Erlent

Yfir fjögur þúsund flóttamönnum bjargað síðastliðinn sólarhring

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tuttugu og tvær mismunandi björgunaraðgerðir hafa átt sér stað á Miðjarðarhafi undanfarna 24 tíma.
Tuttugu og tvær mismunandi björgunaraðgerðir hafa átt sér stað á Miðjarðarhafi undanfarna 24 tíma. Vísir/AFP
Fleiri en 4.200 flóttamönnum hefur verið bjargað síðasta sólarhring af bátum á Miðjarðarhafi, samkvæmt ítölsku strandgæslunni.  Tuttugu  og tvær mismunandi björgunaraðgerðir fóru fram með aðstoð skipa frá Ítalíu, Írlandi, Þýskalandi, Belgíu og Bretlandi.



Stöðugur straumur flóttafólks hefur verið til Evrópu frá stríðshrjáðum og fátækum löndum í Afríku og Mið-Austurlöndum. Stór hluti þeirra hefur leitað til Ítalíu, sem hefur farið fyrir björgunaraðgerðum á svæðinu. Flestir leggja af stað frá ströndum Líbíu.



Þúsundir flóttamanna hafa látist á leiðinni yfir hafið en síðast í gær fundust sautján lík í báti undan ströndum Líbíu. Um 800 flóttamenn drukknuðu í síðasta mánuði á svæðinu þegar 20 metra langur fiskibátur þeirra sökk. Atvikið varð til þess að Evrópusambandið samþykkti aðgerðir sem beint er gegn smyglurum sem reyna að koma fólki yfir til Evrópu.



Um 35.500 flóttamenn hafa komið til Ítalíu fyrstu fjóra mánuði ársins, samkvæmt áætlunum Sameinuðu þjóðunum. Sú tala hefur hækkað talsvert á síðustu vikum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×