Íslenskur sjálfboðaliði í Grikklandi: Erfiðast að geta ekki hjálpað flóttafólki að halda áfram með líf sitt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. desember 2015 09:20 Lítill drengur nýkominn að landi í Lesbos nú í desember. vísir/getty Benjamín Julian, Íslendingur sem dvelur um þessar mundir á Grikklandi og aðstoðar flóttamenn sem þangað koma, segir ekkert lát á straumi flóttafólks til landsins þrátt fyrir að nú sé kominn hávetur. Benjamín kom ásamt öðrum Íslendingi, Heiðu Karen, til Grikklands í lok nóvember. Þau hafa starfað sem sjálfboðaliðar í höfuðborginni Aþenu og á grísku eyjunum Samos, Lesbos og Kyos. „Samos er eyja sem er aðeins sunnar en Lesbos. Þangað koma færri flóttamenn og þar af leiðandi eru færri sjálfboðaliðar þar en hlutfall flóttamanna og sjálfboðaliða á Samos er mun verra en á Lesbos. Lesbos hefur nefnilega orðið nokkurs konar fjölmiðlatilfelli og því blasir það einhvern veginn beinast við öllum sem koma til Grikklands að fara þangað,“ segir Benjamín.Flóttamenn frá Norður-Afríku fangelsaðir Nú eru hann og Heiða stödd í Aþenu en þar hafa verið mótmæli síðustu daga vegna þess að grísk yfirvöld hafa í auknum mæli brugðið á það ráð að fangelsa flóttafólk, og þá aðallega þá sem koma frá Marokkó, Túnis, Alsír og Lýbíu. Þá séu Íranir og Pakistanar einnig fangelsaðir og segir Benjamín mikið vonleysi ríkja á meðal þessara flóttamanna sem upplifa að þeir séu ekki velkomnir í Evrópu.Benjamín Julian og Heiða Karen sem hafa dvalið í Grikklandi í rúman mánuð og aðstoðað flóttafólk.mynd/benjamín julian„Þau gráta af gleði þegar þau ná landi en svo kemur bara hver skellurinn á fætur öðrum þegar þau eru komin hingað. Þau eru sett í drulluskítugar búðir þar sem þau sofa í tjaldi eða jafnvel undir berum himni. Þau læra því mjög fljótt hvað Evrópu finnst um þau. Jafnvel Sýrlendingar finna þetta en það er litið pínulítið á þá sem lúxusflóttamenn,“ segir Benjamín.Yfirvöld vilja einangra flóttamennina í búðum á grísku eyjunum Hann segir gríðarlegum fjölda flóttamanna vísað frá Grikklandi á degi hverjum og þeir séu annað hvort sendir til baka til Tyrklands eða heimalands síns. Þá segir Benjamín þær hugmyndir ógnvekjandi að komið verði upp búðum á grísku eyjunum þar sem flóttamenn koma að landi og aðgangur að þeim verði lokaður öðrum en yfirvöldum. „Það myndi þýða að fólk færi bara beint í þær búðir á meðan mál þeirra væri til meðferðar í kerfinu. Það kæmist því aldrei upp á meginlandið, því flestum er vísað úr landi. Það yrði bara fast þar til að það þyrfti síðan að fara.“ Aðspurður hvað honum hafi þótt erfiðast við dvölina á Grikklandi segir Benjamín að erfiðast sé að geta ekki gert neitt til að hjálpa flóttafólkinu að halda áfram með líf sitt. „Það er erfitt að finna eitthvað að gera annað en bara hjálpa fólkinu þar sem er. Við erum í raun bara að hjálpa þeim að vera kyrr og það er það sem er erfiðast. Mér finnst mjög leiðinlegt að geta ekki gert neitt annað því við viljum hjálpa fólkinu að komast áfram en allt kerfið hér gerir það að verkum að lítið annað er hægt að gera en láta því líða betur um stund.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Átján flóttamenn drukknuðu á leiðinni frá Tyrklandi til Lesbos Þar á meðal voru sex börn. 24. desember 2015 16:16 Spyr hvort samúð Íslendinga væri svipuð ef um svart flóttafólk væri að ræða Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði, varpaði upp þeirri spurningu í erindi sem hún hélt á hádegisfundi í Háskóla Íslands í dag hvort að samúð Íslendinga síðustu misseri fyrir flóttafólki frá Sýrlandi væri komin til vegna kunnugleika. 