Ráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun vegna langveiku drengjanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2015 11:39 Ólöf Nordal. vísir/anton brink Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun og Rauða krossi Íslands varðandi það hvernig staðið var að hælisumsókn tveggja albanskra fjölskyldna sem vísað var frá landinu í liðinni viku. Mál fjölskyldnanna hafa vakið reiði í samfélaginu en í báðum fjölskyldum voru langveikir drengir en afar umdeilt er hvort þeir geti fengið viðeigandi læknismeðferð við sjúkdómum sínum í heimalandi sínu. Ráðherrann sat fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun og beindi Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurningu til Ólafar vegna albönsku fjölskyldnanna.„Þurfum við ekki að endurhugsa hver skylda okkar er sem samfélag? Vísaði þingmaðurinn meðal annars í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur hefur verið hér á landi en þar er kveðið á um að öll börn hafi rétt til lífs og þroska og að gera eigi það sem er börnum fyrir bestu. Spurði Katrín ráðherrann hvort hún teldi kerfið þjóna þessum markmiðum Barnasáttmálans. Þá spurði hún jafnframt hvort að Ólöf ætli að beita sér fyrir breytingum á kerfinu svo að langveik börn væru ekki send úr landi. „Mér finnst það ekki vera rök í málinu, ekki frekar en þegar maður kemur að slösuðu barni á slysstað, þá hjálpar maður því barni þó að það geti komið önnur börn. Það geta ekki verið rök í málinu. Við vitum sem einstaklingar hver okkar skylda er en þurfum við ekki að endurhugsa hver skylda okkar er sem samfélag?“Óskar eftir að flytja Alþingi munnlega skýrslu um mál hælisleitenda og flóttamanna Ólöf sagði mjög miður að mál albönsku fjölskyldnanna hefðu ekki ratað til kærunefndar útlendingamála en greindi svo frá því að hún hafi óskað eftir upplýsingum frá viðeigandi stofnunum vegna þeirra. „Á föstudaginn var þá skrifaði ég bréf til Útlendingastofnunar og Rauða krossins, óskaði eftir því með hliðsjón af endurskoðun laga að farið væri yfir það hvernig að þessum málum væri staðið, þegar staðið væri að börnum sérstaklega, hvernig það mat færi fram, því ég eins og þingheimur allur þarf auðvitað að skilja það hvernig regluverkið gengur fyrir sig.“ Þá greindi ráðherra einnig frá því að hún hefði farið fram á það við forseta þingsins að fá að flytja munnlega skýrslu um málefni hælisleitenda og flóttafólks á Alþingi og kvaðst ráðherra búast við að sú umræða færi fram í lok vikunnar. Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00 Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun og Rauða krossi Íslands varðandi það hvernig staðið var að hælisumsókn tveggja albanskra fjölskyldna sem vísað var frá landinu í liðinni viku. Mál fjölskyldnanna hafa vakið reiði í samfélaginu en í báðum fjölskyldum voru langveikir drengir en afar umdeilt er hvort þeir geti fengið viðeigandi læknismeðferð við sjúkdómum sínum í heimalandi sínu. Ráðherrann sat fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun og beindi Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurningu til Ólafar vegna albönsku fjölskyldnanna.„Þurfum við ekki að endurhugsa hver skylda okkar er sem samfélag? Vísaði þingmaðurinn meðal annars í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur hefur verið hér á landi en þar er kveðið á um að öll börn hafi rétt til lífs og þroska og að gera eigi það sem er börnum fyrir bestu. Spurði Katrín ráðherrann hvort hún teldi kerfið þjóna þessum markmiðum Barnasáttmálans. Þá spurði hún jafnframt hvort að Ólöf ætli að beita sér fyrir breytingum á kerfinu svo að langveik börn væru ekki send úr landi. „Mér finnst það ekki vera rök í málinu, ekki frekar en þegar maður kemur að slösuðu barni á slysstað, þá hjálpar maður því barni þó að það geti komið önnur börn. Það geta ekki verið rök í málinu. Við vitum sem einstaklingar hver okkar skylda er en þurfum við ekki að endurhugsa hver skylda okkar er sem samfélag?“Óskar eftir að flytja Alþingi munnlega skýrslu um mál hælisleitenda og flóttamanna Ólöf sagði mjög miður að mál albönsku fjölskyldnanna hefðu ekki ratað til kærunefndar útlendingamála en greindi svo frá því að hún hafi óskað eftir upplýsingum frá viðeigandi stofnunum vegna þeirra. „Á föstudaginn var þá skrifaði ég bréf til Útlendingastofnunar og Rauða krossins, óskaði eftir því með hliðsjón af endurskoðun laga að farið væri yfir það hvernig að þessum málum væri staðið, þegar staðið væri að börnum sérstaklega, hvernig það mat færi fram, því ég eins og þingheimur allur þarf auðvitað að skilja það hvernig regluverkið gengur fyrir sig.“ Þá greindi ráðherra einnig frá því að hún hefði farið fram á það við forseta þingsins að fá að flytja munnlega skýrslu um málefni hælisleitenda og flóttafólks á Alþingi og kvaðst ráðherra búast við að sú umræða færi fram í lok vikunnar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00 Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00
Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13