Erlent

Sameinuðu þjóðirnar vilja útrýma örbirgð

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Börn í Kasmír leika sér.
Börn í Kasmír leika sér. vísir/epa
Um helgina samþykktu aðildarríki Sameinuðu þjóðanna drög að nýrri þróunaráætlun sem á að breyta heiminum til hins betra á fimmtán árum. Meðal annars er stefnt að því að útrýma allri örbirgð og draga verulega úr almennri fátækt í heiminum.

Drögin verða lögð fyrir leiðtogafund um sjálfbæra þróun, sem haldinn verður í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York dagana 25. til 27. september.

Alls eru þarna sett sautján meginmarkmið, sem meðal annars snúast um að draga úr fátækt, tryggja mataröryggi, efla heilbrigði, tryggja öllum menntun, koma á jafnrétti kynjanna og tryggja öllum aðgang að nægu vatni og orku, svo nokkur helstu markmiðin séu nefnd.

Þessi sautján nýju markmið eiga að taka við af þúsaldarmarkmiðunum átta, sem sett voru árið 2000 og snerust einnig um að draga úr fátækt, efla heilbrigði, jafna stöðu kynjanna og tryggja fleirum aðgang að vatni. Þau markmið hafa reyndar ekki náðst, enda búa 800 milljónir manna enn við örbirgð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×