Flóttamenn streyma til smáborgar í Þýskalandi Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2015 20:12 Byltingar og borgarastyrjaldir í nágrannaríkjum Evrópu á undanförnum árum hafa leitt til þess að hundruð þúsunda flóttamanna flýja þangað ár hvert og fer straumurinn vaxandi. Í smáborg í Þýskalandi við hefur flóttamönnum fjölgað úr hundrað á dag í um fimm hundruð á dag. Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt áætlun vegna hundruð þúsunda flóttamanna sem streyma til ríkja sambandsins á hverju ári, aðallega sjóleiðina frá Afríku til Grikklands og Ítalíu. En flóttafólk kemur einnig fótgangandi landleiðina allt frá Sýrlandi og austur Evrópu. Í Passau í Þýskalandi sem er við landamærin að Austurríki búa 49 þúsund manns. Frank Koller aðalvarðstjóri lögreglunnar segir að það sem af er ári hafi 25 þúsund flóttamenn komið yfir landamærin til borgarinnar. „Í byrjun þessa árs komu á bilinu 100 til 150 flóttamenn ólöglega yfir landamærin á hverjum degi. Í maí og júní var þessi tala komin upp í um 300. En nú í júlí hafa um 500 flóttamenn komið ólöglega yfir landamærin upp á hvern einasta dag,“ segir Koller. Búist er við að tvisvar sinnum fleiri flóttamenn leiti hælis í Þýskalandi á þessu ári en þeir 200 þúsund sem leituðu hælis þar í fyrra. Meðal flóttamanna í Passau er Hesham Alshtewi, 27 ára gamli maður á flótta undan borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Hann segist hafa farið í gegnum sjö lönd á leið sinni til Þýskalands frá því hann flúði heimaland sitt. „Ég vil fá að vera hér og halda áfram með líf mitt. Ég hef upp á margt að bjóða ef mér verður leyft að vera hérna,“ sagði Alshtewi. Mikill fjöldi flóttamanna reynir á hverjum degi að komast frá Calais í Frakklandi um Ermarsundsgöngin til Bretlands. Í Calais er risinn allstór kofa- og tjaldbyggð sem flóttamenn hafast við í en þeir reyna að kaupa sér ólöglegt far með flutningabílum eða fela sig í þeim en í ferjum sem sigla yfir sundið. Þá reyna þeir jafnvel að komast fótgangandi í gegnum Ermarsundsgöngin og varð einn þeirra fyrir flutningabíl í dag og lést. Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, boðaði til neyðarfundar um málið í dag. Varnargirðing er í byggingu við gangamunann í Frakklandi og löggæsla hefur verið aukin. „Og við vinnum með frönskum stjórnvöldum á fjölmörgum öðrum sviðum til að vinna gegn þessu vandamáli. En ég ítreka að við munum taka á þessum vanda með því að ráðast að rót hans; með því að koma í veg fyrir að fólk reyni yfirleitt að leggja af stað fótgangandi í gegnum Ermarsundsgöngin,“ segir Theresa May. Flóttamenn Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Byltingar og borgarastyrjaldir í nágrannaríkjum Evrópu á undanförnum árum hafa leitt til þess að hundruð þúsunda flóttamanna flýja þangað ár hvert og fer straumurinn vaxandi. Í smáborg í Þýskalandi við hefur flóttamönnum fjölgað úr hundrað á dag í um fimm hundruð á dag. Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt áætlun vegna hundruð þúsunda flóttamanna sem streyma til ríkja sambandsins á hverju ári, aðallega sjóleiðina frá Afríku til Grikklands og Ítalíu. En flóttafólk kemur einnig fótgangandi landleiðina allt frá Sýrlandi og austur Evrópu. Í Passau í Þýskalandi sem er við landamærin að Austurríki búa 49 þúsund manns. Frank Koller aðalvarðstjóri lögreglunnar segir að það sem af er ári hafi 25 þúsund flóttamenn komið yfir landamærin til borgarinnar. „Í byrjun þessa árs komu á bilinu 100 til 150 flóttamenn ólöglega yfir landamærin á hverjum degi. Í maí og júní var þessi tala komin upp í um 300. En nú í júlí hafa um 500 flóttamenn komið ólöglega yfir landamærin upp á hvern einasta dag,“ segir Koller. Búist er við að tvisvar sinnum fleiri flóttamenn leiti hælis í Þýskalandi á þessu ári en þeir 200 þúsund sem leituðu hælis þar í fyrra. Meðal flóttamanna í Passau er Hesham Alshtewi, 27 ára gamli maður á flótta undan borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Hann segist hafa farið í gegnum sjö lönd á leið sinni til Þýskalands frá því hann flúði heimaland sitt. „Ég vil fá að vera hér og halda áfram með líf mitt. Ég hef upp á margt að bjóða ef mér verður leyft að vera hérna,“ sagði Alshtewi. Mikill fjöldi flóttamanna reynir á hverjum degi að komast frá Calais í Frakklandi um Ermarsundsgöngin til Bretlands. Í Calais er risinn allstór kofa- og tjaldbyggð sem flóttamenn hafast við í en þeir reyna að kaupa sér ólöglegt far með flutningabílum eða fela sig í þeim en í ferjum sem sigla yfir sundið. Þá reyna þeir jafnvel að komast fótgangandi í gegnum Ermarsundsgöngin og varð einn þeirra fyrir flutningabíl í dag og lést. Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, boðaði til neyðarfundar um málið í dag. Varnargirðing er í byggingu við gangamunann í Frakklandi og löggæsla hefur verið aukin. „Og við vinnum með frönskum stjórnvöldum á fjölmörgum öðrum sviðum til að vinna gegn þessu vandamáli. En ég ítreka að við munum taka á þessum vanda með því að ráðast að rót hans; með því að koma í veg fyrir að fólk reyni yfirleitt að leggja af stað fótgangandi í gegnum Ermarsundsgöngin,“ segir Theresa May.
Flóttamenn Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira