Tjá sig um mögulegan lækningamátt kannabisolíu: „Einfaldlega ekki byggt á neinum rökum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. febrúar 2015 12:12 „Það er ekkert til í því að kannabisolía hafi lækningamátt við krabbameini,“ Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði í viðtali á Bylgjunni í morgun en hann var gestur þáttarins ásamt Gunnari Bjarna Ragnarssyni, yfirlæknir og krabbameinslæknir á LSH. Þar ræddu þeir um mögulegan lækningamátt kannabis. „Það er mjög einfalt að meta þetta, ef maður skoðar þær rannsóknir sem hafa verið birtar um áhrifamátt olíunnar. Þetta er einfaldlega ekki byggt á neinum rökum og það er geysilega alvarlegt þegar menn koma fram með svona stórar yfirlýsingar,“ segir Magnús Karl. Þar vitnar hann í orð Rick Simpson sem var gestur í þættinum Í bítið í síðustu viku. Þar talaði hann fyrir lækningamætti kannabisolíunnar og þá sérstaklega gegn krabbameini. Þá sagði hann að olía, sem hann framleiðir, hefði læknað þúsundir manna af krabbameini, liðagigt, flogaveiki, og margt annað.Gríðarlega alvarlegt „Þetta er í raun gríðarlega alvarlegt þegar maður kemur fram og segir að olía sem hann framleiðir lækni ekki bara öll krabbamein heldur einnig bara fjölmarga sjúkdóma, það er svo yfirgengilegt að maður á í raun ekki orð. Við getum bara afgreitt þennan mann sem mann sem getur ekki staðið við neitt sem hann segir.“ Magnús segir að vísindin viti það sem búið er að rannsaka. „Við getum ekki vitað neitt annað. Þetta er ekkert voðalega flókið, út á það ganga svona hlutir. Við vitum hvaða hlutir virka, því það er búið að sýna fram á það. Það eru ekki til ein einustu gögn sem sýna fram á það að kannabisolía hafi nokkur áhrif á framgang krabbameina í sjúklingum.“Þurfum gagnrýna hugsun Rick nefndi að hann hefði læknað þúsundir manna af allskyns sjúkdómum. Heimir Karlson, þáttastjórnandi, spurði því þá félaga hvort möguleiki sé á því að þetta virki fyrst svona margir telja sig hafa læknast. Þá svaraði Magnús: „Finnst þér líklegt, Heimir, að ef þúsundir manna hefðu læknast af krabbameini og fjölmiðlar í Kanada, þar sem hann býr, hefðu ekki greint frá því? Ef við beitum bara örlítið gagnrýna hugsun þá blasir það bara við að þegar þúsundir manna læknast af krabbameini, þá er það stórfrétt.“ Magnús segir að ef einn sjúklingur læknast af krabbameini með nýju efni er ritað um það í læknatímariti. Ef tíu læknast af krabbameini með nýju efni er það stórfrétt og hvað þá þúsundir. „Ég leyfi mér bara að spyrja, hvernig í ósköpunum á svona maður erindi í fjölmiðla?“ „Við erum að biðla til ykkur fjölmiðlamanna að hjálpa okkur að upplýsa fólk,“ segir Gunnar Bjarni.Getur verið skaðlegur málflutningur „Svona málflutningur getur verið skaðlegur og getur leitt til þess að fólk tekur inn lyf sem eru skaðleg, þessi lyf sem menn eru að taka framhjá kerfinu geta verið skaðleg. Þetta getur líka orðið til þess að fólk afþakkar hefðbundnar aðferðir, og deyr kannski fyrr en ella. Það eru alveg dæmi um það hér á landi og erlendis.“ Á síðasta ári fjallaði fréttaskýringaþátturinn Brestir um mögulegan lækningamátt kannabisolíu skapaðist töluverð umræða í kjölfarið af því.Sjá einnig: Sannfærður um að kannabis hafi lækningamátt Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Rick Simpson sem var gestur í þættinum Í bítið í síðustu viku. Tengdar fréttir Fíkniefnalögreglan ekkert haft samband við mæðginin Mikið hefur verið rætt um mögulegan lækningamátt kannabis eftir að fréttaskýringaþátturinn Brestir fjallaði um málið í síðustu viku. 17. nóvember 2014 10:54 Búa til ólöglega kannabisolíu í lækningaskyni Í næsta þætti Bresta kynnumst við ungum manni sem hefur á síðustu árum aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni. 7. nóvember 2014 12:45 Heilaskurðlæknir um áhrif kannabisolíu: „Það er sama hvaðan gott kemur“ Í gær fjallaði fréttaskýringaþátturinn Brestir um mögulegan lækningamátt kannabis við krabbameini. 11. nóvember 2014 13:27 Sannfærður um að kannabis hafi lækningamátt Ásgeir Daði Rúnarsson bjó sér til lyf úr kannabisplöntunni í kjölfar þess að hann greindist með krabbamein í hálsi. 10. nóvember 2014 21:10 Ætlar að opna kannabisbúð: „Ég veit að þetta verður lögleitt“ Ásgeir Daði Rúnarsson segist hafa hjálpað fimm sjúklingum til viðbótar með heimagerðri kannabisolíu. 17. nóvember 2014 20:30 Brýtur lög til að hjálpa syni sínum Kafað verður ofan í deiluna um kannabis í lækningaskyni í fjórða þætti Bresta sem sýndur verður á mánudagskvöld. 9. nóvember 2014 13:46 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
„Það er ekkert til í því að kannabisolía hafi lækningamátt við krabbameini,“ Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði í viðtali á Bylgjunni í morgun en hann var gestur þáttarins ásamt Gunnari Bjarna Ragnarssyni, yfirlæknir og krabbameinslæknir á LSH. Þar ræddu þeir um mögulegan lækningamátt kannabis. „Það er mjög einfalt að meta þetta, ef maður skoðar þær rannsóknir sem hafa verið birtar um áhrifamátt olíunnar. Þetta er einfaldlega ekki byggt á neinum rökum og það er geysilega alvarlegt þegar menn koma fram með svona stórar yfirlýsingar,“ segir Magnús Karl. Þar vitnar hann í orð Rick Simpson sem var gestur í þættinum Í bítið í síðustu viku. Þar talaði hann fyrir lækningamætti kannabisolíunnar og þá sérstaklega gegn krabbameini. Þá sagði hann að olía, sem hann framleiðir, hefði læknað þúsundir manna af krabbameini, liðagigt, flogaveiki, og margt annað.Gríðarlega alvarlegt „Þetta er í raun gríðarlega alvarlegt þegar maður kemur fram og segir að olía sem hann framleiðir lækni ekki bara öll krabbamein heldur einnig bara fjölmarga sjúkdóma, það er svo yfirgengilegt að maður á í raun ekki orð. Við getum bara afgreitt þennan mann sem mann sem getur ekki staðið við neitt sem hann segir.“ Magnús segir að vísindin viti það sem búið er að rannsaka. „Við getum ekki vitað neitt annað. Þetta er ekkert voðalega flókið, út á það ganga svona hlutir. Við vitum hvaða hlutir virka, því það er búið að sýna fram á það. Það eru ekki til ein einustu gögn sem sýna fram á það að kannabisolía hafi nokkur áhrif á framgang krabbameina í sjúklingum.“Þurfum gagnrýna hugsun Rick nefndi að hann hefði læknað þúsundir manna af allskyns sjúkdómum. Heimir Karlson, þáttastjórnandi, spurði því þá félaga hvort möguleiki sé á því að þetta virki fyrst svona margir telja sig hafa læknast. Þá svaraði Magnús: „Finnst þér líklegt, Heimir, að ef þúsundir manna hefðu læknast af krabbameini og fjölmiðlar í Kanada, þar sem hann býr, hefðu ekki greint frá því? Ef við beitum bara örlítið gagnrýna hugsun þá blasir það bara við að þegar þúsundir manna læknast af krabbameini, þá er það stórfrétt.“ Magnús segir að ef einn sjúklingur læknast af krabbameini með nýju efni er ritað um það í læknatímariti. Ef tíu læknast af krabbameini með nýju efni er það stórfrétt og hvað þá þúsundir. „Ég leyfi mér bara að spyrja, hvernig í ósköpunum á svona maður erindi í fjölmiðla?“ „Við erum að biðla til ykkur fjölmiðlamanna að hjálpa okkur að upplýsa fólk,“ segir Gunnar Bjarni.Getur verið skaðlegur málflutningur „Svona málflutningur getur verið skaðlegur og getur leitt til þess að fólk tekur inn lyf sem eru skaðleg, þessi lyf sem menn eru að taka framhjá kerfinu geta verið skaðleg. Þetta getur líka orðið til þess að fólk afþakkar hefðbundnar aðferðir, og deyr kannski fyrr en ella. Það eru alveg dæmi um það hér á landi og erlendis.“ Á síðasta ári fjallaði fréttaskýringaþátturinn Brestir um mögulegan lækningamátt kannabisolíu skapaðist töluverð umræða í kjölfarið af því.Sjá einnig: Sannfærður um að kannabis hafi lækningamátt Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Rick Simpson sem var gestur í þættinum Í bítið í síðustu viku.
Tengdar fréttir Fíkniefnalögreglan ekkert haft samband við mæðginin Mikið hefur verið rætt um mögulegan lækningamátt kannabis eftir að fréttaskýringaþátturinn Brestir fjallaði um málið í síðustu viku. 17. nóvember 2014 10:54 Búa til ólöglega kannabisolíu í lækningaskyni Í næsta þætti Bresta kynnumst við ungum manni sem hefur á síðustu árum aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni. 7. nóvember 2014 12:45 Heilaskurðlæknir um áhrif kannabisolíu: „Það er sama hvaðan gott kemur“ Í gær fjallaði fréttaskýringaþátturinn Brestir um mögulegan lækningamátt kannabis við krabbameini. 11. nóvember 2014 13:27 Sannfærður um að kannabis hafi lækningamátt Ásgeir Daði Rúnarsson bjó sér til lyf úr kannabisplöntunni í kjölfar þess að hann greindist með krabbamein í hálsi. 10. nóvember 2014 21:10 Ætlar að opna kannabisbúð: „Ég veit að þetta verður lögleitt“ Ásgeir Daði Rúnarsson segist hafa hjálpað fimm sjúklingum til viðbótar með heimagerðri kannabisolíu. 17. nóvember 2014 20:30 Brýtur lög til að hjálpa syni sínum Kafað verður ofan í deiluna um kannabis í lækningaskyni í fjórða þætti Bresta sem sýndur verður á mánudagskvöld. 9. nóvember 2014 13:46 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Fíkniefnalögreglan ekkert haft samband við mæðginin Mikið hefur verið rætt um mögulegan lækningamátt kannabis eftir að fréttaskýringaþátturinn Brestir fjallaði um málið í síðustu viku. 17. nóvember 2014 10:54
Búa til ólöglega kannabisolíu í lækningaskyni Í næsta þætti Bresta kynnumst við ungum manni sem hefur á síðustu árum aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni. 7. nóvember 2014 12:45
Heilaskurðlæknir um áhrif kannabisolíu: „Það er sama hvaðan gott kemur“ Í gær fjallaði fréttaskýringaþátturinn Brestir um mögulegan lækningamátt kannabis við krabbameini. 11. nóvember 2014 13:27
Sannfærður um að kannabis hafi lækningamátt Ásgeir Daði Rúnarsson bjó sér til lyf úr kannabisplöntunni í kjölfar þess að hann greindist með krabbamein í hálsi. 10. nóvember 2014 21:10
Ætlar að opna kannabisbúð: „Ég veit að þetta verður lögleitt“ Ásgeir Daði Rúnarsson segist hafa hjálpað fimm sjúklingum til viðbótar með heimagerðri kannabisolíu. 17. nóvember 2014 20:30
Brýtur lög til að hjálpa syni sínum Kafað verður ofan í deiluna um kannabis í lækningaskyni í fjórða þætti Bresta sem sýndur verður á mánudagskvöld. 9. nóvember 2014 13:46