Þröstur Leó maður ársins: „Bara hrærður yfir þessu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 31. desember 2015 12:13 Þröstur Leó Gunnarsson. vísir/ernir Hásetinn og leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson var í dag valinn maður ársins af hlustendum og lesendum Bylgjunnar og Vísis. Þröstur bjargaði tveimur skipsfélögum sínum þegar báturinn Jón Hákon sökk út af Aðalvík. Sjálfur komst hann á kjöl og dró félaga sína upp úr sjónum. Hann rifjaði atvikið upp í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í morgun. „Þetta er bæði sorg og gleði. Maður er náttúrulega bara þakklátur fyrir að hafa lifað þetta af. Þetta fór bara eins og þetta fór og maður lærir með tímanum að lifa með þessu,“ sagði Þröstur Leó.Sjá einnig: Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur segir mörgum spurningum ósvarað sem mikilvægt sé að fá svör við. Ekki er vitað hvers vegna Jón Hákon sökk, né hvers vegna öryggisbúnaðurinn virkaði ekki. „Þetta er eitthvað sem er líflínan manns. Þessi búnaður hefur bjargað ótal mörgum mannslífum en mér finnst við eigum að fá að vita þetta. Þetta fór eins og það fór og verður ekki aftur tekið, en þetta er eitthvað sem hægt er að skoða og læra af,“ sagði hann. „Af hverju leið þessi tími þangað til við fengum björgun. Maður vill ekki hugsa þá hugsun til enda ef hann hefði sokkið fyrr. Þá væri ég ábyggilega ekkert hér.“ Þá sagðist Þröstur afar þakklátur fyrir útnefninguna. „Ég er bara hrærður yfir þessu öllu saman. Ég er einhvern veginn ekki búinn að ná þessi. En ég þakka fyrir og öllum þeim sem kusu mig,“ sagði hann. Hlusta má á viðtalið við Þröst í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16 Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27 Tíu þúsund hafa tekið þátt í valinu á Manni ársins 2015 Kosningunni lýkur á hádegi 28. desember. 22. desember 2015 14:55 Enn óljóst hvers vegna sleppibúnaður virkaði ekki Tvö tilfelli hafa komið upp í ár þar sem sleppigálgi klikkar. Rannsóknarstjóri sjóslysanefndar segir koma til greina að endurskoða reglur. 7. nóvember 2015 22:02 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Hásetinn og leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson var í dag valinn maður ársins af hlustendum og lesendum Bylgjunnar og Vísis. Þröstur bjargaði tveimur skipsfélögum sínum þegar báturinn Jón Hákon sökk út af Aðalvík. Sjálfur komst hann á kjöl og dró félaga sína upp úr sjónum. Hann rifjaði atvikið upp í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í morgun. „Þetta er bæði sorg og gleði. Maður er náttúrulega bara þakklátur fyrir að hafa lifað þetta af. Þetta fór bara eins og þetta fór og maður lærir með tímanum að lifa með þessu,“ sagði Þröstur Leó.Sjá einnig: Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur segir mörgum spurningum ósvarað sem mikilvægt sé að fá svör við. Ekki er vitað hvers vegna Jón Hákon sökk, né hvers vegna öryggisbúnaðurinn virkaði ekki. „Þetta er eitthvað sem er líflínan manns. Þessi búnaður hefur bjargað ótal mörgum mannslífum en mér finnst við eigum að fá að vita þetta. Þetta fór eins og það fór og verður ekki aftur tekið, en þetta er eitthvað sem hægt er að skoða og læra af,“ sagði hann. „Af hverju leið þessi tími þangað til við fengum björgun. Maður vill ekki hugsa þá hugsun til enda ef hann hefði sokkið fyrr. Þá væri ég ábyggilega ekkert hér.“ Þá sagðist Þröstur afar þakklátur fyrir útnefninguna. „Ég er bara hrærður yfir þessu öllu saman. Ég er einhvern veginn ekki búinn að ná þessi. En ég þakka fyrir og öllum þeim sem kusu mig,“ sagði hann. Hlusta má á viðtalið við Þröst í spilaranum hér fyrir neðan.
Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16 Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27 Tíu þúsund hafa tekið þátt í valinu á Manni ársins 2015 Kosningunni lýkur á hádegi 28. desember. 22. desember 2015 14:55 Enn óljóst hvers vegna sleppibúnaður virkaði ekki Tvö tilfelli hafa komið upp í ár þar sem sleppigálgi klikkar. Rannsóknarstjóri sjóslysanefndar segir koma til greina að endurskoða reglur. 7. nóvember 2015 22:02 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16
Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27
Tíu þúsund hafa tekið þátt í valinu á Manni ársins 2015 Kosningunni lýkur á hádegi 28. desember. 22. desember 2015 14:55
Enn óljóst hvers vegna sleppibúnaður virkaði ekki Tvö tilfelli hafa komið upp í ár þar sem sleppigálgi klikkar. Rannsóknarstjóri sjóslysanefndar segir koma til greina að endurskoða reglur. 7. nóvember 2015 22:02
„Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30