Emil sekúndubroti frá því að fá kúlu í andlitið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. október 2015 09:25 Kolbeinn fagnar kasti sínu í gær en Emil stendur fyrir aftan Elías Sveinsson, fyrrum kúluvarpara. Mynd/Aðsend Emil Hallfreðsson slapp með skrekkinn þegar strákarnir í íslenska landsliðinu brugðu á leik eftir æfingu liðsins á Laugardalsvelli í gær. Ólympíufarinn Elías Sveinsson, fyrrum kúluvarpari, skoraði á strákana í kúluvarpskeppni í gær en Þorgrímur Þráinsson, sem á sæti í landsliðsnefnd KSÍ, sagði á greindi frá þessu á Facebook síðu sinni í gær. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson tók áskorun Elíasar sem kastaði fyrstur. Aron Einar, sem er þekktur fyrir að grýta boltanum langt inn á markteig úr innköstum sínum, gerði sér lítið fyrir og kastaði talsvert lengra en Elías. Kolbeinn Sigþórsson tók einnig í kúluna en fyrra kast misheppnaðist svo illa að kúlan hafnaði langt utan gryfjunnar og munaði aðeins sekúndubrotum að Emil Hallfreðsson hafi fengið kúluna í andlitið. Að sögn Þorgríms má þakka fyrir að Emil hafi verið „vakandi“ og náð að bægja sér undan á síðustu stundu. Kolbeinn kastaði öðru sinni og heppnaðist það betur, eins og sjá má á viðbrögðum hans á meðfylgjandi mynd sem Þorgrímur tók. Vísir fékk leyfi hans til að endurbirta hana hér. Þorgrímur ítrekar að allt hafi verið gert í léttu gríni og að menn hafi getað hlegið að öllu saman, líkt og algengt er á meðal strákanna.Uppfært 9.10. Rétt skal að taka það fram að Elías Sveinsson kastaði án atrennu en Aron Einar með atrennu. Fótbolti Tengdar fréttir Býr enn á hóteli Kolbeinn Sigþórsson hefur enn ekki fundið netmöskvana í Frakklandi en er þó þegar kominn með rautt spjald. Honum líður vel í Nantes þrátt fyrir að búa enn á hótelherbergi með unga fjölskyldu sína. 7. október 2015 06:30 Emil: Við viljum ekki gefa forseta Chievo pening Stuðningsmenn Hellas Verona létu varla sjá sig á borgarslagnum gegn Chievo um síðustu helgi þar sem Emil Hallfreðsson var í byrjunarliðinu. 7. október 2015 17:30 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Sjá meira
Emil Hallfreðsson slapp með skrekkinn þegar strákarnir í íslenska landsliðinu brugðu á leik eftir æfingu liðsins á Laugardalsvelli í gær. Ólympíufarinn Elías Sveinsson, fyrrum kúluvarpari, skoraði á strákana í kúluvarpskeppni í gær en Þorgrímur Þráinsson, sem á sæti í landsliðsnefnd KSÍ, sagði á greindi frá þessu á Facebook síðu sinni í gær. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson tók áskorun Elíasar sem kastaði fyrstur. Aron Einar, sem er þekktur fyrir að grýta boltanum langt inn á markteig úr innköstum sínum, gerði sér lítið fyrir og kastaði talsvert lengra en Elías. Kolbeinn Sigþórsson tók einnig í kúluna en fyrra kast misheppnaðist svo illa að kúlan hafnaði langt utan gryfjunnar og munaði aðeins sekúndubrotum að Emil Hallfreðsson hafi fengið kúluna í andlitið. Að sögn Þorgríms má þakka fyrir að Emil hafi verið „vakandi“ og náð að bægja sér undan á síðustu stundu. Kolbeinn kastaði öðru sinni og heppnaðist það betur, eins og sjá má á viðbrögðum hans á meðfylgjandi mynd sem Þorgrímur tók. Vísir fékk leyfi hans til að endurbirta hana hér. Þorgrímur ítrekar að allt hafi verið gert í léttu gríni og að menn hafi getað hlegið að öllu saman, líkt og algengt er á meðal strákanna.Uppfært 9.10. Rétt skal að taka það fram að Elías Sveinsson kastaði án atrennu en Aron Einar með atrennu.
Fótbolti Tengdar fréttir Býr enn á hóteli Kolbeinn Sigþórsson hefur enn ekki fundið netmöskvana í Frakklandi en er þó þegar kominn með rautt spjald. Honum líður vel í Nantes þrátt fyrir að búa enn á hótelherbergi með unga fjölskyldu sína. 7. október 2015 06:30 Emil: Við viljum ekki gefa forseta Chievo pening Stuðningsmenn Hellas Verona létu varla sjá sig á borgarslagnum gegn Chievo um síðustu helgi þar sem Emil Hallfreðsson var í byrjunarliðinu. 7. október 2015 17:30 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Sjá meira
Býr enn á hóteli Kolbeinn Sigþórsson hefur enn ekki fundið netmöskvana í Frakklandi en er þó þegar kominn með rautt spjald. Honum líður vel í Nantes þrátt fyrir að búa enn á hótelherbergi með unga fjölskyldu sína. 7. október 2015 06:30
Emil: Við viljum ekki gefa forseta Chievo pening Stuðningsmenn Hellas Verona létu varla sjá sig á borgarslagnum gegn Chievo um síðustu helgi þar sem Emil Hallfreðsson var í byrjunarliðinu. 7. október 2015 17:30