Ein af fjórum ESB-undanþágum undir í tvísýnum kosningum Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. desember 2015 06:00 Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra hvetur Dani til að samþykkja breytinguna. Vísir/EPA Danir verða í dag spurðir hvort breyta eigi einni af fjórum ESB-undanþágum þeirra, nefnilega undanþágu frá samstarfi í innanríkis- og dómsmálum, yfir í sveigjanlega eða valkvæða undanþágu. Verði tillagan samþykkt getur Danmörk valið að taka þátt í sumum málaflokkum innanríkis- og dómsmála, frekar en að vera skilyrðislaust undanþegin samstarfi í öllum málaflokkum á þessu sviði. Ástæða þess, að efnt er til þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta nú, er að ýmsar breytingar hafa orðið á löggjöf Evrópusambandsins frá árinu 1993, þegar Danmörk fékk fjórar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum. Þessar breytingar þýða meðal annars að Europol, lögreglusamstarf ESB-ríkjanna, fer undir yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins í staðinn fyrir að vera áfram milliríkjasamstarf. Samkvæmt skoðanakönnun Epinion fyrir danska ríkisútvarpið hafa já-sinnar verið 32 prósent síðustu vikurnar, en nei-sinnar hafa sveiflast frá 34 prósentum þann 16. nóvember, niður í 29 prósent 23. nóvember og svo upp í 36 prósent þann 1. desember. Aðrar kannanir hafa ýmist sýnt nei-hliðina eða já-hliðina standa betur. Þjóðin virðist klofin til helminga. Óákveðnir eru nú 25 prósent, en voru 34 prósent fyrir hálfum mánuði. Flestir stjórnmálaflokkar hvetja til að breytin verði samþykkt. Það á bæði við um stjórnarflokkinn Venstre og helstu stjórnarandstöðuflokkana á vinstri jafnt sem hægri vængnum, en Danski þjóðarflokkurinn er í forystu nei-sinna ásamt Frjálslynda bandalaginu og Einingarlistanum. Nei-sinnar virðast einna helst hafa áhyggjur af því að Danmörk þurfi að taka upp stefnu Evrópusambandsins í málefnum flóttamanna, en Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra hefur lofað því að vilji dönsk stjórnvöld fara þá leiðina verði þau að bera það undir þjóðaratkvæði: „Ég hef engin áform um það, en ef það kæmi til tals þá yrði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Løkke í sjónvarpsumræðum í vikunni. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er væntanlega einn þeirra sem bíða harla spenntir eftir úrslitunum í kvöld. Cameron hefur sjálfur farið fram á breytingar á stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og ætlar að bjóða Bretum upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um útkomuna strax á næsta ári eða þarnæsta. Afstaða dönsku þjóðarinnar getur skipt máli þegar Cameron kynnir hinum leiðtogum Evrópusambandsríkjanna kröfur sínar innan fárra vikna. gudsteinn@frettabladid.is ESB-málið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Danir verða í dag spurðir hvort breyta eigi einni af fjórum ESB-undanþágum þeirra, nefnilega undanþágu frá samstarfi í innanríkis- og dómsmálum, yfir í sveigjanlega eða valkvæða undanþágu. Verði tillagan samþykkt getur Danmörk valið að taka þátt í sumum málaflokkum innanríkis- og dómsmála, frekar en að vera skilyrðislaust undanþegin samstarfi í öllum málaflokkum á þessu sviði. Ástæða þess, að efnt er til þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta nú, er að ýmsar breytingar hafa orðið á löggjöf Evrópusambandsins frá árinu 1993, þegar Danmörk fékk fjórar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum. Þessar breytingar þýða meðal annars að Europol, lögreglusamstarf ESB-ríkjanna, fer undir yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins í staðinn fyrir að vera áfram milliríkjasamstarf. Samkvæmt skoðanakönnun Epinion fyrir danska ríkisútvarpið hafa já-sinnar verið 32 prósent síðustu vikurnar, en nei-sinnar hafa sveiflast frá 34 prósentum þann 16. nóvember, niður í 29 prósent 23. nóvember og svo upp í 36 prósent þann 1. desember. Aðrar kannanir hafa ýmist sýnt nei-hliðina eða já-hliðina standa betur. Þjóðin virðist klofin til helminga. Óákveðnir eru nú 25 prósent, en voru 34 prósent fyrir hálfum mánuði. Flestir stjórnmálaflokkar hvetja til að breytin verði samþykkt. Það á bæði við um stjórnarflokkinn Venstre og helstu stjórnarandstöðuflokkana á vinstri jafnt sem hægri vængnum, en Danski þjóðarflokkurinn er í forystu nei-sinna ásamt Frjálslynda bandalaginu og Einingarlistanum. Nei-sinnar virðast einna helst hafa áhyggjur af því að Danmörk þurfi að taka upp stefnu Evrópusambandsins í málefnum flóttamanna, en Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra hefur lofað því að vilji dönsk stjórnvöld fara þá leiðina verði þau að bera það undir þjóðaratkvæði: „Ég hef engin áform um það, en ef það kæmi til tals þá yrði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Løkke í sjónvarpsumræðum í vikunni. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er væntanlega einn þeirra sem bíða harla spenntir eftir úrslitunum í kvöld. Cameron hefur sjálfur farið fram á breytingar á stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og ætlar að bjóða Bretum upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um útkomuna strax á næsta ári eða þarnæsta. Afstaða dönsku þjóðarinnar getur skipt máli þegar Cameron kynnir hinum leiðtogum Evrópusambandsríkjanna kröfur sínar innan fárra vikna. gudsteinn@frettabladid.is
ESB-málið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira