Innlent

Varla bíll á götum borgarinnar: Óveðrið á leiðinni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Lítið um að vera hjá umferðardeild lögreglunnar, sem segir fólk hafa hlustað á aðvaranir.
Lítið um að vera hjá umferðardeild lögreglunnar, sem segir fólk hafa hlustað á aðvaranir. Vísir/Pjetur
Fáir bílar eru á ferli í Reykjavík þessa stundina en sá tími er runninn upp í borginni þar sem almannavarnir hafa ráðlagt fólki að vera ekki á ferðinni. Von er á óveðri sem gengið hefur upp að landinu á síðustu klukkutímum. 

Fáa sem enga bíla er að sjá á Miklubrautinni þar sem flesta mánudaga er bíl við bíl á þessum tíma. Ljósmyndari Vísis smellti af þessari mynd en umferðin minnir einna helst á aðfangadagskvöld um klukkan sex. 

„Það er rólegt. Fólk er að hlusta á viðvaranir sem betur fer,“ segir Gunnar Friðriksson, lögreglumaður í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×