Erlent

Sjómönnum sagt að bjarga ekki drukknandi flóttafólki

Atli Ísleifsson skrifar
Fleiri þúsundir manna, aðallega Róhingya múslímar, eru nú á flótta undan ofsóknum og fátækt í Bangladess.
Fleiri þúsundir manna, aðallega Róhingya múslímar, eru nú á flótta undan ofsóknum og fátækt í Bangladess. Vísir/AFP
Yfirvöld í Aceh-héraði í Indónesíu hafa gefið þarlendum sjómönnum fyrirmæli um að bjarga ekki flóttafólki af illa búnum bátum undan strönd héraðsins, jafnvel þó það sé að drukkna.

Að minnsta kosti sjö hundruð flóttamenn frá Bangladess var bjargað af bátum undan strönd Aceh í síðustu viku. Um 1.500 flóttamenn hið minnsta hafast nú við í flóttamannabúðum í héraðinu.

Í frétt BBC kemur fram að talsmaður indónesíska hersins segi að það væri ólöglegt fyrir fleiri flóttamenn að komast inn í landið.

Öll ríki í heimshlutanum hafa lokað landamærunum fyrir flóttafólki. Fleiri þúsundir manna, aðallega Róhingya múslímar, eru nú á flótta undan ofsóknum og fátækt í Bangladess.

Hjálparstofnanir segja að fólk um borð í bátunum þjáist af vannæringu og nauðsynlegt sé að bregðast við ástandinu. Flóttafólk sem hefur komist að landi segir að fólk hafi látist í átökum um þann litla mat sem er um borð í bátunum.


Tengdar fréttir

Átta þúsund á hrakningi við Indónesíu

Nærri átta hundruð flóttamönnum var bjargað á land í Indónesíu í gær. Fólkið er á flótta frá Búrma, flestir múslimar sem sætt hafa ofsóknum af hálfu búddista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×