Þóttust vera lesbískt par til að reyna staðgöngumæðrun Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2015 17:47 Íslensk kona, sem setti sig í samband við hjón sem auglýstu eftir staðgöngumóður á Facebook, gerði tvisvar á síðasta ári tilraunir til að ganga með barn fyrir þau. Í seinna skiptið var það reynt hér á landi þrátt fyrir að það væri ólöglegt. Konan segist fyrst hafa hugsað um að gerast staðgöngumóðir eftir að hún átti sjálf barn fyrir nokkrum árum. Eftir að hafa kynnt sér málið datt hún niður á lokaða Facebooksíðu í byrjun árs 2012 þar sem hjón óskuðu eftir staðgöngumóður. Í maí á þessu ári var svo ákveðið að staðgöngumóðirin og konan, sem setti inn auglýsinguna, færu til Grikklands þar sem fyrri tilraunin var gerð. Hjónin höfðu nokkrum árum fyrr farið þangað, í sama tilgangi með annarri staðgöngumóður, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Það varð aftur raunin. „Það voru aldrei efasemdir um það að ég vildi þetta. Ég efaðist aldrei um það og það var enginn léttir, ekki nokkur einasti léttir sem kom yfir þegar ég komst að því að ég varð ekki ófrísk,“ segir staðgöngumóðirin. Eftir að konurnar komu heim var ákveðið að gera aðra tilraun á Íslandi, þrátt fyrir að það væri í raun ólöglegt. Til að geta farið í meðferðir í Art Medica þurfti að gera viðeigandi ráðstafanir. Hjónin skildu að nafninu til og konurnar skráðu sig í sambúð og þóttust þannig vera lesbískt par. „Í síðara skiptið þá er það orðið úr að við erum búnar að skrá okkur í sambúð því það er eina leiðin tilað geta gert þetta hér á landi með tilheyrandi réttaröryggi. Við vorum þarna á pappírum lessur, eða í sambúð, og í skjóli þess að vera þarna löglegar á þessum pappírum þá gerum við aðra tilraun sem reyndar ekki tekst heldur,“ segir konan. Hún telur mjög mikilvægt að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi, ekki síst vegna þess að glufur eru í kerfinu. „Það er hægt að fara framhjá kerfinu og það er ákveðin úrlausnarvandi sem að því getur fylgt að réttarstaðan sé ekki skilgreind. Þetta er jafnréttismál. Ég var alltaf alveg ákveðin í því að ég vildi gera þetta aftur. Ef að mínar aðstæður leyfa, eða umhverfið og umgjörðin leyfir, þá er ég ennþá til í að gera þetta þrátt fyrir að hafa gert núna fleiri en eina tilraun.“ Hjónin höfðu nokkrum sinnum á átta ára tímabili auglýst eftir staðgöngumóður í gegnum netið. Þau ákváðu að fara þá leið eftir að dóttir þeirra fæddist og ljóst varð að konan gæti ekki gengið með fleiri börn. Dótturina átti hún með glasafrjóvgun, og því voru til fósturvísar. Um tuttugu konur hafa haft samband við þau í gegnum auglýsingarnar. Engin þeirra sem vildi gerast staðgöngumóðir þekkti þau hjón persónulega og skýrt var tekið fram þeim auglýsingum sem settar voru upp að enginn hagnaður yrði af ferlinu. Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Sjá meira
Íslensk kona, sem setti sig í samband við hjón sem auglýstu eftir staðgöngumóður á Facebook, gerði tvisvar á síðasta ári tilraunir til að ganga með barn fyrir þau. Í seinna skiptið var það reynt hér á landi þrátt fyrir að það væri ólöglegt. Konan segist fyrst hafa hugsað um að gerast staðgöngumóðir eftir að hún átti sjálf barn fyrir nokkrum árum. Eftir að hafa kynnt sér málið datt hún niður á lokaða Facebooksíðu í byrjun árs 2012 þar sem hjón óskuðu eftir staðgöngumóður. Í maí á þessu ári var svo ákveðið að staðgöngumóðirin og konan, sem setti inn auglýsinguna, færu til Grikklands þar sem fyrri tilraunin var gerð. Hjónin höfðu nokkrum árum fyrr farið þangað, í sama tilgangi með annarri staðgöngumóður, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Það varð aftur raunin. „Það voru aldrei efasemdir um það að ég vildi þetta. Ég efaðist aldrei um það og það var enginn léttir, ekki nokkur einasti léttir sem kom yfir þegar ég komst að því að ég varð ekki ófrísk,“ segir staðgöngumóðirin. Eftir að konurnar komu heim var ákveðið að gera aðra tilraun á Íslandi, þrátt fyrir að það væri í raun ólöglegt. Til að geta farið í meðferðir í Art Medica þurfti að gera viðeigandi ráðstafanir. Hjónin skildu að nafninu til og konurnar skráðu sig í sambúð og þóttust þannig vera lesbískt par. „Í síðara skiptið þá er það orðið úr að við erum búnar að skrá okkur í sambúð því það er eina leiðin tilað geta gert þetta hér á landi með tilheyrandi réttaröryggi. Við vorum þarna á pappírum lessur, eða í sambúð, og í skjóli þess að vera þarna löglegar á þessum pappírum þá gerum við aðra tilraun sem reyndar ekki tekst heldur,“ segir konan. Hún telur mjög mikilvægt að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi, ekki síst vegna þess að glufur eru í kerfinu. „Það er hægt að fara framhjá kerfinu og það er ákveðin úrlausnarvandi sem að því getur fylgt að réttarstaðan sé ekki skilgreind. Þetta er jafnréttismál. Ég var alltaf alveg ákveðin í því að ég vildi gera þetta aftur. Ef að mínar aðstæður leyfa, eða umhverfið og umgjörðin leyfir, þá er ég ennþá til í að gera þetta þrátt fyrir að hafa gert núna fleiri en eina tilraun.“ Hjónin höfðu nokkrum sinnum á átta ára tímabili auglýst eftir staðgöngumóður í gegnum netið. Þau ákváðu að fara þá leið eftir að dóttir þeirra fæddist og ljóst varð að konan gæti ekki gengið með fleiri börn. Dótturina átti hún með glasafrjóvgun, og því voru til fósturvísar. Um tuttugu konur hafa haft samband við þau í gegnum auglýsingarnar. Engin þeirra sem vildi gerast staðgöngumóðir þekkti þau hjón persónulega og skýrt var tekið fram þeim auglýsingum sem settar voru upp að enginn hagnaður yrði af ferlinu.
Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Sjá meira