Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2015 10:30 Lögreglumaður kemur að líki Aylan Kurdi í Tyrklandi. Bróðir hans rak á land skammt frá. Vísir/AFP Mynd af þriggja ára sýrlenskum dreng sem drukknaði ásamt móður sinni og bróður við strendur Grikklands í gær hafa vakið mikinn óhug undanfarna daga. Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum, en þúsundir flóttamanna hafa endað ferðalag sitt á sama hátt. Reha Kurdi og synir hennar tveir Alyan og Galip, sem var fimm ára, flúðu frá bænum Kobane þegar hann var hernuminn af vígamönnum samtakanna Íslamskt ríki. Bærinn var nánast lagður í rúst í bardögum ISIS og Kúrda, sem tóku bæinn úr höndum ISIS. Þau drukknuðu ásamt minnst níu öðrum þegar bátar þeirra hvolfdu á leiðinni frá Tyrklandi til grísku eyjunnar Kos. Kanadíski þingmaðurinn Fin Donnelly hefur nú sagt blaðamönnum þar í landi að hann lagði fram beiðni fyrir frænku bræðranna Alyan og Galip, Teema Kurdi, um að fjölskyldan fengi hæli í Kanada. Beiðni hennar var hafnað af starfsmönnum innflytjendastofnunar Kanada. Teema Kurdi er föðursystir drengjanna, en faðir þeirra Abdullah lifði slysið af. Hún bað þingmanninn um hjálp við að koma ættingjum sínum til Kanada í mars. Beiðni þeirra Teema og Donnelly var hafnað í júní. „Ég var að reyna að styðja þau og vinir mínir og nágrannar hafa hjálpað mér fjárhagslega, en okkur tókst ekki að koma þeim frá Tyrklandi. Þess vegna fóru þau í bátunum. Ég var að borga leigu fyrir þau í Tyrklandi, en það er komið hræðilega fram við Sýrlendinga þar,“ segir Teema í samtali við Ottawa Citizen.Bræðurnir Alyan og Galip.Mynd/TwitterHún frétti af örlögum ættingja sinna í gær morgun þegar eiginkona annars bróður hennar hringdi í hana. Teema var einnig að reyna að koma fjölskyldu hans til Kanada. „Abdullah hafði hringt í hana. Það eina sem hann sagði var: Konan mín og synir eru dáin.“ Teema segir að það eina sem Abdullah vilji gera núna, sé að fara með lík fjölskyldu sinnar aftur til Kobane og grafa þau þar. Vandamálið var, samkvæmt Guardian, að erfiðlega gengur fyrir fólk að fá opinberlega stöðu flóttafólks hjá Sameinuðu þjóðunum í Tyrklandi. Þá fengu þau ekki brottfararleyfi þaðan.Hafa vakið mikil viðbrögð Myndirnar af ferðalokum Alyan Kurdi hafa vakið gífurleg viðbrögð um allan heim og hafa þær verið settar á forsíður dagblaða og tímarita. Á samfélagsmiðlum hafa umræður sprottið upp um að nauðsynlegt sé að bregðast við vanda þessa fólks og að hjálpa þeim. Einnig hafa myndast umræður gegn birtingu slíkra mynda. Sumir segja að óþarfi sé að birta svo grófar myndir sem þessar en aðrir segja það nauðsynlegt. Flóttamenn Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fjögur börn meðal hinna látnu Svo virðist sem flóttafólkið hafi reynt að komast út úr flutningabifreiðinni, sem fannst yfirgefin á fimmtudag með 71 lík innanborðs. Fjórir menn hafa verið handteknir. Í gær fundust um 200 lík út af ströndum Líbíu. 29. ágúst 2015 07:00 Ísland í dag: Flúði frá Íran til Evrópu Fór fótgangandi yfir landamærin til Tyrklands þar sem hann hitti smyglara sem kom honum um borð í 20 manna bát með 34 öðrum í von um að komast til Evrópu. 31. ágúst 2015 15:48 Yfir fjögur þúsund flóttamönnum bjargað síðastliðinn sólarhring Tuttugu og tvær mismunandi björgunaraðgerðir hafa átt sér stað á Miðjarðarhafi undanfarna 24 tíma. 30. maí 2015 22:21 Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24 Sjómönnum sagt að bjarga ekki drukknandi flóttafólki Yfirvöld í Aceh-héraði í Indónesíu hafa gefið þarlendum sjómönnum fyrirmæli um að bjarga ekki flóttafólki. 18. maí 2015 10:48 Flóttafólkið yrði innikróað Utanríkisráðherrar ESB samþykktu í gær að ráðist verði í hernaðaraðgerðir gegn smyglurum, sem sent hafa flóttafólk yfir Miðjarðarhafið á mistraustum fleytum. Fara á inn í landhelgi Líbíu og jafnvel í landhernað þar. 23. júní 2015 08:00 2.700 flóttamönnum bjargað í nótt Þýskt herskip og björgunarskip á vegum Lækna án landamæra tóku þátt í aðgerðunum. 16. júlí 2015 08:07 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Mynd af þriggja ára sýrlenskum dreng sem drukknaði ásamt móður sinni og bróður við strendur Grikklands í gær hafa vakið mikinn óhug undanfarna daga. Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum, en þúsundir flóttamanna hafa endað ferðalag sitt á sama hátt. Reha Kurdi og synir hennar tveir Alyan og Galip, sem var fimm ára, flúðu frá bænum Kobane þegar hann var hernuminn af vígamönnum samtakanna Íslamskt ríki. Bærinn var nánast lagður í rúst í bardögum ISIS og Kúrda, sem tóku bæinn úr höndum ISIS. Þau drukknuðu ásamt minnst níu öðrum þegar bátar þeirra hvolfdu á leiðinni frá Tyrklandi til grísku eyjunnar Kos. Kanadíski þingmaðurinn Fin Donnelly hefur nú sagt blaðamönnum þar í landi að hann lagði fram beiðni fyrir frænku bræðranna Alyan og Galip, Teema Kurdi, um að fjölskyldan fengi hæli í Kanada. Beiðni hennar var hafnað af starfsmönnum innflytjendastofnunar Kanada. Teema Kurdi er föðursystir drengjanna, en faðir þeirra Abdullah lifði slysið af. Hún bað þingmanninn um hjálp við að koma ættingjum sínum til Kanada í mars. Beiðni þeirra Teema og Donnelly var hafnað í júní. „Ég var að reyna að styðja þau og vinir mínir og nágrannar hafa hjálpað mér fjárhagslega, en okkur tókst ekki að koma þeim frá Tyrklandi. Þess vegna fóru þau í bátunum. Ég var að borga leigu fyrir þau í Tyrklandi, en það er komið hræðilega fram við Sýrlendinga þar,“ segir Teema í samtali við Ottawa Citizen.Bræðurnir Alyan og Galip.Mynd/TwitterHún frétti af örlögum ættingja sinna í gær morgun þegar eiginkona annars bróður hennar hringdi í hana. Teema var einnig að reyna að koma fjölskyldu hans til Kanada. „Abdullah hafði hringt í hana. Það eina sem hann sagði var: Konan mín og synir eru dáin.“ Teema segir að það eina sem Abdullah vilji gera núna, sé að fara með lík fjölskyldu sinnar aftur til Kobane og grafa þau þar. Vandamálið var, samkvæmt Guardian, að erfiðlega gengur fyrir fólk að fá opinberlega stöðu flóttafólks hjá Sameinuðu þjóðunum í Tyrklandi. Þá fengu þau ekki brottfararleyfi þaðan.Hafa vakið mikil viðbrögð Myndirnar af ferðalokum Alyan Kurdi hafa vakið gífurleg viðbrögð um allan heim og hafa þær verið settar á forsíður dagblaða og tímarita. Á samfélagsmiðlum hafa umræður sprottið upp um að nauðsynlegt sé að bregðast við vanda þessa fólks og að hjálpa þeim. Einnig hafa myndast umræður gegn birtingu slíkra mynda. Sumir segja að óþarfi sé að birta svo grófar myndir sem þessar en aðrir segja það nauðsynlegt.
Flóttamenn Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fjögur börn meðal hinna látnu Svo virðist sem flóttafólkið hafi reynt að komast út úr flutningabifreiðinni, sem fannst yfirgefin á fimmtudag með 71 lík innanborðs. Fjórir menn hafa verið handteknir. Í gær fundust um 200 lík út af ströndum Líbíu. 29. ágúst 2015 07:00 Ísland í dag: Flúði frá Íran til Evrópu Fór fótgangandi yfir landamærin til Tyrklands þar sem hann hitti smyglara sem kom honum um borð í 20 manna bát með 34 öðrum í von um að komast til Evrópu. 31. ágúst 2015 15:48 Yfir fjögur þúsund flóttamönnum bjargað síðastliðinn sólarhring Tuttugu og tvær mismunandi björgunaraðgerðir hafa átt sér stað á Miðjarðarhafi undanfarna 24 tíma. 30. maí 2015 22:21 Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24 Sjómönnum sagt að bjarga ekki drukknandi flóttafólki Yfirvöld í Aceh-héraði í Indónesíu hafa gefið þarlendum sjómönnum fyrirmæli um að bjarga ekki flóttafólki. 18. maí 2015 10:48 Flóttafólkið yrði innikróað Utanríkisráðherrar ESB samþykktu í gær að ráðist verði í hernaðaraðgerðir gegn smyglurum, sem sent hafa flóttafólk yfir Miðjarðarhafið á mistraustum fleytum. Fara á inn í landhelgi Líbíu og jafnvel í landhernað þar. 23. júní 2015 08:00 2.700 flóttamönnum bjargað í nótt Þýskt herskip og björgunarskip á vegum Lækna án landamæra tóku þátt í aðgerðunum. 16. júlí 2015 08:07 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Fjögur börn meðal hinna látnu Svo virðist sem flóttafólkið hafi reynt að komast út úr flutningabifreiðinni, sem fannst yfirgefin á fimmtudag með 71 lík innanborðs. Fjórir menn hafa verið handteknir. Í gær fundust um 200 lík út af ströndum Líbíu. 29. ágúst 2015 07:00
Ísland í dag: Flúði frá Íran til Evrópu Fór fótgangandi yfir landamærin til Tyrklands þar sem hann hitti smyglara sem kom honum um borð í 20 manna bát með 34 öðrum í von um að komast til Evrópu. 31. ágúst 2015 15:48
Yfir fjögur þúsund flóttamönnum bjargað síðastliðinn sólarhring Tuttugu og tvær mismunandi björgunaraðgerðir hafa átt sér stað á Miðjarðarhafi undanfarna 24 tíma. 30. maí 2015 22:21
Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24
Sjómönnum sagt að bjarga ekki drukknandi flóttafólki Yfirvöld í Aceh-héraði í Indónesíu hafa gefið þarlendum sjómönnum fyrirmæli um að bjarga ekki flóttafólki. 18. maí 2015 10:48
Flóttafólkið yrði innikróað Utanríkisráðherrar ESB samþykktu í gær að ráðist verði í hernaðaraðgerðir gegn smyglurum, sem sent hafa flóttafólk yfir Miðjarðarhafið á mistraustum fleytum. Fara á inn í landhelgi Líbíu og jafnvel í landhernað þar. 23. júní 2015 08:00
2.700 flóttamönnum bjargað í nótt Þýskt herskip og björgunarskip á vegum Lækna án landamæra tóku þátt í aðgerðunum. 16. júlí 2015 08:07