25. nóvember 2015 15:46 Ein milljón flóttamanna yfir Miðjarðahafið Flóttamannavandinn í dag sagður sá versti síðan í seinni heimsstyrjöldinni. 29. desember 2015 23:39 Á þriðja hundrað bjargað úr sjónum við Lesbos Drekkhlaðinn trébátur hvolfdi undan ströndum grísku eyjunnar í kvöld en hinir 85 þúsund íbúar hennar hafa tekið á móti um hálfri milljón flóttamanna það sem af er ári. 28. október 2015 22:22 „Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín?“ Þórunn Ólafsdóttir deilir sögu sýrlenskrar fjölskyldu á flótta en Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar. 28. október 2015 18:00 Sjálfboðaliðar í Grikklandi: „Við eigum engin orð til að lýsa þessu“ Flóttamenn eru örmagna þegar þeir ná landi í Grikklandi og prangarar í Tyrklandi hagnast á sölu gallaðra björgunarvesta. Þetta segja tvær íslenskar konur staddar á eynni Lesbos. 10. október 2015 20:15 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Benjamín Julian, Íslendingur sem dvelur um þessar mundir á Grikklandi og aðstoðar flóttamenn sem þangað koma, segir ekkert lát á straumi flóttafólks til landsins þrátt fyrir að nú sé kominn hávetur. Benjamín kom ásamt öðrum Íslendingi, Heiðu Karen, til Grikklands í lok nóvember. Þau hafa starfað sem sjálfboðaliðar í höfuðborginni Aþenu og á grísku eyjunum Samos, Lesbos og Kyos. „Samos er eyja sem er aðeins sunnar en Lesbos. Þangað koma færri flóttamenn og þar af leiðandi eru færri sjálfboðaliðar þar en hlutfall flóttamanna og sjálfboðaliða á Samos er mun verra en á Lesbos. Lesbos hefur nefnilega orðið nokkurs konar fjölmiðlatilfelli og því blasir það einhvern veginn beinast við öllum sem koma til Grikklands að fara þangað,“ segir Benjamín.Flóttamenn frá Norður-Afríku fangelsaðir Nú eru hann og Heiða stödd í Aþenu en þar hafa verið mótmæli síðustu daga vegna þess að grísk yfirvöld hafa í auknum mæli brugðið á það ráð að fangelsa flóttafólk, og þá aðallega þá sem koma frá Marokkó, Túnis, Alsír og Lýbíu. Þá séu Íranir og Pakistanar einnig fangelsaðir og segir Benjamín mikið vonleysi ríkja á meðal þessara flóttamanna sem upplifa að þeir séu ekki velkomnir í Evrópu.Benjamín Julian og Heiða Karen sem hafa dvalið í Grikklandi í rúman mánuð og aðstoðað flóttafólk.mynd/benjamín julian„Þau gráta af gleði þegar þau ná landi en svo kemur bara hver skellurinn á fætur öðrum þegar þau eru komin hingað. Þau eru sett í drulluskítugar búðir þar sem þau sofa í tjaldi eða jafnvel undir berum himni. Þau læra því mjög fljótt hvað Evrópu finnst um þau. Jafnvel Sýrlendingar finna þetta en það er litið pínulítið á þá sem lúxusflóttamenn,“ segir Benjamín.Yfirvöld vilja einangra flóttamennina í búðum á grísku eyjunum Hann segir gríðarlegum fjölda flóttamanna vísað frá Grikklandi á degi hverjum og þeir séu annað hvort sendir til baka til Tyrklands eða heimalands síns. Þá segir Benjamín þær hugmyndir ógnvekjandi að komið verði upp búðum á grísku eyjunum þar sem flóttamenn koma að landi og aðgangur að þeim verði lokaður öðrum en yfirvöldum. „Það myndi þýða að fólk færi bara beint í þær búðir á meðan mál þeirra væri til meðferðar í kerfinu. Það kæmist því aldrei upp á meginlandið, því flestum er vísað úr landi. Það yrði bara fast þar til að það þyrfti síðan að fara.