Sýningarstjórar Kynleika biðja starfsfólk ráðhússins afsökunar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. september 2015 13:47 Frá sýningunni. vísir/pjetur Sýningarstjórar Kynleika segja harkalega umræðu um sýninguna hafa komið sér í opna skjöldu. Listamennirnir séu með verkum sínum að tjá sig á einlægan hátt sem geti haft áhrif á þá í samfélaginu og segja fráleitt ef ekki megi fjalla á opinskáan hátt um raunveruleikann, eins og hann birtist fólki í dag. Þannig sé þöggun skilgreind sem listamenn verksins taki einarða stöðu gegn.Starfsfólkið beðið afsökunar„Okkur þykir miður að umræðan um sýninguna sé komin á þann stað sem hún er í dag og viljum við biðja starfsfólk Reykjavíkurborgar velvirðingar ef einstaka verk innan sýningarinnar hafa vakið hjá því vanlíðan. Þessi harkalega umræða kemur okkur í opna skjöldu, sér í lagi þar sem einstök verk eru túlkuð sem kynferðisleg áreitni,“ segir í yfirlýsingu frá sýningarstjórunum Heiðrúnu Grétu Viktorsdóttur og Sigríðu Þóru Óðinsdóttur. Þær segja sýninguna ögrandi og að tilgangur hennar sé að vekja upp umræður. Svo hafi farið en að borið hafi á harðorðum ummælum um sýninguna og beri þar helst að nefna ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur borgarfulltrúa sem í gær sagðist á Facebook ekki skilja hvernig túlka mætti verk Kynleika sem afrek kvenna, en sýningin er hluti af afrekssýningu kvenna.Fráleit ummæli„Þá viljum við árétta að feminískar hreyfingar eru nátengdar afrekum kvenna og því fráleitt að þessa sjónarhorn feminsma gæti ekki við listsköpun, á 100 ára kosningaafmæli þeirra. Tilgangur sýningarinnar er að vekja athygli á hugmyndum og þeirri ímynd sem hrjáir bæði kynin í samfélaginu í dag. Þannig vildum við skapa rými til að fjalla um feminsma frá mörgum sjónarhornum þar sem nálgun listamanna er mismunandi, bæði í listasögulegu samhengi og í takt við áherslur samtímans“ Yfirlýsingu Heiðrúnar og Sigríðar má lesa í heild hér fyrir neðan.Nú er svo komið að farandsýningin Kynleikar hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Kynleikar er samsýning 14 ungra listamanna sem var upphaflega sett upp í grasrótargalleríinu Ekkisens á menningarnótt þann 22 ágúst í tilefni af 100 ára kosningarrétti kvenna. Undirtitill sýningarinnar er Feminísk samsýning, þar sem listamenn tjá sig um verund sína í feminísku samhengi. Öll verkin á sýningunni eru einlæg tjáning og frásögn hvers listamanns á málefnum sem snúa að feminisma. Inntak verkanna á sýningunni tengist líkama okkar, kynverund, kynjahlutverkum sem stjórnast af samfélagsmiðlum og ýmsum hugmyndum um tilvist einstaklingsins. Sýningin hefur verið vel sótt og sýnir það mikinn áhuga gesta á sýningu af þessum toga.Okkur þykir miður að umræðan um sýninguna sé komin á þann stað sem hún er í dag og viljum við biðja starfsfólk Reykjavíkurborgar velvirðingar ef einstaka verk innan sýningarinnar hafa vakið hjá því vanlíðan. Þessi harkalega umræða kemur okkur í opna skjöldu, sér í lagi þar sem einstök verk eru túlkuð sem kynferðisleg áreitni. Listamenn eru með verkum sínum að tjá sig á einlægan hátt um hluti sem hafa haft áhrif á þá í samfélaginu, hluti sem eru nú þegar sýnilegir og því fráleitt ef ekki má fjalla á opinskáan hátt um raunveruleikann eins og hann birtist okkur í dag. Þannig er þöggun skilgreind og við sem listamenn verðum gjarnan fyrir barðinu á henni en tökum einarða afstöðu gegn.Sýningin er ögrandi og tilgangur hennar er að vekja upp umræður sem hún hefur vissulega gert og margt áhugavert komið fram í þeim efnum. Þá hefur borið á harðorðum ummælum um sýninguna í fréttamiðlum. Við viljum sérstaklega leiðrétta það sem kom fram í ummælum Sveinbjargar Birnu Sveinsdóttur borgarfulltrúa sem birtist á visi.is í gær.Hið rétta er að sýningin fékk styrk frá Reykjavíkurborg, samtals 30.000 krónur sem notaðar voru til að mæta kostnaði við auglýsingar og aðföng. Þær 7.5 milljónir sem þar eru nefndar hafa því runnið í aðra vasa en okkar. Þá viljum við árétta að feminískar hreyfingar eru nátengdar afrekum kvenna og því fráleitt að þessa sjónarhorns feminisma gæti ekki við listsköpun, á 100 ára kosningaafmæli þeirra. Tilgangur sýningarinnar er að vekja athygli á hugmyndum og þeirri ímynd sem hrjáir bæði kynin í samfélaginu í dag. Þannig vildum við skapa rými til að fjalla um feminisma frá mörgum sjónarhornum þar sem nálgun listamanna eru mismunandi, bæði í listasögulegu samhengi og í takt við áherslur feminisma samtímans.Það er í samráði við okkur að ákveðið hefur verið að sýningin standi ekki yfir þegar mötuneytið er í notkun. Að fenginni þessari reynslu allri saman höfum við nú ákveðið að setja sýninguna upp í Tjarnarbíói þann 10 október, þar sem sýningin Kynleikar umbreytist í stærri listviðburð og munu fleiri listamenn koma til með að taka þátt. Á opnunarkvöldi verður viðburðardagskrá ásamt málþingi um feminisma í listasögulegu samhengi til fræðslu og kynningar. Nánari upplýsingar um aðra viðburði á opnun sýningarinnar auglýsum við síðar.Listunnendur, starfsfólk Ráðhússins, borgarfulltrúar og aðrir landsmenn eru velkomnir á þá dagskrá. Tengdar fréttir Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10 Sveinbjörg Birna fordæmir femíníska listasýningu í ráðhúsinu Til athugunar kemur að loka sýningunni Kynleikar, sem sært hefur blygðunarkennd einstakra starfsmanna Ráðhúss Reykjavíkur. 17. september 2015 10:27 Ráðvilltir feminískir listfrömuðir í ráðhúsinu Tæplega sjö milljóna króna listsýning í ráðhúsinu einkenndist af þekkingarleysi, stefnuleysi og svo óðagoti. 18. september 2015 11:18 Leyfa starfsmönnum borgarinnar að klára hádegismatinn Listsýningin Kynleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur verður framvegis opin frá klukkan 13 til 19. 17. september 2015 13:35 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Sýningarstjórar Kynleika segja harkalega umræðu um sýninguna hafa komið sér í opna skjöldu. Listamennirnir séu með verkum sínum að tjá sig á einlægan hátt sem geti haft áhrif á þá í samfélaginu og segja fráleitt ef ekki megi fjalla á opinskáan hátt um raunveruleikann, eins og hann birtist fólki í dag. Þannig sé þöggun skilgreind sem listamenn verksins taki einarða stöðu gegn.Starfsfólkið beðið afsökunar„Okkur þykir miður að umræðan um sýninguna sé komin á þann stað sem hún er í dag og viljum við biðja starfsfólk Reykjavíkurborgar velvirðingar ef einstaka verk innan sýningarinnar hafa vakið hjá því vanlíðan. Þessi harkalega umræða kemur okkur í opna skjöldu, sér í lagi þar sem einstök verk eru túlkuð sem kynferðisleg áreitni,“ segir í yfirlýsingu frá sýningarstjórunum Heiðrúnu Grétu Viktorsdóttur og Sigríðu Þóru Óðinsdóttur. Þær segja sýninguna ögrandi og að tilgangur hennar sé að vekja upp umræður. Svo hafi farið en að borið hafi á harðorðum ummælum um sýninguna og beri þar helst að nefna ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur borgarfulltrúa sem í gær sagðist á Facebook ekki skilja hvernig túlka mætti verk Kynleika sem afrek kvenna, en sýningin er hluti af afrekssýningu kvenna.Fráleit ummæli„Þá viljum við árétta að feminískar hreyfingar eru nátengdar afrekum kvenna og því fráleitt að þessa sjónarhorn feminsma gæti ekki við listsköpun, á 100 ára kosningaafmæli þeirra. Tilgangur sýningarinnar er að vekja athygli á hugmyndum og þeirri ímynd sem hrjáir bæði kynin í samfélaginu í dag. Þannig vildum við skapa rými til að fjalla um feminsma frá mörgum sjónarhornum þar sem nálgun listamanna er mismunandi, bæði í listasögulegu samhengi og í takt við áherslur samtímans“ Yfirlýsingu Heiðrúnar og Sigríðar má lesa í heild hér fyrir neðan.Nú er svo komið að farandsýningin Kynleikar hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Kynleikar er samsýning 14 ungra listamanna sem var upphaflega sett upp í grasrótargalleríinu Ekkisens á menningarnótt þann 22 ágúst í tilefni af 100 ára kosningarrétti kvenna. Undirtitill sýningarinnar er Feminísk samsýning, þar sem listamenn tjá sig um verund sína í feminísku samhengi. Öll verkin á sýningunni eru einlæg tjáning og frásögn hvers listamanns á málefnum sem snúa að feminisma. Inntak verkanna á sýningunni tengist líkama okkar, kynverund, kynjahlutverkum sem stjórnast af samfélagsmiðlum og ýmsum hugmyndum um tilvist einstaklingsins. Sýningin hefur verið vel sótt og sýnir það mikinn áhuga gesta á sýningu af þessum toga.Okkur þykir miður að umræðan um sýninguna sé komin á þann stað sem hún er í dag og viljum við biðja starfsfólk Reykjavíkurborgar velvirðingar ef einstaka verk innan sýningarinnar hafa vakið hjá því vanlíðan. Þessi harkalega umræða kemur okkur í opna skjöldu, sér í lagi þar sem einstök verk eru túlkuð sem kynferðisleg áreitni. Listamenn eru með verkum sínum að tjá sig á einlægan hátt um hluti sem hafa haft áhrif á þá í samfélaginu, hluti sem eru nú þegar sýnilegir og því fráleitt ef ekki má fjalla á opinskáan hátt um raunveruleikann eins og hann birtist okkur í dag. Þannig er þöggun skilgreind og við sem listamenn verðum gjarnan fyrir barðinu á henni en tökum einarða afstöðu gegn.Sýningin er ögrandi og tilgangur hennar er að vekja upp umræður sem hún hefur vissulega gert og margt áhugavert komið fram í þeim efnum. Þá hefur borið á harðorðum ummælum um sýninguna í fréttamiðlum. Við viljum sérstaklega leiðrétta það sem kom fram í ummælum Sveinbjargar Birnu Sveinsdóttur borgarfulltrúa sem birtist á visi.is í gær.Hið rétta er að sýningin fékk styrk frá Reykjavíkurborg, samtals 30.000 krónur sem notaðar voru til að mæta kostnaði við auglýsingar og aðföng. Þær 7.5 milljónir sem þar eru nefndar hafa því runnið í aðra vasa en okkar. Þá viljum við árétta að feminískar hreyfingar eru nátengdar afrekum kvenna og því fráleitt að þessa sjónarhorns feminisma gæti ekki við listsköpun, á 100 ára kosningaafmæli þeirra. Tilgangur sýningarinnar er að vekja athygli á hugmyndum og þeirri ímynd sem hrjáir bæði kynin í samfélaginu í dag. Þannig vildum við skapa rými til að fjalla um feminisma frá mörgum sjónarhornum þar sem nálgun listamanna eru mismunandi, bæði í listasögulegu samhengi og í takt við áherslur feminisma samtímans.Það er í samráði við okkur að ákveðið hefur verið að sýningin standi ekki yfir þegar mötuneytið er í notkun. Að fenginni þessari reynslu allri saman höfum við nú ákveðið að setja sýninguna upp í Tjarnarbíói þann 10 október, þar sem sýningin Kynleikar umbreytist í stærri listviðburð og munu fleiri listamenn koma til með að taka þátt. Á opnunarkvöldi verður viðburðardagskrá ásamt málþingi um feminisma í listasögulegu samhengi til fræðslu og kynningar. Nánari upplýsingar um aðra viðburði á opnun sýningarinnar auglýsum við síðar.Listunnendur, starfsfólk Ráðhússins, borgarfulltrúar og aðrir landsmenn eru velkomnir á þá dagskrá.
Tengdar fréttir Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10 Sveinbjörg Birna fordæmir femíníska listasýningu í ráðhúsinu Til athugunar kemur að loka sýningunni Kynleikar, sem sært hefur blygðunarkennd einstakra starfsmanna Ráðhúss Reykjavíkur. 17. september 2015 10:27 Ráðvilltir feminískir listfrömuðir í ráðhúsinu Tæplega sjö milljóna króna listsýning í ráðhúsinu einkenndist af þekkingarleysi, stefnuleysi og svo óðagoti. 18. september 2015 11:18 Leyfa starfsmönnum borgarinnar að klára hádegismatinn Listsýningin Kynleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur verður framvegis opin frá klukkan 13 til 19. 17. september 2015 13:35 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10
Sveinbjörg Birna fordæmir femíníska listasýningu í ráðhúsinu Til athugunar kemur að loka sýningunni Kynleikar, sem sært hefur blygðunarkennd einstakra starfsmanna Ráðhúss Reykjavíkur. 17. september 2015 10:27
Ráðvilltir feminískir listfrömuðir í ráðhúsinu Tæplega sjö milljóna króna listsýning í ráðhúsinu einkenndist af þekkingarleysi, stefnuleysi og svo óðagoti. 18. september 2015 11:18
Leyfa starfsmönnum borgarinnar að klára hádegismatinn Listsýningin Kynleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur verður framvegis opin frá klukkan 13 til 19. 17. september 2015 13:35