Erlent

ISIS-liðar halda fólki í Ramadi

Samúel Karl Ólason skrifar
Íraskir hermenn á ferð nærri Ramadi.
Íraskir hermenn á ferð nærri Ramadi. Vísir/AFP
Vígamenn Íslamska ríkisins í Ramadi koma í veg fyrir að íbúar borgarinnar yfirgefi hana. Íraski herinn undirbýr nú árás á borgina og í gær var miðum dreift yfir borgina úr lofti. Á þeim stóð að íbúar hefðu 72 klukkustundir til að yfirgefa borgina.

Talsmaður varnamálaráðuneytis Írak segir að vígamennirnir ætli sér að nota íbúa borgarinnar sem hlífðarskildi. Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar hefur þó einhverjum fjölskyldum tekist að flýja borgina.

Sjá einnig: Leynivopn Íslamska ríkisins

Það var talin mikil niðurlæging fyrir íraska herinn þegar Ramadi féll. Talið var að einungis um 200 vígamenn hefðu náð borginni á sitt vald þrátt fyrir að um tvö þúsund hermenn væru þar til varnar.

Talið er að 250 til 300 vígamenn haldi borginni, en ISIS náði þar valdi í maí. Íraski herinn hefur nú um nokkra mánaða skeið unnið að því að umkringja borgina og undirbúið sókn gegn ISIS-liðum þar.




Tengdar fréttir

Ár frá falli Mosul

Fall borgarinnar er álitið upphaf leiftursóknar ISIS inn í Írak.

ISIS nota vatn sem vopn

Loka á vatnsflæði til svæða í Anbar héraði sem stjórnvöld ráða yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×