Innlent

Hættustigi lýst yfir á Suðurlandi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi á Suðurlandi vegna óveðursins. Þetta gerði ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að svo virðist sem veðurspár gangi eftir og flestir hafi tekið viðvörunum almannavarna alvarlega. Búið er að loka helstu leiðum á Suðurlandi.

Hættustig almannavarna er skilgreint svo: „Ef hættumat leiðir í ljós að hætta fer vaxandi verður að grípa til tafarlausra ráðstafana til að tryggja sem best öryggi þeirra sem á svæðinu búa/dvelja. Slíkt er gert með því að efla viðbúnað neyðar- og öryggisþjónustunnar á viðkomandi svæði, ásamt því að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða s.s. rýmingar, brottflutnings eða lokunar svæða. Einnig eru leiðbeiningar og viðvaranir einkennandi fyrir þetta stig.”

Á vefsíðu almannavarna eru tekin eftirfarandi dæmi um hættustig:

  • Þegar hefja þarf eftirgrennslan eftir mönnum sem óttast er um.
  • Þegar tilraunir til að ná sambandi við skip, loftfar eða menn hafa ekki borið árangur.
  • Þegar upplýsingar hafa borist sem gefa til kynna að sjóhæfni skips sé takmörkuð, flughæfni loftfars skert og menn í vanda staddir, þó ekki svo alvarlegar að líkur séu á neyðarástandi.
  • Ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum þó ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sé að ræða.
  • Ef auka þarf viðbúnað og sóttvarnarráðstafanir vegna yfirvofandi farsóttar.

Tengdar fréttir

Á siglingu norðan Vestmannaeyja: „Bætir jafnt og þétt í vind“

Páll Jónsson GK7, línu og netabátur Vísis í Grindavík siglir nú til heimahafnar eftir veiðar á veiðislóð við Djúpavog. Þegar fréttastofan náði tali af Hákoni Valssyni, stýrimanni, var skipið Norðauastan við Vestmannaeyjar á vesturleið. Hvasst er á þessum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×