Innlent

Björgin G. fékk 4,6 milljónir frá menntamálaráðuneytinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísir/Anton/GVA
Björgin G. Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, fékk 4,6 milljónir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu vegna ráðgjafa- og sérfræðistarfa frá upphafi árs 2014. Samtals greiddi ráðuneytið 125 milljónir fyrir sérfræði- ráðgjafar- og kynningarstörf til 31. október 2015.

Björgvin fékk 3,8 milljónir fyrir vinnu vegna OECD Country Background Report og 800.000 krónur vegna vinnu við skilgreiningar á eftirlitshlutverki menntamálaráðuneytisins.

Þetta kemur fram í svari Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur um útgjöld vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa en hún hefur spurt alla ráðherrra slíkrar spurningar.

Stærsta einstaka greiðslan fór til LC ráðgjöf ehf. vegna verkefnis um læsis eða 11,6 milljónir. Þá fengu Árnasynir slf. 7,4 milljónir vegna sama verkefnis og umboðsskrifstofan Prime ehf. fékk fimm milljónir.

Ráðuneytið greiddi á tímabilinu samtals 99,8 milljónir vegna sérfræðistarfa, 3,3 milljónir vegna ráðgjafastarfa og 21,7 milljónir í kynningarstörf.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×