Sagðir stórgræða á olíusölu Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2015 14:15 Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki eru sögð hagnast um allt að fimmtíu milljónir dala á mánuði hverjum vegna olíusölu. Skjáskot Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki eru sögð hagnast um allt að fimmtíu milljónir dala á mánuði hverjum vegna olíusölu, sem samsvarar rúmum sex milljörðum króna. Samtökin selja hráolíu frá olíulindum sem þeir stjórna í Sýrlandi og í Írak. Ekki hefur tekist að tortíma framleiðslunni þrátt fyrir að Bandaríkin hafi ætlað sér það með loftárásum. Þó hafa ISIS þurft að breyta sölukerfi sínu verulega, vegna loftárásanna, en olíuhagnaðurinn er stærsta ástæða þess að samtökin hafa haldið yfirráðasvæði sínu í Sýrlandi og Írak. Í byrjun mánaðarins voru birt skjöl sem virtust vera fjárhagsyfirlit héraðsstjórnar Íslamska ríkisins í Deir Ezzor í Sýrlandi. Þar mátti sjá að þjófnaður væri í raun stærsta tekjulind samtakanna. AP fréttaveitan segist hins vegar hafa komist yfir skjöl „fjárhagsráðuneytis“ Íslamska ríkisins sem sýnir að samtökin högnuðust um 46,7 milljónir dala í apríl. Þar mátti sjá reknar væru 253 olíulindir í Sýrlandi og að 161 af þeim væru enn nothæfar. 257 verkfræðingar starfa fyrir samtökin í Sýrlandi og 1.107 starfsmenn í heildina.Verkfræðingar frá Írak og Kúrdistan vinna fyrir ISIS Verkfræðingar frá Írak og sjálfsstjórnarsvæði Kúrda í Írak eru ráðnir tímabundið til að hjálpa ISIS við vinnsluna og sérfræðingar sem AP ræddi við segja þá fá gífurlega mikið borgað fyrir vinnu sína. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar innan írösku leyniþjónustunnar segja ISIS selja olíuna til smyglara á allt frá tíu til 35 dali fyrir tunnuna. Á alþjóðamörkuðum er verðið um 50 dalir. Smyglararnir selja olíuna til sölumanna í Tyrklandi. Í fyrstu var olían flutt í stórum bílalestum tankbíla, en því þurfti að hætta vegna loftárása. Nú er hún flutt í minni bílum sem ekki mynda bílalestir.Reyna að stöðva smygl Talið er að samtökin dæli um 30 þúsund tunnum af olíu úr jörðu í Sýrlandi á degi hverjum og um tíu til tuttugu þúsund tunnum í Írak. Þar eru helstu olíulindir samtakanna við borgina Mosul. Framleiðsla samtakanna í Írak er þó ekki seld, heldur unnin af samtökunum í Sýrlandi og notuð til eldsneytis. Í svari skrifstofu forsætisráðherra Tyrklands til AP segir að búið væri að gera ráðstafanir sem ættu nánast að stöðva smygl olíu yfir landamæri Sýrlands og Tyrklands. Þá segir að til loka september hafi yfirvöld komið í veg fyrir smygl 3.319 sinnum og lagt hald á 5,5 milljón lítra af olíu. Ofan á þessar tekjur rændu vígamenn samtakanna útibú Seðlabanka Íraks í Mosul og aðra banka, þegar borgin féll í hendur þeirra í fyrra. Talið er að þá hafi samtökin rænt allt að milljarði dala.Vinna áfram að því að stöðva tekjuflæðið Bandaríkin og bandamenn þeirra gerðu umfangsmiklar árásir gegn olíuframleiðslu ISIS í Omar í Sýrlandi. Talið er að fjárhagslegt tjón samtakanna vegna árásanna verði frá 1,7 til 5,1 milljón dala á mánuði. Samtökin halda nú tæpum þriðjungi af Írak og Sýrlandi. Víða er barist gegn þeim og vinna öryggissveitir í Írak nú að því að reka vígamenn samtakanna úr Ramadi og Beiji, þar sem finna má stærstu olíulindir landsins. Aðgerðirnar eru studdar af loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Mið-Austurlönd Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki eru sögð hagnast um allt að fimmtíu milljónir dala á mánuði hverjum vegna olíusölu, sem samsvarar rúmum sex milljörðum króna. Samtökin selja hráolíu frá olíulindum sem þeir stjórna í Sýrlandi og í Írak. Ekki hefur tekist að tortíma framleiðslunni þrátt fyrir að Bandaríkin hafi ætlað sér það með loftárásum. Þó hafa ISIS þurft að breyta sölukerfi sínu verulega, vegna loftárásanna, en olíuhagnaðurinn er stærsta ástæða þess að samtökin hafa haldið yfirráðasvæði sínu í Sýrlandi og Írak. Í byrjun mánaðarins voru birt skjöl sem virtust vera fjárhagsyfirlit héraðsstjórnar Íslamska ríkisins í Deir Ezzor í Sýrlandi. Þar mátti sjá að þjófnaður væri í raun stærsta tekjulind samtakanna. AP fréttaveitan segist hins vegar hafa komist yfir skjöl „fjárhagsráðuneytis“ Íslamska ríkisins sem sýnir að samtökin högnuðust um 46,7 milljónir dala í apríl. Þar mátti sjá reknar væru 253 olíulindir í Sýrlandi og að 161 af þeim væru enn nothæfar. 257 verkfræðingar starfa fyrir samtökin í Sýrlandi og 1.107 starfsmenn í heildina.Verkfræðingar frá Írak og Kúrdistan vinna fyrir ISIS Verkfræðingar frá Írak og sjálfsstjórnarsvæði Kúrda í Írak eru ráðnir tímabundið til að hjálpa ISIS við vinnsluna og sérfræðingar sem AP ræddi við segja þá fá gífurlega mikið borgað fyrir vinnu sína. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar innan írösku leyniþjónustunnar segja ISIS selja olíuna til smyglara á allt frá tíu til 35 dali fyrir tunnuna. Á alþjóðamörkuðum er verðið um 50 dalir. Smyglararnir selja olíuna til sölumanna í Tyrklandi. Í fyrstu var olían flutt í stórum bílalestum tankbíla, en því þurfti að hætta vegna loftárása. Nú er hún flutt í minni bílum sem ekki mynda bílalestir.Reyna að stöðva smygl Talið er að samtökin dæli um 30 þúsund tunnum af olíu úr jörðu í Sýrlandi á degi hverjum og um tíu til tuttugu þúsund tunnum í Írak. Þar eru helstu olíulindir samtakanna við borgina Mosul. Framleiðsla samtakanna í Írak er þó ekki seld, heldur unnin af samtökunum í Sýrlandi og notuð til eldsneytis. Í svari skrifstofu forsætisráðherra Tyrklands til AP segir að búið væri að gera ráðstafanir sem ættu nánast að stöðva smygl olíu yfir landamæri Sýrlands og Tyrklands. Þá segir að til loka september hafi yfirvöld komið í veg fyrir smygl 3.319 sinnum og lagt hald á 5,5 milljón lítra af olíu. Ofan á þessar tekjur rændu vígamenn samtakanna útibú Seðlabanka Íraks í Mosul og aðra banka, þegar borgin féll í hendur þeirra í fyrra. Talið er að þá hafi samtökin rænt allt að milljarði dala.Vinna áfram að því að stöðva tekjuflæðið Bandaríkin og bandamenn þeirra gerðu umfangsmiklar árásir gegn olíuframleiðslu ISIS í Omar í Sýrlandi. Talið er að fjárhagslegt tjón samtakanna vegna árásanna verði frá 1,7 til 5,1 milljón dala á mánuði. Samtökin halda nú tæpum þriðjungi af Írak og Sýrlandi. Víða er barist gegn þeim og vinna öryggissveitir í Írak nú að því að reka vígamenn samtakanna úr Ramadi og Beiji, þar sem finna má stærstu olíulindir landsins. Aðgerðirnar eru studdar af loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra.
Mið-Austurlönd Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira