Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2015 19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Vísir/Valli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýnir borgaryfirvöld Reykjavíkurborgar vegna samþykktar tillögu um að sniðganga ísraelskar vörur. Segir hann að borgaryfirvöldum virðist vera meira umhugað um svokalla viðburði fremur en rekstur borgarinnar. Sigmundur Davíð var gestur Björns Inga Hrafnssonar í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. „Það er verið að fara fram úr því sem þessari sveitarstjórn er heimilt að gera en almennt held ég að best sé að sveitarfélög sinni því sem þeim beri. Þegar eitthvað hefur farið af stað með hvelli er erfitt að leiðrétta það. Það eru miklir viðskiptahagsmunir undir og Ísraelar hafa töluverð áhrif víða.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur gefið út að að tillagan um að Reykjavíkurborg sniðgangi vörur frá Ísrael verði dregin til baka á fundi borgarráðs í næstu viku en tillagan hefur hlotið gagnrýni úr ýmsum áttum.Pólitík borgaryfirvalda afleiðing kæruleysis Sigmundur Davíð var gagnrýninn á borgaryfirvöld og nefndi sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum og sýninguna Kynleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem dæmi um að borgaryfirvöldum væri meira annt um viðburði fremur en rekstur borgarinnar. „Þetta er afleiðing kæruleysis sem birtist í að pólítikin sem rekin er á þessu sviði er farin að snúast um viðburði eða það sem má það sem má kalla 'publicity stunts',“ sagði Sigmundur Davíð. „Það er ekki hægt að fá stjórnendur borgarinnar til að ræða um rekstrarstöðu borgarinnar sem er mjög alvarleg. Allskonar svona atriði birtast oft í viku og ég nefni sem dæmi klámmyndir í ráðhúsinu þar sem starfsfólk er nánast neytt til að horfa á klámmyndir í matartímanum. Allskonar svona furðulega uppákomur tröllríða öllu.“ Sýningarstjórar Kynleika hafa beðið starfsfólk Reykjavíkurborgar afsökunar hafi einstaka verk innan sýningarinnar vakið hjá því vanlíðan. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03 Undirbúningi ábótavant og óheppilegt að þessu væri stillt upp sem kveðjugjöf "Jú það er líka hluti af málinu vegna þess að þetta er miklu stærra mál en svo.“ 19. september 2015 19:40 Sýningarstjórar Kynleika biðja starfsfólk ráðhússins afsökunar „Þessi harkalega umræða kemur okkur í opna skjöldu, sér í lagi þar sem einstök verk eru túlkuð sem kynferðisleg áreitni.“ 18. september 2015 13:47 Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03 Leyfa starfsmönnum borgarinnar að klára hádegismatinn Listsýningin Kynleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur verður framvegis opin frá klukkan 13 til 19. 17. september 2015 13:35 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýnir borgaryfirvöld Reykjavíkurborgar vegna samþykktar tillögu um að sniðganga ísraelskar vörur. Segir hann að borgaryfirvöldum virðist vera meira umhugað um svokalla viðburði fremur en rekstur borgarinnar. Sigmundur Davíð var gestur Björns Inga Hrafnssonar í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. „Það er verið að fara fram úr því sem þessari sveitarstjórn er heimilt að gera en almennt held ég að best sé að sveitarfélög sinni því sem þeim beri. Þegar eitthvað hefur farið af stað með hvelli er erfitt að leiðrétta það. Það eru miklir viðskiptahagsmunir undir og Ísraelar hafa töluverð áhrif víða.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur gefið út að að tillagan um að Reykjavíkurborg sniðgangi vörur frá Ísrael verði dregin til baka á fundi borgarráðs í næstu viku en tillagan hefur hlotið gagnrýni úr ýmsum áttum.Pólitík borgaryfirvalda afleiðing kæruleysis Sigmundur Davíð var gagnrýninn á borgaryfirvöld og nefndi sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum og sýninguna Kynleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem dæmi um að borgaryfirvöldum væri meira annt um viðburði fremur en rekstur borgarinnar. „Þetta er afleiðing kæruleysis sem birtist í að pólítikin sem rekin er á þessu sviði er farin að snúast um viðburði eða það sem má það sem má kalla 'publicity stunts',“ sagði Sigmundur Davíð. „Það er ekki hægt að fá stjórnendur borgarinnar til að ræða um rekstrarstöðu borgarinnar sem er mjög alvarleg. Allskonar svona atriði birtast oft í viku og ég nefni sem dæmi klámmyndir í ráðhúsinu þar sem starfsfólk er nánast neytt til að horfa á klámmyndir í matartímanum. Allskonar svona furðulega uppákomur tröllríða öllu.“ Sýningarstjórar Kynleika hafa beðið starfsfólk Reykjavíkurborgar afsökunar hafi einstaka verk innan sýningarinnar vakið hjá því vanlíðan.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03 Undirbúningi ábótavant og óheppilegt að þessu væri stillt upp sem kveðjugjöf "Jú það er líka hluti af málinu vegna þess að þetta er miklu stærra mál en svo.“ 19. september 2015 19:40 Sýningarstjórar Kynleika biðja starfsfólk ráðhússins afsökunar „Þessi harkalega umræða kemur okkur í opna skjöldu, sér í lagi þar sem einstök verk eru túlkuð sem kynferðisleg áreitni.“ 18. september 2015 13:47 Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03 Leyfa starfsmönnum borgarinnar að klára hádegismatinn Listsýningin Kynleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur verður framvegis opin frá klukkan 13 til 19. 17. september 2015 13:35 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03
Undirbúningi ábótavant og óheppilegt að þessu væri stillt upp sem kveðjugjöf "Jú það er líka hluti af málinu vegna þess að þetta er miklu stærra mál en svo.“ 19. september 2015 19:40
Sýningarstjórar Kynleika biðja starfsfólk ráðhússins afsökunar „Þessi harkalega umræða kemur okkur í opna skjöldu, sér í lagi þar sem einstök verk eru túlkuð sem kynferðisleg áreitni.“ 18. september 2015 13:47
Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03
Leyfa starfsmönnum borgarinnar að klára hádegismatinn Listsýningin Kynleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur verður framvegis opin frá klukkan 13 til 19. 17. september 2015 13:35