Innlent

Umsóknir fjölskyldnanna komnar á borð allsherjarnefndar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/stöð 2
Umsóknir frá albönsku fjölskyldunum tveimur, sem sendar voru úr landi á fimmtudag, um ríkisborgararétt eru komnar á borð allsherjarnefndar. Þetta staðfestir Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu.

Fyrr í dag sagði Unnur að ef umsóknirnar bærust yrðu þær yfirfarnar. Vanalega sé það gert á vormánuðum og í desember, en ef um sérstakar aðstæður sé að ræða megi nefndin lögum samkvæmt taka slíkar umsóknir fyrir hvenær sem er.

Vinur fjölskyldnanna, Hermann Ragnarsson, sendi inn umsóknirnar fyrir þeirra hönd. Í samtali við Vísi í dag sagðist hann hafa í allan dag setið á fundum, annars vegar hjá lögfræðistofunni Rétti, sem er honum innan handar við umsóknina, Rauða krossinum og einnig með túlkum til að hringja út til Albaníu til að safna upplýsingum fyrir umsóknina. Þá mun hann í kvöld funda með hópi sem aðstoðar hann með fjáröflun fyrir fjölskyldurnar.


Tengdar fréttir

Vonar að albönsku fjölskyldurnar komi aftur fyrir áramót

Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi síðasta fimmtudag hafa sótt um íslenskan ríkisborgararétt, í stað þess að sækja um hæli. Vinur fjölskyldnanna vonar að málið verði afgreitt hratt og að þær komi aftur hingað til lands fyrir áramótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×