Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Gissur Sigurðsson skrifar 29. júlí 2015 12:27 Mennirnir sem komust af þegar Jón Hákon BA sökk voru fluttir til Bolungarvíkur. Vísir/Hafþór Gunnarsson Formaður Sjómannasambands Íslands segir brýnt að endurskoða allan búnað björgunarbáta í flotanum hið fyrsta svo að þeir veiti ekki falskt öryggi. Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda hér eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Myndir úr neðansjávartökuvél sýna að sjálfvirkur búnaður virkaði ekki í báðum björgunarbátum Jóns Hákons, BA sem sökk út af Aðalvík nýverið. Einn skipverjanna fórst en þremur tókst að bjarga.Sjá einnig:Sleppibúnaður veitir falskt öryggi Sjómannasambandið hefur áhyggjur af þessu og reyndar fleiri tilvikum, þar sem sjálfvirkur búnaður hefur ekki virkað, að sögn Valmundar Valmundarsonar, formanns sambandsins.Valmundur Valmundarson.Vísir/ErnirGálginn skaust ekki út „Við gerum þá skýlausu kröfu að þetta verði rannsakað ofan í kjölinn og skýringar fengnar af hverju búnaðurinn virkaði ekki,“ segir Valmundur. „Ef ég skil þetta rétt var svokallaður Hammer búnaður á öðrum bátnum sem á að skera böndin við ákveðinn þrýsting,“ segir Valmundur. Mögulega hafi haft áhrif að báturinn marraði hálfur í kafi sem hafi haft áhrif á þrýstinginn. „En það var líka gálgi sem á að skjótast út ef búnaðurinn blotnar. Það gerðist ekki heldur.“Falskt öryggi Valmundur segir mörg ár síðan búnaðurinn kom fram og kannski þurfi að leggjast í ákveðna skoðun á honum. „Við höfum kannski sofnað á verðinum við að viðhalda rannsóknum á þessum búnaði og þróa hann meira.“ Aðspurður hvers vegna þessi búnaður sé notaður hér á landi, sem er einsdæmi, segir Valmundur ástæðuna einfalda: „Við höfum talið hann vera bestan. Það fer ekki á milli mála.“ Þá segir Valmundur vel meðvitaður um dæmi þess að gormurinn gefi sig. „Auðvitað verðum við að komast til botns í þessu. Ef þetta er búnaður sem virkar ekki er eins gott að sleppa honum. Hann er þá falskt öryggi,“ segir Valmundur. Hann minnir sjómenn í leiðinni á að hlusta á neyðarrásina 16 en vanhöld voru líka á því þegar Jón Hákon sökk. Tengdar fréttir Myndavél mun skoða flakið Rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa segir vinnslu málsins á algeru frumstigi. 10. júlí 2015 15:33 Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Formaður Sjómannasambands Íslands segir brýnt að endurskoða allan búnað björgunarbáta í flotanum hið fyrsta svo að þeir veiti ekki falskt öryggi. Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda hér eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Myndir úr neðansjávartökuvél sýna að sjálfvirkur búnaður virkaði ekki í báðum björgunarbátum Jóns Hákons, BA sem sökk út af Aðalvík nýverið. Einn skipverjanna fórst en þremur tókst að bjarga.Sjá einnig:Sleppibúnaður veitir falskt öryggi Sjómannasambandið hefur áhyggjur af þessu og reyndar fleiri tilvikum, þar sem sjálfvirkur búnaður hefur ekki virkað, að sögn Valmundar Valmundarsonar, formanns sambandsins.Valmundur Valmundarson.Vísir/ErnirGálginn skaust ekki út „Við gerum þá skýlausu kröfu að þetta verði rannsakað ofan í kjölinn og skýringar fengnar af hverju búnaðurinn virkaði ekki,“ segir Valmundur. „Ef ég skil þetta rétt var svokallaður Hammer búnaður á öðrum bátnum sem á að skera böndin við ákveðinn þrýsting,“ segir Valmundur. Mögulega hafi haft áhrif að báturinn marraði hálfur í kafi sem hafi haft áhrif á þrýstinginn. „En það var líka gálgi sem á að skjótast út ef búnaðurinn blotnar. Það gerðist ekki heldur.“Falskt öryggi Valmundur segir mörg ár síðan búnaðurinn kom fram og kannski þurfi að leggjast í ákveðna skoðun á honum. „Við höfum kannski sofnað á verðinum við að viðhalda rannsóknum á þessum búnaði og þróa hann meira.“ Aðspurður hvers vegna þessi búnaður sé notaður hér á landi, sem er einsdæmi, segir Valmundur ástæðuna einfalda: „Við höfum talið hann vera bestan. Það fer ekki á milli mála.“ Þá segir Valmundur vel meðvitaður um dæmi þess að gormurinn gefi sig. „Auðvitað verðum við að komast til botns í þessu. Ef þetta er búnaður sem virkar ekki er eins gott að sleppa honum. Hann er þá falskt öryggi,“ segir Valmundur. Hann minnir sjómenn í leiðinni á að hlusta á neyðarrásina 16 en vanhöld voru líka á því þegar Jón Hákon sökk.
Tengdar fréttir Myndavél mun skoða flakið Rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa segir vinnslu málsins á algeru frumstigi. 10. júlí 2015 15:33 Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Myndavél mun skoða flakið Rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa segir vinnslu málsins á algeru frumstigi. 10. júlí 2015 15:33
Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37
„Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30