Vindhraði í fellibylnum gæti verið allt að 89 metrar á sekúndu með sterkari vindhviðum. Patricia gæti valdið manfalli og gífurlegu tjóni.
Styrkur Patricia er sambærilegur fellibylnum Haiyan sem skall á Filippseyjum árið 2013. Þá létu rúmlega sex þúsund manns lífið og eyðileggingin var gífurleg.
Yfirvöld í Mexíkó eru byrjuð að flytja íbúa af svæðum sem talið er að verði á vegi fellibylsins og hefur neyðarástandi hefur verið lýst yfir í þremur héruðum. Óttast er að fellibylurinn muni valda flóðum og jarðskriðum auk þess að vindarnir eru sagðir vera nógu sterkir til að koma flugvél á loft og halda henni í lofti.