Innlent

Á siglingu norðan Vestmannaeyja: „Bætir jafnt og þétt í vind“

Sveinn Arnarsson skrifar
Páll Jónsson er nú á leið til Grindavíkur og vonast er eftir skipinu í heimahöfn um hálfellefu
Páll Jónsson er nú á leið til Grindavíkur og vonast er eftir skipinu í heimahöfn um hálfellefu
Páll Jónsson GK7, línu og netabátur Vísis í Grindavík siglir nú til heimahafnar eftir veiðar á veiðislóð við Djúpavog. Þegar fréttastofan náði tali af Hákoni Valssyni, stýrimanni, var skipið Norðauastan við Vestmannaeyjar á vesturleið. Hvasst er á þessum slóðum.

„Það er búið að vera að bæta í vindinn jafnt og þetta á leiðinni. nú er orðið svolítið hvasst,“ sagði Hákon en sagði siglinguna hafa gengið vel fram að þessu. „Ölduhæðin hér á þessum slóðum er ekkert orðin neitt svakaleg ennþá en við höfum grun um að hún sé að aukast hratt austan við okkur. Ferðin gengur nokkuð vel, vindurinn er úr austri og við erum á um 11 hnúta hraða á lensinu í rólegheitunum.“

Þeir vonast eftir því að vera komnir í heimahöfn í Grindavík um hálf ellefu leytið í kvöld. skipið var sem fyrr segir á veiðisvæðinu Hvalbak sem er austan við Djúpavog. Um borð eru rúm 78 tonn af þorski og ýsu.

„Það er svolítið hvasst núna, svolítið erfitt að meta nákvæmlega hver vindhraðinn er en við vitum að hann á eftir að rífa sig enn frekar upp með kvöldinu. því yrði það gríðarlega vel sloppið að vera kominn í Grindavík á þessum tíma,“ segir Hákon.

Snælduvitlaust veður um átta í kvöld

Bæta mun í vind á siglingaleið Páls Jónssonar eftir því sem líður á kvöldið og líklegt er að þeir munu lenda í verra veðri en þeir eru í nú þegar.

Þegar fréttastofa náði tali af stýrimanni um borð voru rúmlega 20 metrar á sekúndu á siglingaleiðinni.

Klukkan átta í kvöld gæti vindstyrkur náð upp undir 40 metrum á leiðinni. siglingin gengur vel eins og áður segir og því gætu þeir orðið á undan veðrinu inn í heimahöfn í Grindavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×