“ Aðspurður hvað honum hafi þótt erfiðast við dvölina á Grikklandi segir Benjamín að erfiðast sé að geta ekki gert neitt til að hjálpa flóttafólkinu að halda áfram með líf sitt. „Það er erfitt að finna eitthvað að gera annað en bara hjálpa fólkinu þar sem er. Við erum í raun bara að hjálpa þeim að vera kyrr og það er það sem er erfiðast. Mér finnst mjög leiðinlegt að geta ekki gert neitt annað því við viljum hjálpa fólkinu að komast áfram en allt kerfið hér gerir það að verkum að lítið annað er hægt að gera en láta því líða betur um stund.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Átján flóttamenn drukknuðu á leiðinni frá Tyrklandi til Lesbos Þar á meðal voru sex börn. 24. desember 2015 16:16 Spyr hvort samúð Íslendinga væri svipuð ef um svart flóttafólk væri að ræða Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði, varpaði upp þeirri spurningu í erindi sem hún hélt á hádegisfundi í Háskóla Íslands í dag hvort að samúð Íslendinga síðustu misseri fyrir flóttafólki frá Sýrlandi væri komin til vegna kunnugleika. 25. nóvember 2015 15:46 Ein milljón flóttamanna yfir Miðjarðahafið Flóttamannavandinn í dag sagður sá versti síðan í seinni heimsstyrjöldinni. 29. desember 2015 23:39 Á þriðja hundrað bjargað úr sjónum við Lesbos Drekkhlaðinn trébátur hvolfdi undan ströndum grísku eyjunnar í kvöld en hinir 85 þúsund íbúar hennar hafa tekið á móti um hálfri milljón flóttamanna það sem af er ári. 28. október 2015 22:22 „Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín?“ Þórunn Ólafsdóttir deilir sögu sýrlenskrar fjölskyldu á flótta en Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar. 28. október 2015 18:00 Sjálfboðaliðar í Grikklandi: „Við eigum engin orð til að lýsa þessu“ Flóttamenn eru örmagna þegar þeir ná landi í Grikklandi og prangarar í Tyrklandi hagnast á sölu gallaðra björgunarvesta. Þetta segja tvær íslenskar konur staddar á eynni Lesbos. 10. október 2015 20:15 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Átján flóttamenn drukknuðu á leiðinni frá Tyrklandi til Lesbos Þar á meðal voru sex börn. 24. desember 2015 16:16
Spyr hvort samúð Íslendinga væri svipuð ef um svart flóttafólk væri að ræða Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði, varpaði upp þeirri spurningu í erindi sem hún hélt á hádegisfundi í Háskóla Íslands í dag hvort að samúð Íslendinga síðustu misseri fyrir flóttafólki frá Sýrlandi væri komin til vegna kunnugleika. 25. nóvember 2015 15:46
Ein milljón flóttamanna yfir Miðjarðahafið Flóttamannavandinn í dag sagður sá versti síðan í seinni heimsstyrjöldinni. 29. desember 2015 23:39
Á þriðja hundrað bjargað úr sjónum við Lesbos Drekkhlaðinn trébátur hvolfdi undan ströndum grísku eyjunnar í kvöld en hinir 85 þúsund íbúar hennar hafa tekið á móti um hálfri milljón flóttamanna það sem af er ári. 28. október 2015 22:22
„Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín?“ Þórunn Ólafsdóttir deilir sögu sýrlenskrar fjölskyldu á flótta en Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar. 28. október 2015 18:00
Sjálfboðaliðar í Grikklandi: „Við eigum engin orð til að lýsa þessu“ Flóttamenn eru örmagna þegar þeir ná landi í Grikklandi og prangarar í Tyrklandi hagnast á sölu gallaðra björgunarvesta. Þetta segja tvær íslenskar konur staddar á eynni Lesbos. 10. október 2015 20:15
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“