Regnbogi myndaðist þegar lögregla tvístraði gay pride göngu í Tyrklandi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. júní 2015 19:41 Lögregla sprautaði vatni úr háþrýstidælum á hópinn sem fagnaði gay pride. Vísir/EPA Þrátt fyrir að árleg gay pride ganga í Istanbúl, höfuðborg Tyrklands, hafi farið fram með rólegum hætti síðastliðin þrettán ár þótti lögreglu í borginni ástæða til þess að stöðva þátttakendur göngunnar með piparúða og með því að sprauta vatni á hóp fólks í göngunni. Vatnið myndaði regnboga yfir göngunni sem margir telja táknrænan. Yfirvöld í Istanbúl sögðust ekki hafa leyft gönguna af trúarlegum ástæðum en nú stendur Ramadan yfir sem er talið heilagt tímabil hjá múslimum. Þrátt fyrir þetta ákváðu skipuleggjendur að halda gönguna. Í fyrra var gangan farin á sama tímabili og þá var ekkert gert til þess að stöðva hana.Taksim'de polisin sıktığı tazyikli su gökkuşağı oluşturalı 1 gün oldu. pic.twitter.com/CRSmP6nerw— Kaç Saat Oldu? (@saatoldu) June 29, 2015 Aktivistar í Tyrklandi hafa haldið því fram að raunveruleg ástæða fyrir aðgerðum lögreglu í göngunni sem farin nú á sunnudag sé í raun að þagga niður í LGBT hreyfingunni. Hreyfingin standi með öðrum minnihlutahópum og sé orðin ansi sterk í Tyrklandi. Því telji forseti landsins, Recep Tayyip Erdogan, að nauðsynlegt sé að tryggja völd sín og þar að auki höfða til hins íhaldssamari hluta kjósenda. Mynd af regnboga sem myndaðist yfir göngunni eftir að lögregla hafði sprautað vatni úr háþrýstidælum á hópinn hefur vakið mikla athygli í Tyrklandi. Regnbogafáninn er merki LGBT hreyfingarinnar og því þótti mörgum myndin ansi táknræn en samkvæmt vef Independent er þó enn sá möguleiki fyrir hendi að regnboganum hafi verið bætt inn á myndina í myndvinnsluforriti. Í þeirri frétt kemur þó fram að ein og hálf milljón manna hafi séð myndina og að henni hafi verið dreift víða í Tyrklandi.Gangan var líka farin þegar Ramadan stóð yfir í fyrra en þá kom ekki til neinna átaka.Vísir/EPAGangan hefur fengið að fara fram með friðsælum hætti síðastliðin ár.Vísir/EPARegnboginn er tákn LBGT hreyfingarinnar.Vísir/EPA Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Þrátt fyrir að árleg gay pride ganga í Istanbúl, höfuðborg Tyrklands, hafi farið fram með rólegum hætti síðastliðin þrettán ár þótti lögreglu í borginni ástæða til þess að stöðva þátttakendur göngunnar með piparúða og með því að sprauta vatni á hóp fólks í göngunni. Vatnið myndaði regnboga yfir göngunni sem margir telja táknrænan. Yfirvöld í Istanbúl sögðust ekki hafa leyft gönguna af trúarlegum ástæðum en nú stendur Ramadan yfir sem er talið heilagt tímabil hjá múslimum. Þrátt fyrir þetta ákváðu skipuleggjendur að halda gönguna. Í fyrra var gangan farin á sama tímabili og þá var ekkert gert til þess að stöðva hana.Taksim'de polisin sıktığı tazyikli su gökkuşağı oluşturalı 1 gün oldu. pic.twitter.com/CRSmP6nerw— Kaç Saat Oldu? (@saatoldu) June 29, 2015 Aktivistar í Tyrklandi hafa haldið því fram að raunveruleg ástæða fyrir aðgerðum lögreglu í göngunni sem farin nú á sunnudag sé í raun að þagga niður í LGBT hreyfingunni. Hreyfingin standi með öðrum minnihlutahópum og sé orðin ansi sterk í Tyrklandi. Því telji forseti landsins, Recep Tayyip Erdogan, að nauðsynlegt sé að tryggja völd sín og þar að auki höfða til hins íhaldssamari hluta kjósenda. Mynd af regnboga sem myndaðist yfir göngunni eftir að lögregla hafði sprautað vatni úr háþrýstidælum á hópinn hefur vakið mikla athygli í Tyrklandi. Regnbogafáninn er merki LGBT hreyfingarinnar og því þótti mörgum myndin ansi táknræn en samkvæmt vef Independent er þó enn sá möguleiki fyrir hendi að regnboganum hafi verið bætt inn á myndina í myndvinnsluforriti. Í þeirri frétt kemur þó fram að ein og hálf milljón manna hafi séð myndina og að henni hafi verið dreift víða í Tyrklandi.Gangan var líka farin þegar Ramadan stóð yfir í fyrra en þá kom ekki til neinna átaka.Vísir/EPAGangan hefur fengið að fara fram með friðsælum hætti síðastliðin ár.Vísir/EPARegnboginn er tákn LBGT hreyfingarinnar.Vísir/EPA
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira