Þóttust vera lesbískt par til að reyna staðgöngumæðrun Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2015 17:47 Íslensk kona, sem setti sig í samband við hjón sem auglýstu eftir staðgöngumóður á Facebook, gerði tvisvar á síðasta ári tilraunir til að ganga með barn fyrir þau. Í seinna skiptið var það reynt hér á landi þrátt fyrir að það væri ólöglegt. Konan segist fyrst hafa hugsað um að gerast staðgöngumóðir eftir að hún átti sjálf barn fyrir nokkrum árum. Eftir að hafa kynnt sér málið datt hún niður á lokaða Facebooksíðu í byrjun árs 2012 þar sem hjón óskuðu eftir staðgöngumóður. Í maí á þessu ári var svo ákveðið að staðgöngumóðirin og konan, sem setti inn auglýsinguna, færu til Grikklands þar sem fyrri tilraunin var gerð. Hjónin höfðu nokkrum árum fyrr farið þangað, í sama tilgangi með annarri staðgöngumóður, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Það varð aftur raunin. „Það voru aldrei efasemdir um það að ég vildi þetta. Ég efaðist aldrei um það og það var enginn léttir, ekki nokkur einasti léttir sem kom yfir þegar ég komst að því að ég varð ekki ófrísk,“ segir staðgöngumóðirin. Eftir að konurnar komu heim var ákveðið að gera aðra tilraun á Íslandi, þrátt fyrir að það væri í raun ólöglegt. Til að geta farið í meðferðir í Art Medica þurfti að gera viðeigandi ráðstafanir. Hjónin skildu að nafninu til og konurnar skráðu sig í sambúð og þóttust þannig vera lesbískt par. „Í síðara skiptið þá er það orðið úr að við erum búnar að skrá okkur í sambúð því það er eina leiðin tilað geta gert þetta hér á landi með tilheyrandi réttaröryggi. Við vorum þarna á pappírum lessur, eða í sambúð, og í skjóli þess að vera þarna löglegar á þessum pappírum þá gerum við aðra tilraun sem reyndar ekki tekst heldur,“ segir konan. Hún telur mjög mikilvægt að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi, ekki síst vegna þess að glufur eru í kerfinu. „Það er hægt að fara framhjá kerfinu og það er ákveðin úrlausnarvandi sem að því getur fylgt að réttarstaðan sé ekki skilgreind. Þetta er jafnréttismál. Ég var alltaf alveg ákveðin í því að ég vildi gera þetta aftur. Ef að mínar aðstæður leyfa, eða umhverfið og umgjörðin leyfir, þá er ég ennþá til í að gera þetta þrátt fyrir að hafa gert núna fleiri en eina tilraun.“ Hjónin höfðu nokkrum sinnum á átta ára tímabili auglýst eftir staðgöngumóður í gegnum netið. Þau ákváðu að fara þá leið eftir að dóttir þeirra fæddist og ljóst varð að konan gæti ekki gengið með fleiri börn. Dótturina átti hún með glasafrjóvgun, og því voru til fósturvísar. Um tuttugu konur hafa haft samband við þau í gegnum auglýsingarnar. Engin þeirra sem vildi gerast staðgöngumóðir þekkti þau hjón persónulega og skýrt var tekið fram þeim auglýsingum sem settar voru upp að enginn hagnaður yrði af ferlinu. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Íslensk kona, sem setti sig í samband við hjón sem auglýstu eftir staðgöngumóður á Facebook, gerði tvisvar á síðasta ári tilraunir til að ganga með barn fyrir þau. Í seinna skiptið var það reynt hér á landi þrátt fyrir að það væri ólöglegt. Konan segist fyrst hafa hugsað um að gerast staðgöngumóðir eftir að hún átti sjálf barn fyrir nokkrum árum. Eftir að hafa kynnt sér málið datt hún niður á lokaða Facebooksíðu í byrjun árs 2012 þar sem hjón óskuðu eftir staðgöngumóður. Í maí á þessu ári var svo ákveðið að staðgöngumóðirin og konan, sem setti inn auglýsinguna, færu til Grikklands þar sem fyrri tilraunin var gerð. Hjónin höfðu nokkrum árum fyrr farið þangað, í sama tilgangi með annarri staðgöngumóður, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Það varð aftur raunin. „Það voru aldrei efasemdir um það að ég vildi þetta. Ég efaðist aldrei um það og það var enginn léttir, ekki nokkur einasti léttir sem kom yfir þegar ég komst að því að ég varð ekki ófrísk,“ segir staðgöngumóðirin. Eftir að konurnar komu heim var ákveðið að gera aðra tilraun á Íslandi, þrátt fyrir að það væri í raun ólöglegt. Til að geta farið í meðferðir í Art Medica þurfti að gera viðeigandi ráðstafanir. Hjónin skildu að nafninu til og konurnar skráðu sig í sambúð og þóttust þannig vera lesbískt par. „Í síðara skiptið þá er það orðið úr að við erum búnar að skrá okkur í sambúð því það er eina leiðin tilað geta gert þetta hér á landi með tilheyrandi réttaröryggi. Við vorum þarna á pappírum lessur, eða í sambúð, og í skjóli þess að vera þarna löglegar á þessum pappírum þá gerum við aðra tilraun sem reyndar ekki tekst heldur,“ segir konan. Hún telur mjög mikilvægt að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi, ekki síst vegna þess að glufur eru í kerfinu. „Það er hægt að fara framhjá kerfinu og það er ákveðin úrlausnarvandi sem að því getur fylgt að réttarstaðan sé ekki skilgreind. Þetta er jafnréttismál. Ég var alltaf alveg ákveðin í því að ég vildi gera þetta aftur. Ef að mínar aðstæður leyfa, eða umhverfið og umgjörðin leyfir, þá er ég ennþá til í að gera þetta þrátt fyrir að hafa gert núna fleiri en eina tilraun.“ Hjónin höfðu nokkrum sinnum á átta ára tímabili auglýst eftir staðgöngumóður í gegnum netið. Þau ákváðu að fara þá leið eftir að dóttir þeirra fæddist og ljóst varð að konan gæti ekki gengið með fleiri börn. Dótturina átti hún með glasafrjóvgun, og því voru til fósturvísar. Um tuttugu konur hafa haft samband við þau í gegnum auglýsingarnar. Engin þeirra sem vildi gerast staðgöngumóðir þekkti þau hjón persónulega og skýrt var tekið fram þeim auglýsingum sem settar voru upp að enginn hagnaður yrði af ferlinu.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira