Sannfærður um að kannabis hafi lækningamátt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 21:10 Ásgeir hefur tröllatrú á kannabisplöntunni og ákvað að koma fyrir einni plöntu úti í beði. Hann vill kanna hvernig hún virkar í íslenskri náttúru. „Ég fór og eyddi öllum mínum pening í þetta af því ég vissi að þetta væri lækning. Svo endaði það bara með því að húsið mitt var tekið af mér af því ég borgaði ekkert af því. Ég þurfti að hugsa um líf mitt, ekkert annað.“ Þetta sagði Ásgeir Daði Rúnarsson í Brestum í kvöld þar sem fjallað var um lækningamátt kannabis. Ásgeir greindist með krabbamein í hálsi árið 2011. Hann hafði líkt og þúsundir annarra Íslendinga reykt gras sér til afþreyingar en þegar hann greindist með krabbann ákvað hann að búa sér til lyf úr kannabisplöntunni. Ströng lyfjameðferð á tveggja vikna fresti í hálft ár fór illa í Ásgeir. „Stundum gat ég ekki hreyft mig, ég bara ældi og ældi og ældi. Þá fékk maður sér bara smók eða smá af olíu. Þá ældi ég til dæmis ekkert. Ég gat bara borðað allt og labbað á fjall. Var ekki í sársauka, fann ekki að líffærin mín væru að brenna að innan. Þetta hjálpaði mér.“ Ásgeir hefur tröllatrú á kannabisplöntunni og ákvað að koma fyrir einni plöntu úti í beði. Hann vill kanna hvernig hún virkar í íslenskri náttúru. „Svo getum við bara fyllt fjöll og skóga af þessu. Þá getur fólk farið upp í fjall, náð í lyfið, farið bara heim og læknað sig. Mér finnst það miklu eðlilegra en að fara út í apótek og ná sér í pilluglas.“Lækningamáttur kannabis hefur ekki verið staðfestur með nútímarannsóknum.Ásgeir hefur hjálpað fleiri krabbameinssjúklingum með að nota kannabis og í þættinum var fylgst með þar sem hann bjó til olíu handa Sigurði Jóni Súddasyni sem greindist með heilaæxli í fyrra. Hann notar kannabis í þeirri von um að læknast af krabbameininu. Sigurður er sá eini af þeim 20 sjúklingum sem Ásgeir hefur aðstoðað sem hafa tekið kannabiskúrinn alla leið. Í sumar tók hann stóran kúr, byggði sig upp á 10 dögum. Við tóku svo 40 dagar á fullum skammti og svo trappaði hann sig niður á 10 dögum. „Þetta var náttúrulega fyrst bara „Já, já, ég get þetta alveg!“ En svo er þetta svo mikið sem hann er að taka af olíu á dag að strax á degi 20 var bara farið að pína. „Þú bara kastar þá upp.“ Hver hefði trúað því að ég ætti eftir að standa í þessum sporum: að troða kannabisolíu í barnið mitt,“ sagði Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, móðir Sigurðar. Ásgeir er sannfærður um að kannabis hafi ekki aðeins minnkað aukaverkanir hans vegna lyfjameðferðarinnar heldur einnig læknað hann af krabbameininu. Lækningamáttur kannabis hefur hins vegar ekki verið staðfestur með nútímarannsóknum. „Það eru einhverjir sjúklingar að nota þetta og ég á svolítið erfitt með að merkja í þeim hópi hvort að kannabis hafi gagnast þeim. Einhverjir hafa notað það til að lækna krabbameinið, það í sjálfu sér hefur ekkert virkað,“ sagði Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir. Hann segir að enn sé ekki búið að sýna fram á það að kannabis hafi krabbameinshamlandi áhrif þegar það sé tekið inn. Þess vegna geti læknar ekki mælt með því í lækningaskyni. Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði, segir að fólk verði að hafa í huga skaðsemi kannabisplöntunnar auk þess sem sumar rannsóknir sýni að hættan á geðklofa geti fjórfaldast vegna reglulegrar notkunar á kannabis á unga aldri. „Það að einhver efni kannabisplöntunnar geti haft eitthvert lækningalegt gildi verður að vega á móti hugsanlegri skaðsemi,“ sagði Engilbert. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
„Ég fór og eyddi öllum mínum pening í þetta af því ég vissi að þetta væri lækning. Svo endaði það bara með því að húsið mitt var tekið af mér af því ég borgaði ekkert af því. Ég þurfti að hugsa um líf mitt, ekkert annað.“ Þetta sagði Ásgeir Daði Rúnarsson í Brestum í kvöld þar sem fjallað var um lækningamátt kannabis. Ásgeir greindist með krabbamein í hálsi árið 2011. Hann hafði líkt og þúsundir annarra Íslendinga reykt gras sér til afþreyingar en þegar hann greindist með krabbann ákvað hann að búa sér til lyf úr kannabisplöntunni. Ströng lyfjameðferð á tveggja vikna fresti í hálft ár fór illa í Ásgeir. „Stundum gat ég ekki hreyft mig, ég bara ældi og ældi og ældi. Þá fékk maður sér bara smók eða smá af olíu. Þá ældi ég til dæmis ekkert. Ég gat bara borðað allt og labbað á fjall. Var ekki í sársauka, fann ekki að líffærin mín væru að brenna að innan. Þetta hjálpaði mér.“ Ásgeir hefur tröllatrú á kannabisplöntunni og ákvað að koma fyrir einni plöntu úti í beði. Hann vill kanna hvernig hún virkar í íslenskri náttúru. „Svo getum við bara fyllt fjöll og skóga af þessu. Þá getur fólk farið upp í fjall, náð í lyfið, farið bara heim og læknað sig. Mér finnst það miklu eðlilegra en að fara út í apótek og ná sér í pilluglas.“Lækningamáttur kannabis hefur ekki verið staðfestur með nútímarannsóknum.Ásgeir hefur hjálpað fleiri krabbameinssjúklingum með að nota kannabis og í þættinum var fylgst með þar sem hann bjó til olíu handa Sigurði Jóni Súddasyni sem greindist með heilaæxli í fyrra. Hann notar kannabis í þeirri von um að læknast af krabbameininu. Sigurður er sá eini af þeim 20 sjúklingum sem Ásgeir hefur aðstoðað sem hafa tekið kannabiskúrinn alla leið. Í sumar tók hann stóran kúr, byggði sig upp á 10 dögum. Við tóku svo 40 dagar á fullum skammti og svo trappaði hann sig niður á 10 dögum. „Þetta var náttúrulega fyrst bara „Já, já, ég get þetta alveg!“ En svo er þetta svo mikið sem hann er að taka af olíu á dag að strax á degi 20 var bara farið að pína. „Þú bara kastar þá upp.“ Hver hefði trúað því að ég ætti eftir að standa í þessum sporum: að troða kannabisolíu í barnið mitt,“ sagði Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, móðir Sigurðar. Ásgeir er sannfærður um að kannabis hafi ekki aðeins minnkað aukaverkanir hans vegna lyfjameðferðarinnar heldur einnig læknað hann af krabbameininu. Lækningamáttur kannabis hefur hins vegar ekki verið staðfestur með nútímarannsóknum. „Það eru einhverjir sjúklingar að nota þetta og ég á svolítið erfitt með að merkja í þeim hópi hvort að kannabis hafi gagnast þeim. Einhverjir hafa notað það til að lækna krabbameinið, það í sjálfu sér hefur ekkert virkað,“ sagði Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir. Hann segir að enn sé ekki búið að sýna fram á það að kannabis hafi krabbameinshamlandi áhrif þegar það sé tekið inn. Þess vegna geti læknar ekki mælt með því í lækningaskyni. Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði, segir að fólk verði að hafa í huga skaðsemi kannabisplöntunnar auk þess sem sumar rannsóknir sýni að hættan á geðklofa geti fjórfaldast vegna reglulegrar notkunar á kannabis á unga aldri. „Það að einhver efni kannabisplöntunnar geti haft eitthvert lækningalegt gildi verður að vega á móti hugsanlegri skaðsemi,“ sagði Engilbert.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent