Þóttust vera lesbískt par til að reyna staðgöngumæðrun Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2015 17:47 Íslensk kona, sem setti sig í samband við hjón sem auglýstu eftir staðgöngumóður á Facebook, gerði tvisvar á síðasta ári tilraunir til að ganga með barn fyrir þau. Í seinna skiptið var það reynt hér á landi þrátt fyrir að það væri ólöglegt. Konan segist fyrst hafa hugsað um að gerast staðgöngumóðir eftir að hún átti sjálf barn fyrir nokkrum árum. Eftir að hafa kynnt sér málið datt hún niður á lokaða Facebooksíðu í byrjun árs 2012 þar sem hjón óskuðu eftir staðgöngumóður. Í maí á þessu ári var svo ákveðið að staðgöngumóðirin og konan, sem setti inn auglýsinguna, færu til Grikklands þar sem fyrri tilraunin var gerð. Hjónin höfðu nokkrum árum fyrr farið þangað, í sama tilgangi með annarri staðgöngumóður, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Það varð aftur raunin. „Það voru aldrei efasemdir um það að ég vildi þetta. Ég efaðist aldrei um það og það var enginn léttir, ekki nokkur einasti léttir sem kom yfir þegar ég komst að því að ég varð ekki ófrísk,“ segir staðgöngumóðirin. Eftir að konurnar komu heim var ákveðið að gera aðra tilraun á Íslandi, þrátt fyrir að það væri í raun ólöglegt. Til að geta farið í meðferðir í Art Medica þurfti að gera viðeigandi ráðstafanir. Hjónin skildu að nafninu til og konurnar skráðu sig í sambúð og þóttust þannig vera lesbískt par. „Í síðara skiptið þá er það orðið úr að við erum búnar að skrá okkur í sambúð því það er eina leiðin tilað geta gert þetta hér á landi með tilheyrandi réttaröryggi. Við vorum þarna á pappírum lessur, eða í sambúð, og í skjóli þess að vera þarna löglegar á þessum pappírum þá gerum við aðra tilraun sem reyndar ekki tekst heldur,“ segir konan. Hún telur mjög mikilvægt að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi, ekki síst vegna þess að glufur eru í kerfinu. „Það er hægt að fara framhjá kerfinu og það er ákveðin úrlausnarvandi sem að því getur fylgt að réttarstaðan sé ekki skilgreind. Þetta er jafnréttismál. Ég var alltaf alveg ákveðin í því að ég vildi gera þetta aftur. Ef að mínar aðstæður leyfa, eða umhverfið og umgjörðin leyfir, þá er ég ennþá til í að gera þetta þrátt fyrir að hafa gert núna fleiri en eina tilraun.“ Hjónin höfðu nokkrum sinnum á átta ára tímabili auglýst eftir staðgöngumóður í gegnum netið. Þau ákváðu að fara þá leið eftir að dóttir þeirra fæddist og ljóst varð að konan gæti ekki gengið með fleiri börn. Dótturina átti hún með glasafrjóvgun, og því voru til fósturvísar. Um tuttugu konur hafa haft samband við þau í gegnum auglýsingarnar. Engin þeirra sem vildi gerast staðgöngumóðir þekkti þau hjón persónulega og skýrt var tekið fram þeim auglýsingum sem settar voru upp að enginn hagnaður yrði af ferlinu. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Íslensk kona, sem setti sig í samband við hjón sem auglýstu eftir staðgöngumóður á Facebook, gerði tvisvar á síðasta ári tilraunir til að ganga með barn fyrir þau. Í seinna skiptið var það reynt hér á landi þrátt fyrir að það væri ólöglegt. Konan segist fyrst hafa hugsað um að gerast staðgöngumóðir eftir að hún átti sjálf barn fyrir nokkrum árum. Eftir að hafa kynnt sér málið datt hún niður á lokaða Facebooksíðu í byrjun árs 2012 þar sem hjón óskuðu eftir staðgöngumóður. Í maí á þessu ári var svo ákveðið að staðgöngumóðirin og konan, sem setti inn auglýsinguna, færu til Grikklands þar sem fyrri tilraunin var gerð. Hjónin höfðu nokkrum árum fyrr farið þangað, í sama tilgangi með annarri staðgöngumóður, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Það varð aftur raunin. „Það voru aldrei efasemdir um það að ég vildi þetta. Ég efaðist aldrei um það og það var enginn léttir, ekki nokkur einasti léttir sem kom yfir þegar ég komst að því að ég varð ekki ófrísk,“ segir staðgöngumóðirin. Eftir að konurnar komu heim var ákveðið að gera aðra tilraun á Íslandi, þrátt fyrir að það væri í raun ólöglegt. Til að geta farið í meðferðir í Art Medica þurfti að gera viðeigandi ráðstafanir. Hjónin skildu að nafninu til og konurnar skráðu sig í sambúð og þóttust þannig vera lesbískt par. „Í síðara skiptið þá er það orðið úr að við erum búnar að skrá okkur í sambúð því það er eina leiðin tilað geta gert þetta hér á landi með tilheyrandi réttaröryggi. Við vorum þarna á pappírum lessur, eða í sambúð, og í skjóli þess að vera þarna löglegar á þessum pappírum þá gerum við aðra tilraun sem reyndar ekki tekst heldur,“ segir konan. Hún telur mjög mikilvægt að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hér á landi, ekki síst vegna þess að glufur eru í kerfinu. „Það er hægt að fara framhjá kerfinu og það er ákveðin úrlausnarvandi sem að því getur fylgt að réttarstaðan sé ekki skilgreind. Þetta er jafnréttismál. Ég var alltaf alveg ákveðin í því að ég vildi gera þetta aftur. Ef að mínar aðstæður leyfa, eða umhverfið og umgjörðin leyfir, þá er ég ennþá til í að gera þetta þrátt fyrir að hafa gert núna fleiri en eina tilraun.“ Hjónin höfðu nokkrum sinnum á átta ára tímabili auglýst eftir staðgöngumóður í gegnum netið. Þau ákváðu að fara þá leið eftir að dóttir þeirra fæddist og ljóst varð að konan gæti ekki gengið með fleiri börn. Dótturina átti hún með glasafrjóvgun, og því voru til fósturvísar. Um tuttugu konur hafa haft samband við þau í gegnum auglýsingarnar. Engin þeirra sem vildi gerast staðgöngumóðir þekkti þau hjón persónulega og skýrt var tekið fram þeim auglýsingum sem settar voru upp að enginn hagnaður yrði af ferlinu.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira