Agnarsmár jólakálfur undir Eyjafjöllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. desember 2015 13:45 Einn allra minnsti kálfur landsins, ef ekki sá minnsti, kom í heiminn í fjósi undir Eyjafjöllum þann 20. desember. Bændurnir kalla hann jólakálfinn enda býr hann inn á heimili þeirra. Kálfurinn er um fjögur kíló á meðan meðalkálfur er um tíu til tólf kíló við fæðingu. Litli kálfurinn á heima á bænum Núpi þrjú undir Eyjafjöllum hjá þeim Berglindi Hilmarsdóttur og Sverri Guðmund Guðmundssyni, bændum þar. Kálfurinn er svo lítill að þau treysta honum ekki strax innan um hina kálfana í fjósinu. Hann fær því að vera inn í eldhúsi og sólstofu og svefnstaðurinn er hundabælið. Berlind gefur kálfinum, sem er kvíga, mjólk úr lambapela, fyrst er mjólkin hituð og síðan er komið að matmálstíma. „Hún er pínulítil, hún er tæpir fimmtíu sentimetrar á hæð, hún er svona helmingurinn af venjulegum kálfi en gerir allt rétt, drekkur, fer út og er að byrja að leika sér og allt,“ segir Berglind og bætir við.Hér sést hvað Þumalína er agnarsmá miðað við hina kálfana í fjósinu á Núpi III.vísir/mhh„Fyrsta hugsunin er náttúrulega þetta lifir ekki, hún lifir ekki þetta grey. Mamma hennar skiptir sér ekkert af henni, hún sleikti hana ekkert og karaði hana ekkert, lét hana bara eiga sig. Þannig að ég fór bara með hana í vaskinn í fjósinu, þvoði og þurrkaði og svo var ekkert um annað en að fara með hana heim í eldhús eins og gert er með lömbin,“ sagði Berglind þegar hún var spurð hver fyrsta hugsun hennar hefði verið þegar hún sá litla kálfinn. Berglind fer reglulega út með kvíguna og ganga og fara þær saman í kringum húsið. Til að sjá stærðarmuninn fór Berglind með kvíguna inn í fjós til hinna kálfanna sem eru líka flestir nýkomnir í heiminn, munurinn er mjög mikill eins og sjá má. En er búið að gefa litlu kvígunni nafn ? „Ég held að hún verði bara skírð Þumalína, ég held að það endi þannig, þessi litli Nagli, kannski bara Nagli, nei ætli Þumalína verði ekki nafnið,“ segir Berglind. Jólafréttir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Einn allra minnsti kálfur landsins, ef ekki sá minnsti, kom í heiminn í fjósi undir Eyjafjöllum þann 20. desember. Bændurnir kalla hann jólakálfinn enda býr hann inn á heimili þeirra. Kálfurinn er um fjögur kíló á meðan meðalkálfur er um tíu til tólf kíló við fæðingu. Litli kálfurinn á heima á bænum Núpi þrjú undir Eyjafjöllum hjá þeim Berglindi Hilmarsdóttur og Sverri Guðmund Guðmundssyni, bændum þar. Kálfurinn er svo lítill að þau treysta honum ekki strax innan um hina kálfana í fjósinu. Hann fær því að vera inn í eldhúsi og sólstofu og svefnstaðurinn er hundabælið. Berlind gefur kálfinum, sem er kvíga, mjólk úr lambapela, fyrst er mjólkin hituð og síðan er komið að matmálstíma. „Hún er pínulítil, hún er tæpir fimmtíu sentimetrar á hæð, hún er svona helmingurinn af venjulegum kálfi en gerir allt rétt, drekkur, fer út og er að byrja að leika sér og allt,“ segir Berglind og bætir við.Hér sést hvað Þumalína er agnarsmá miðað við hina kálfana í fjósinu á Núpi III.vísir/mhh„Fyrsta hugsunin er náttúrulega þetta lifir ekki, hún lifir ekki þetta grey. Mamma hennar skiptir sér ekkert af henni, hún sleikti hana ekkert og karaði hana ekkert, lét hana bara eiga sig. Þannig að ég fór bara með hana í vaskinn í fjósinu, þvoði og þurrkaði og svo var ekkert um annað en að fara með hana heim í eldhús eins og gert er með lömbin,“ sagði Berglind þegar hún var spurð hver fyrsta hugsun hennar hefði verið þegar hún sá litla kálfinn. Berglind fer reglulega út með kvíguna og ganga og fara þær saman í kringum húsið. Til að sjá stærðarmuninn fór Berglind með kvíguna inn í fjós til hinna kálfanna sem eru líka flestir nýkomnir í heiminn, munurinn er mjög mikill eins og sjá má. En er búið að gefa litlu kvígunni nafn ? „Ég held að hún verði bara skírð Þumalína, ég held að það endi þannig, þessi litli Nagli, kannski bara Nagli, nei ætli Þumalína verði ekki nafnið,“ segir Berglind.
Jólafréttir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira