Agnarsmár jólakálfur undir Eyjafjöllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. desember 2015 13:45 Einn allra minnsti kálfur landsins, ef ekki sá minnsti, kom í heiminn í fjósi undir Eyjafjöllum þann 20. desember. Bændurnir kalla hann jólakálfinn enda býr hann inn á heimili þeirra. Kálfurinn er um fjögur kíló á meðan meðalkálfur er um tíu til tólf kíló við fæðingu. Litli kálfurinn á heima á bænum Núpi þrjú undir Eyjafjöllum hjá þeim Berglindi Hilmarsdóttur og Sverri Guðmund Guðmundssyni, bændum þar. Kálfurinn er svo lítill að þau treysta honum ekki strax innan um hina kálfana í fjósinu. Hann fær því að vera inn í eldhúsi og sólstofu og svefnstaðurinn er hundabælið. Berlind gefur kálfinum, sem er kvíga, mjólk úr lambapela, fyrst er mjólkin hituð og síðan er komið að matmálstíma. „Hún er pínulítil, hún er tæpir fimmtíu sentimetrar á hæð, hún er svona helmingurinn af venjulegum kálfi en gerir allt rétt, drekkur, fer út og er að byrja að leika sér og allt,“ segir Berglind og bætir við.Hér sést hvað Þumalína er agnarsmá miðað við hina kálfana í fjósinu á Núpi III.vísir/mhh„Fyrsta hugsunin er náttúrulega þetta lifir ekki, hún lifir ekki þetta grey. Mamma hennar skiptir sér ekkert af henni, hún sleikti hana ekkert og karaði hana ekkert, lét hana bara eiga sig. Þannig að ég fór bara með hana í vaskinn í fjósinu, þvoði og þurrkaði og svo var ekkert um annað en að fara með hana heim í eldhús eins og gert er með lömbin,“ sagði Berglind þegar hún var spurð hver fyrsta hugsun hennar hefði verið þegar hún sá litla kálfinn. Berglind fer reglulega út með kvíguna og ganga og fara þær saman í kringum húsið. Til að sjá stærðarmuninn fór Berglind með kvíguna inn í fjós til hinna kálfanna sem eru líka flestir nýkomnir í heiminn, munurinn er mjög mikill eins og sjá má. En er búið að gefa litlu kvígunni nafn ? „Ég held að hún verði bara skírð Þumalína, ég held að það endi þannig, þessi litli Nagli, kannski bara Nagli, nei ætli Þumalína verði ekki nafnið,“ segir Berglind. Jólafréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Einn allra minnsti kálfur landsins, ef ekki sá minnsti, kom í heiminn í fjósi undir Eyjafjöllum þann 20. desember. Bændurnir kalla hann jólakálfinn enda býr hann inn á heimili þeirra. Kálfurinn er um fjögur kíló á meðan meðalkálfur er um tíu til tólf kíló við fæðingu. Litli kálfurinn á heima á bænum Núpi þrjú undir Eyjafjöllum hjá þeim Berglindi Hilmarsdóttur og Sverri Guðmund Guðmundssyni, bændum þar. Kálfurinn er svo lítill að þau treysta honum ekki strax innan um hina kálfana í fjósinu. Hann fær því að vera inn í eldhúsi og sólstofu og svefnstaðurinn er hundabælið. Berlind gefur kálfinum, sem er kvíga, mjólk úr lambapela, fyrst er mjólkin hituð og síðan er komið að matmálstíma. „Hún er pínulítil, hún er tæpir fimmtíu sentimetrar á hæð, hún er svona helmingurinn af venjulegum kálfi en gerir allt rétt, drekkur, fer út og er að byrja að leika sér og allt,“ segir Berglind og bætir við.Hér sést hvað Þumalína er agnarsmá miðað við hina kálfana í fjósinu á Núpi III.vísir/mhh„Fyrsta hugsunin er náttúrulega þetta lifir ekki, hún lifir ekki þetta grey. Mamma hennar skiptir sér ekkert af henni, hún sleikti hana ekkert og karaði hana ekkert, lét hana bara eiga sig. Þannig að ég fór bara með hana í vaskinn í fjósinu, þvoði og þurrkaði og svo var ekkert um annað en að fara með hana heim í eldhús eins og gert er með lömbin,“ sagði Berglind þegar hún var spurð hver fyrsta hugsun hennar hefði verið þegar hún sá litla kálfinn. Berglind fer reglulega út með kvíguna og ganga og fara þær saman í kringum húsið. Til að sjá stærðarmuninn fór Berglind með kvíguna inn í fjós til hinna kálfanna sem eru líka flestir nýkomnir í heiminn, munurinn er mjög mikill eins og sjá má. En er búið að gefa litlu kvígunni nafn ? „Ég held að hún verði bara skírð Þumalína, ég held að það endi þannig, þessi litli Nagli, kannski bara Nagli, nei ætli Þumalína verði ekki nafnið,“ segir Berglind.
Jólafréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira