildardeilurnar í farveg þar sem öll deiluatriðin væru undir en þar þurfi þá að koma eitthvað innlegg frá viðsemjendum. „Og það er kannski það sem hefur vantað til að menn geti klárað samninga, hvort sem það er á almenna markaðnum eða opinbera markaðnum. Þannig að það er nú eiginlega skilyrði. Það er ekki nægjanlegt að koma mönnum bara í hús,“ segir Sigurður. „Það þarf að koma eitthvað inn sem getur hjálpað þessari stöðu sem er komin upp í deilunni. Það er nokkuð ljóst eins og hún er núna er hún bara föst og hún er föst á fleiri en einum stað. Það segir okkur bara að það vantar meira inn í til að hjálpa okkur að leysa þennan hnút,“ segir Sigurður Bessason.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira