Gríðarlegar hamfarir á Filippseyjum Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2013 06:45 Íbúar í Tacloban halda fyrir vit sér til að forðast lyktina af líkum sem liggja meðfram götum og í rústum borgarinnar. Mynd/AP Filippseyjar Fellibylurinn Haiyan skall á austurströnd Filippseyja síðastliðinn föstudag, en umfang eyðileggingarinnar varð þó ekki ljóst fyrr en í gær þegar í ljós kom að allt að 10.000 manns höfðu látið lífið í borginni Tacloban á eyjunni Leyte. Þó hafði ríkisstjórn Filippseyja flutt 800.000 manns af svæðinu áður en veðrið skall á. Einnig hefur heyrst að hundruð ef ekki þúsund séu látin og týnd í nærliggjandi þorpum og eyjum. Ljóst er að fullt umfang eyðileggingarinnar af völdum Haiyan mun ekki koma í ljós fyrr en eftir nokkurn tíma. Haiyan er mannskæðasti fellibylur sem skollið hefur á Filippseyjum, en íbúar landsins eru ekki óvanir slkum hamförum því um 20 fellibyljir og stormar fara yfir eyjaklasann á hverju ári. Að sögn veðurfræðinga liggja eyjarnar á helstu fellibyljabraut á jörðinni. Auk þess eru Filippseyjar við hinn svokallaða „Eldhring“ Kyrrahafsins, þar sem eldgos og jarðskjálftar eru algeng. Í síðasta mánuði létust 220 manns í jarðskjálfta sem jafnframt skildi eftir sig gífurlega eyðileggingu. Sandy Torotoro sem býr nálægt flugvelli Tacloban sagði við fréttamenn AP að vatnið hefði náð jafn hátt og kókospálmar. Hann sópaðist burt með vatninu ásamt húsinu þar sem hann bjó með konu sinni og átta ára dóttur, en það rifnaði upp af grunninum. „Þegar við vorum í vatninu voru margir sem sveifluðu höndunum og kölluðu á hjálp. En hvað gátum við gert? Við þurftum einnig hjálp.“ Lík héngu í trjám og lágu víða við gangstéttir og í rústum. Brotist var inn í verslanir og bensínstöðvar þar sem fólk leitaði að mat, eldsneyti og hreinu vatni. Á eyjunni Samar hafa 300 manns látið lífið og 2.000 er saknað. Embættismenn þar sögðu sjávarhæð hafa hækkað um sex metra þegar fellibylurinn reið yfir og enn hafði ekki náðst til margra bæja á eynni. Eftir að hafa heimsótt Tacloban á laugardag sagði innanríkisráðherra Filippseyja, Mar Roxas, að öll nútímaþægindi eins og samskiptakerfi, orku- og vatnsveitur væru í lamasessi. „Það er engin leið að hafa samband við fólk“. Forseti Filippseyja, Benigno Aquino III, flaug til Leyte í gær og sagði ríkisstjórnina setja í forgang að koma aftur á orku og samskiptum. Ríkisstjórn Filippseyja hefur einnig samþykkt að taka við hjálp frá bandamönnum sínum í Evrópu og Ameríku. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur skipað Kyrrahafsflotanum að senda skip og flugvélar á svæðið til að styðja leitaraðgerðir og flytja birgðir. Jose Manuel Barroso hefur sent forseta Filippseyja boð um að ESB sé tilbúið að veita aðstoð ef eftir henni verði óskað. Í Kaupmannahöfn í gær var UNICEF að undirbúa sendingu 60 tonna af hjálpargögnum til Filippseyja og er reiknað með að þau komist til eyjanna á þriðjudaginn. Búist er við að fellibylurinn lendi á Norður-Víetnam og Suður-Kína á mánudagsmorgni að staðartíma og er spáð 33-39 metrum á sekúndu. Á vef BBC er sagt frá því að búið sé að flytja 600.000 manns af svæðum í Víetnam sem eru í hættu en íbúar sem eftir eru hafa safnað mat og vatni í stórum stíl og eru búðarhillur að mestu tómar.Íbúar ganga í gegnum rústir heimila, þar sem skip hefur skolast á land í ofsaveðrinu.Mynd/AP Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Filippseyjar Fellibylurinn Haiyan skall á austurströnd Filippseyja síðastliðinn föstudag, en umfang eyðileggingarinnar varð þó ekki ljóst fyrr en í gær þegar í ljós kom að allt að 10.000 manns höfðu látið lífið í borginni Tacloban á eyjunni Leyte. Þó hafði ríkisstjórn Filippseyja flutt 800.000 manns af svæðinu áður en veðrið skall á. Einnig hefur heyrst að hundruð ef ekki þúsund séu látin og týnd í nærliggjandi þorpum og eyjum. Ljóst er að fullt umfang eyðileggingarinnar af völdum Haiyan mun ekki koma í ljós fyrr en eftir nokkurn tíma. Haiyan er mannskæðasti fellibylur sem skollið hefur á Filippseyjum, en íbúar landsins eru ekki óvanir slkum hamförum því um 20 fellibyljir og stormar fara yfir eyjaklasann á hverju ári. Að sögn veðurfræðinga liggja eyjarnar á helstu fellibyljabraut á jörðinni. Auk þess eru Filippseyjar við hinn svokallaða „Eldhring“ Kyrrahafsins, þar sem eldgos og jarðskjálftar eru algeng. Í síðasta mánuði létust 220 manns í jarðskjálfta sem jafnframt skildi eftir sig gífurlega eyðileggingu. Sandy Torotoro sem býr nálægt flugvelli Tacloban sagði við fréttamenn AP að vatnið hefði náð jafn hátt og kókospálmar. Hann sópaðist burt með vatninu ásamt húsinu þar sem hann bjó með konu sinni og átta ára dóttur, en það rifnaði upp af grunninum. „Þegar við vorum í vatninu voru margir sem sveifluðu höndunum og kölluðu á hjálp. En hvað gátum við gert? Við þurftum einnig hjálp.“ Lík héngu í trjám og lágu víða við gangstéttir og í rústum. Brotist var inn í verslanir og bensínstöðvar þar sem fólk leitaði að mat, eldsneyti og hreinu vatni. Á eyjunni Samar hafa 300 manns látið lífið og 2.000 er saknað. Embættismenn þar sögðu sjávarhæð hafa hækkað um sex metra þegar fellibylurinn reið yfir og enn hafði ekki náðst til margra bæja á eynni. Eftir að hafa heimsótt Tacloban á laugardag sagði innanríkisráðherra Filippseyja, Mar Roxas, að öll nútímaþægindi eins og samskiptakerfi, orku- og vatnsveitur væru í lamasessi. „Það er engin leið að hafa samband við fólk“. Forseti Filippseyja, Benigno Aquino III, flaug til Leyte í gær og sagði ríkisstjórnina setja í forgang að koma aftur á orku og samskiptum. Ríkisstjórn Filippseyja hefur einnig samþykkt að taka við hjálp frá bandamönnum sínum í Evrópu og Ameríku. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur skipað Kyrrahafsflotanum að senda skip og flugvélar á svæðið til að styðja leitaraðgerðir og flytja birgðir. Jose Manuel Barroso hefur sent forseta Filippseyja boð um að ESB sé tilbúið að veita aðstoð ef eftir henni verði óskað. Í Kaupmannahöfn í gær var UNICEF að undirbúa sendingu 60 tonna af hjálpargögnum til Filippseyja og er reiknað með að þau komist til eyjanna á þriðjudaginn. Búist er við að fellibylurinn lendi á Norður-Víetnam og Suður-Kína á mánudagsmorgni að staðartíma og er spáð 33-39 metrum á sekúndu. Á vef BBC er sagt frá því að búið sé að flytja 600.000 manns af svæðum í Víetnam sem eru í hættu en íbúar sem eftir eru hafa safnað mat og vatni í stórum stíl og eru búðarhillur að mestu tómar.Íbúar ganga í gegnum rústir heimila, þar sem skip hefur skolast á land í ofsaveðrinu.Mynd/AP
Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira