Jón Guðni: Nýtti tækifærið ekki nógu vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2015 17:41 Jón Guðni eftir undirskriftina í dag. Mynd/Heimasíða IFK Norrköping Jón Guðni Fjóluson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænsku meistarana í IFK Norrköping eftir þriggja ára dvöl hjá GIF Sundsvall. Jón Guðni er 26 ára gamall og lék með Germinal Beerschot í Belgíu í eitt ár áður en hann samdi við Sundsvall árið 2012. Þar áður hafði hann leikið með Fram í meistaraflokki hér á landi.Sjá einnig: Jón Guðni undir smásjánni hjá sænsku meisturunum Hann segist hafa vitað af áhuga Norrköping, sem varð sænskur meistar í sumar, í nokkurn tíma. „Þetta kom fyrst upp í sumar og hefur bara farið vaxandi síðan þá. Það voru fleiri möguleikar í stöðunni en það var farsællast fyrir fjölskyldunna að halda okkur innan Svíþjóðar, ekki síst þar sem við eigum von á barni í lok janúar,“ sagði hann við Vísi í dag. Jón Guðni segir að það hafi verið tímabært fyrir sig að fara til stærra félags. „Mér fannst tími til kominn að taka næsta skref á mínum ferli - komast í eitthvað stærra og betra og í lið sem vill berjast um titla.“Vísir/Facebook-síða GIF SundsvallSá eftir ummælunum Jón Guðni vakti athygli í sumar þegar hann sagði við sænska fjölmiðla vilja fara frá félaginu eftir að hann var settur út úr byrjunarliðinu fyrir leik gegn Gefle. „Það eina sem þú þarft að skrifa er að ég vil komast burt héðan eins fljótt og mögulegt er,“ var haft eftir honum. Jón Guðni segir að þrátt fyrir þetta hafi viðskilnaðurinn við Sundsvall verið góður og að hann hafi séð eftir ummælunum.Sjá einnig: Jón Guðni bestur hjá Sundsvall í sumar „Það var ekki líkt sjálfum mér að láta svona. Ég bara sprakk og sleppti öllu út eftir þennan leik. Það var kannski ágætt út af fyrir sig en maður á ekki að gera þetta svona,“ sagði hann við Vísi um málið. „Þetta er ekki ástæðan fyrir því að ég fór. Ég ákvað það sjálfur og var búinn að ákveða það áður en þetta kom upp,“ segir hann.Jón Guðni var í U-21 liði Íslands sem komst í lokakeppni EM í Danmörku.Vísir/GettyVill fara á EM eins og allir aðrir Hann stefnir á að vinna sér sæti í landsliðinu fyrir EM næsta sumar en hann á sjö A-landsleiki að baki og spilaði síðast gegn Eistlandi í 1-1 jafntefli í vináttulandsleik ytra í mars á þessu ári. „Ég stefni að því að komast á EM eins og allir aðrir en við verðum að sjá hvernig það gengur. Ég mun reyna að spila eins vel og ég get og það er það eina sem ég get gert,“ sagði hann. „Auðvitað er erfitt að vinna sér sæti í landsliðinu enda gengur vel og samkeppnin er gríðarlega hörð. Mér fannst ég sjálfum ekki nýta tækifærið nógu vel í leiknum gegn Eistlandi en það getur verið erfitt fyrir mann að koma inn í nýtt lið.“ „Það er erfitt að vera neikvæður þegar vel gengur en auðvitað vill maður vera hluti af þessu.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Jón Guðni Fjóluson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænsku meistarana í IFK Norrköping eftir þriggja ára dvöl hjá GIF Sundsvall. Jón Guðni er 26 ára gamall og lék með Germinal Beerschot í Belgíu í eitt ár áður en hann samdi við Sundsvall árið 2012. Þar áður hafði hann leikið með Fram í meistaraflokki hér á landi.Sjá einnig: Jón Guðni undir smásjánni hjá sænsku meisturunum Hann segist hafa vitað af áhuga Norrköping, sem varð sænskur meistar í sumar, í nokkurn tíma. „Þetta kom fyrst upp í sumar og hefur bara farið vaxandi síðan þá. Það voru fleiri möguleikar í stöðunni en það var farsællast fyrir fjölskyldunna að halda okkur innan Svíþjóðar, ekki síst þar sem við eigum von á barni í lok janúar,“ sagði hann við Vísi í dag. Jón Guðni segir að það hafi verið tímabært fyrir sig að fara til stærra félags. „Mér fannst tími til kominn að taka næsta skref á mínum ferli - komast í eitthvað stærra og betra og í lið sem vill berjast um titla.“Vísir/Facebook-síða GIF SundsvallSá eftir ummælunum Jón Guðni vakti athygli í sumar þegar hann sagði við sænska fjölmiðla vilja fara frá félaginu eftir að hann var settur út úr byrjunarliðinu fyrir leik gegn Gefle. „Það eina sem þú þarft að skrifa er að ég vil komast burt héðan eins fljótt og mögulegt er,“ var haft eftir honum. Jón Guðni segir að þrátt fyrir þetta hafi viðskilnaðurinn við Sundsvall verið góður og að hann hafi séð eftir ummælunum.Sjá einnig: Jón Guðni bestur hjá Sundsvall í sumar „Það var ekki líkt sjálfum mér að láta svona. Ég bara sprakk og sleppti öllu út eftir þennan leik. Það var kannski ágætt út af fyrir sig en maður á ekki að gera þetta svona,“ sagði hann við Vísi um málið. „Þetta er ekki ástæðan fyrir því að ég fór. Ég ákvað það sjálfur og var búinn að ákveða það áður en þetta kom upp,“ segir hann.Jón Guðni var í U-21 liði Íslands sem komst í lokakeppni EM í Danmörku.Vísir/GettyVill fara á EM eins og allir aðrir Hann stefnir á að vinna sér sæti í landsliðinu fyrir EM næsta sumar en hann á sjö A-landsleiki að baki og spilaði síðast gegn Eistlandi í 1-1 jafntefli í vináttulandsleik ytra í mars á þessu ári. „Ég stefni að því að komast á EM eins og allir aðrir en við verðum að sjá hvernig það gengur. Ég mun reyna að spila eins vel og ég get og það er það eina sem ég get gert,“ sagði hann. „Auðvitað er erfitt að vinna sér sæti í landsliðinu enda gengur vel og samkeppnin er gríðarlega hörð. Mér fannst ég sjálfum ekki nýta tækifærið nógu vel í leiknum gegn Eistlandi en það getur verið erfitt fyrir mann að koma inn í nýtt lið.“ „Það er erfitt að vera neikvæður þegar vel gengur en auðvitað vill maður vera hluti af þessu.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira