Stúlkan sem kanslarinn grætti fær að vera áfram í Þýskalandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2015 14:37 Merkel reynir að hughreysta Reem. vísir Reem Sahwil, fjórtán ára gömul palestínsk stúlka sem vísa átti frá Þýskalandi fyrr á þessu ári, hefur nú fengið áframhaldandi dvalarleyfi í landinu ásamt fjölskyldu sinni. Myndband af stúlkunni þar sem hún ræðir við Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, fór eins og eldur í sinu um internetið í júlí síðastliðnum. Í myndbandinu brast Reem í grát fyrir framan Merkel eftir að kanslarinn tjáði henni að hún gæti ekki komið í veg fyrir að stúlkunni og fjölskyldunni hennar yrði vísað frá Þýskalandi. Þá sagði Merkel jafnframt við Reem að Þýskaland gæti ekki tekið á móti flóttamönnum alls staðar að úr heiminum. Var Merkel harðlega gagnrýnd í heimalandinu í kjölfarið og vildu margir meina að hún hafi virkað köld og vandræðaleg þegar stúlkan fór að gráta. Nokkrum dögum síðar kom kanslarinn í viðtal í þýska sjónvarpinu og sagði að hún hefði viljað vera hreinskilin við stúlkuna. En nú hefur mál Reem fengið farsælan endi, að minnsta kosti í bili. Búist er við að meira en ein milljón flóttamanna komi til Þýskalands á árinu sem nú líður brátt undir lok en það er fjórfalt meiri fjöldi en kom til landsins í fyrra. Í árlegu jólaávarpi sínu hrósaði forseti Þýskalands, Joachim Gauck, öllum þeim sjálfboðaliðum í landinu sem aðstoðað hafa flóttamennina sem þangað hafa komið. Þá kallaði Gauck eftir opinskárri umræðu um hvernig bregðast megi við áframhaldandi straumi flóttafólks til landsins. Aðeins þannig væri hægt að finna langvarandi lausnir sem meirihlut þjóðarinnar væri hlynntur. Flóttamenn Tengdar fréttir „Maður vill hugga grátandi stúlku“ Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að hún hafi verið hreinskilin og full samúðar þegar hún huggaði palestínska stúlku í liðinni viku en stúlkunni á að vísa úr landi. 19. júlí 2015 23:24 Kanslarinn grætti palestínska stúlku sem vísa á úr landi Angela Merkel hefur verið harðlega gagnrýnd í Þýskalandi fyrir "harðneskjulegar“ útskýringar í sjónvarpssal á stefnu landsins í innflytjendamálum. 16. júlí 2015 17:28 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Reem Sahwil, fjórtán ára gömul palestínsk stúlka sem vísa átti frá Þýskalandi fyrr á þessu ári, hefur nú fengið áframhaldandi dvalarleyfi í landinu ásamt fjölskyldu sinni. Myndband af stúlkunni þar sem hún ræðir við Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, fór eins og eldur í sinu um internetið í júlí síðastliðnum. Í myndbandinu brast Reem í grát fyrir framan Merkel eftir að kanslarinn tjáði henni að hún gæti ekki komið í veg fyrir að stúlkunni og fjölskyldunni hennar yrði vísað frá Þýskalandi. Þá sagði Merkel jafnframt við Reem að Þýskaland gæti ekki tekið á móti flóttamönnum alls staðar að úr heiminum. Var Merkel harðlega gagnrýnd í heimalandinu í kjölfarið og vildu margir meina að hún hafi virkað köld og vandræðaleg þegar stúlkan fór að gráta. Nokkrum dögum síðar kom kanslarinn í viðtal í þýska sjónvarpinu og sagði að hún hefði viljað vera hreinskilin við stúlkuna. En nú hefur mál Reem fengið farsælan endi, að minnsta kosti í bili. Búist er við að meira en ein milljón flóttamanna komi til Þýskalands á árinu sem nú líður brátt undir lok en það er fjórfalt meiri fjöldi en kom til landsins í fyrra. Í árlegu jólaávarpi sínu hrósaði forseti Þýskalands, Joachim Gauck, öllum þeim sjálfboðaliðum í landinu sem aðstoðað hafa flóttamennina sem þangað hafa komið. Þá kallaði Gauck eftir opinskárri umræðu um hvernig bregðast megi við áframhaldandi straumi flóttafólks til landsins. Aðeins þannig væri hægt að finna langvarandi lausnir sem meirihlut þjóðarinnar væri hlynntur.
Flóttamenn Tengdar fréttir „Maður vill hugga grátandi stúlku“ Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að hún hafi verið hreinskilin og full samúðar þegar hún huggaði palestínska stúlku í liðinni viku en stúlkunni á að vísa úr landi. 19. júlí 2015 23:24 Kanslarinn grætti palestínska stúlku sem vísa á úr landi Angela Merkel hefur verið harðlega gagnrýnd í Þýskalandi fyrir "harðneskjulegar“ útskýringar í sjónvarpssal á stefnu landsins í innflytjendamálum. 16. júlí 2015 17:28 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
„Maður vill hugga grátandi stúlku“ Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að hún hafi verið hreinskilin og full samúðar þegar hún huggaði palestínska stúlku í liðinni viku en stúlkunni á að vísa úr landi. 19. júlí 2015 23:24
Kanslarinn grætti palestínska stúlku sem vísa á úr landi Angela Merkel hefur verið harðlega gagnrýnd í Þýskalandi fyrir "harðneskjulegar“ útskýringar í sjónvarpssal á stefnu landsins í innflytjendamálum. 16. júlí 2015 17:28